Viðskipti innlent

Ráðin markaðs­stjóri RV

Atli Ísleifsson skrifar
Harpa Grétarsdóttir.
Harpa Grétarsdóttir. RV

Harpa Grétarsdóttir hefur verið ráðin nýr markaðsstjóri Rekstrarvara, RV. Hún tekur við starfinu af Kristbirni Jónssyni sem verður yfirmaður heilbrigðissviðs og gæðastjóri fyrirtækisins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá RV. Þar segir að Harpa hafi lokið MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum ásamt BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Harpa vann áður sem markaðsfulltrúi hjá Icewear, en hefur auk þess unnið við markaðsstörf hjá Trackwell, Ásbirni Ólafssyni og Kaupási.

Rekstrarvörur hafa verið í mikilli endurnýjun síðustu tvö ár, meðal annars hvað varðar algera endurnýjun verslunar þar sem teknar voru upp rafrænar verðmerkingar og verslunin endurskipulögð. Einnig hafa markaðsmál og kynningar fengið yfirhalningu, en RV er í miklum endurbótum á stafrænni vegferð fyrirtækisins, bæði í stafrænum markaðsmálum ásamt nýrri heimasíðu og vefverslun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×