Óttast að ferðaþjónustunni blæði út Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2022 00:01 Þórir Garðarsson stjórnarformaður hjá Grayline segir óvíst hvort aðilar í ferðaþjónustu ráði við að hafa starfsfólk í vinnu. Stöð 2 Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar. Forsvarsmenn og stjórnendur tíu fyrirtækja í ferðaþjónustu sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir segja viðbúið að ráðist verði í uppsagnir. Stór hluti fyrirtækja hafi ekki nægar tekjur til að halda starfsfólki og hvað þá ráða inn fólk til að undirbúa komandi sumar. „Því er spáð að ferðamönnum muni fjölga töluvert frá því sem var í fyrra. Þeir muni sækja í að komast á milli staða, gista, skoða, fá leiðsögn, borða og drekka, lenda í ævintýrum, sigla o.s.frv. Viðbúið er að slík þjónusta verði ekki til staðar vegna þess að starfsfólk vantar,“ segir í yfirlýsingunni. Segja ráðningarstyrki bestu leiðina Fyrirtækin telja bestu leiðina að framlengja ráðningarstyrki með örlítið breyttu fyrirkomulagi og stinga upp á því að úrræðið verði framlengt í nokkra mánuði fyrir það starfsfólk sem hefur verið í vinnu á grundvelli ráðningarstyrkjanna. Þórir Garðarsson stjórnarformaður hjá Grayline var meðal þeirra aðila sem skrifuðu undir yfirlýsinguna. Hann ræddi við fréttastofu um málið í dag og segir nauðsynlegt að gripið verði til frekari ráðstafana. Þórir segir að bjart hafi verið yfir í haust og ferðaþjónustufyrirtæki hafi ráðið til sín fjölda starfsmanna. Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi svo sannarlega sett strik í reikninginn. „Það er alveg ljóst að núna í janúar og febrúar verður mun minna að gera en fyrirtæki gerðu ráð fyrir og þá kemur þessi spurning, hvort að fyrirtæki ráði við það, hvort þau eigi að fara að segja upp fólki eða ekki. Og það er það sem eiginlega allir stjórnendur vilja forðast; að segja upp starfsfólki, vegna þess að þá er ekki víst að við fáum þetta fólk aftur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Þórir. Hann segir nauðsynlegt að tryggja ráðningarsamband, til dæmis með ráðningarstyrkjum, á meðan erfiðustu mánuðir í ferðaþjónustunni standi yfir. „Þetta er okkar auður í ferðaþjónustunni, það er hæft starfsfólk, og þetta er auðvitað fólkið sem hefur verið með okkur. Og það yrði sorglegt á síðustu metrunum ef fyrirtækin réðu ekki við það að hafa þetta fólk áfram í vinnu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Forsvarsmenn og stjórnendur tíu fyrirtækja í ferðaþjónustu sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir segja viðbúið að ráðist verði í uppsagnir. Stór hluti fyrirtækja hafi ekki nægar tekjur til að halda starfsfólki og hvað þá ráða inn fólk til að undirbúa komandi sumar. „Því er spáð að ferðamönnum muni fjölga töluvert frá því sem var í fyrra. Þeir muni sækja í að komast á milli staða, gista, skoða, fá leiðsögn, borða og drekka, lenda í ævintýrum, sigla o.s.frv. Viðbúið er að slík þjónusta verði ekki til staðar vegna þess að starfsfólk vantar,“ segir í yfirlýsingunni. Segja ráðningarstyrki bestu leiðina Fyrirtækin telja bestu leiðina að framlengja ráðningarstyrki með örlítið breyttu fyrirkomulagi og stinga upp á því að úrræðið verði framlengt í nokkra mánuði fyrir það starfsfólk sem hefur verið í vinnu á grundvelli ráðningarstyrkjanna. Þórir Garðarsson stjórnarformaður hjá Grayline var meðal þeirra aðila sem skrifuðu undir yfirlýsinguna. Hann ræddi við fréttastofu um málið í dag og segir nauðsynlegt að gripið verði til frekari ráðstafana. Þórir segir að bjart hafi verið yfir í haust og ferðaþjónustufyrirtæki hafi ráðið til sín fjölda starfsmanna. Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi svo sannarlega sett strik í reikninginn. „Það er alveg ljóst að núna í janúar og febrúar verður mun minna að gera en fyrirtæki gerðu ráð fyrir og þá kemur þessi spurning, hvort að fyrirtæki ráði við það, hvort þau eigi að fara að segja upp fólki eða ekki. Og það er það sem eiginlega allir stjórnendur vilja forðast; að segja upp starfsfólki, vegna þess að þá er ekki víst að við fáum þetta fólk aftur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Þórir. Hann segir nauðsynlegt að tryggja ráðningarsamband, til dæmis með ráðningarstyrkjum, á meðan erfiðustu mánuðir í ferðaþjónustunni standi yfir. „Þetta er okkar auður í ferðaþjónustunni, það er hæft starfsfólk, og þetta er auðvitað fólkið sem hefur verið með okkur. Og það yrði sorglegt á síðustu metrunum ef fyrirtækin réðu ekki við það að hafa þetta fólk áfram í vinnu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira