Viðskipti innlent

Jón Þórisson snýr aftur og tekur við sem forstjóri Torgs

Eiður Þór Árnason skrifar
Jón Þórisson hætti sem aðalritstjóri Torgs í ágúst.
Jón Þórisson hætti sem aðalritstjóri Torgs í ágúst. Vísir/Vilhelm

Jón Þórisson hefur tekið við sem forstóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla. Jón er fyrrverandi aðalritstjóri Torgs og tekur við af Birni Víglundssyni sem sagði starfi sínu lausu í nóvember síðastliðnum.

Greint er frá þessu á vef Fréttablaðsins en Björn verður fyrirtækinu innan handar næstu mánuði og mun vinna við sérgreind verkefni. Jón er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og er varastjórnarmaður Torgs. 

„Þó nærri hálft ár sé liðið síðan ég hvarf héðan á braut hefur tíminn liðið eins og ör­skot við lög­fræði­ráð­gjöf og tengd verk­efni. Nú kem ég hingað til starfa á ný í en öðru hlut­verki,“ er haft eftir Jóni á vef Fréttablaðsins en hann hætti sem aðalritstjóri í ágúst.

„Ég er þakk­látur fyrir tíma minn hjá Torgi og hef átt einkar á­nægju­legt sam­starf við bæði stjórn fé­lagsins og starfs­menn þess. Um leið og ég óska fé­laginu og nýjum for­stjóra alls hins besta vil ég þakka starfs­fólki Torgs fyrir á­nægju­legt sam­starf,” segir Björn.

Greint var frá því í október að fjölmiðlafyrirtækið hafi tapað upp undir 600 milljónum króna á árið 2020. Tapið var fjármagnað með nýju hlutafé.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.