Skiptar skoðanir netverja eftir laumumynd af Icelandair-þotu í nýja búningnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2022 10:01 Á myndinni má sjá dæmi um fyrirhugaðar breytingar fyrirtækisins. Myndin er tölvuteiknuð. Icelandair Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á meðal netverja sem svöruðu tísti belgísks flugáhugamanns þar sem sjá mátti eina af flugvélum Icelandair í nýjum einkennislitum flugfélagsins. Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum á næstunni en þoturnar verða í öllum regnbogans litum. Í gær var birt mynd á Twitter-reikningnum TLspotting, sem sérhæfir sig í að birta myndir af flugvélum. Á myndinni má sjá flugvél Icelandair í flugskýli, nýmálaða í nýjum einkennislitum. Túristi.is greindi fyrst frá. Icelandair new livery...(Source : Unknown) pic.twitter.com/IAO5VNTFoY— TLspotting ✈️ (@TLspotting) January 25, 2022 Tístið hefur vakið töluverða athygli á meðal erlendra flugáhugamanna og skiptast þeir sem svara tístinu nokkurnveginn í tvo hópa. Sumir eru ánægðir á meðan aðrir benda á að hið nýja útlit sé ekki framför. „Trúi ekki að þeir hafi skipt út þessum fallegu einkennislitum fyrir þetta, afsakið, en þetta er hræðilegt,“ skrifar einn í svari við tístinu þar sem hann birtir mynd af flugvél Icelandair í núverandi einkennislitum. „Ég er persónulega ánægður með hið nýja útlit,“ skrifar annar en óhætt er að segja að fleiri hallist að því að hinir nýju einkennislitir séu ekki nógu einkennandi. „Blái, hvíti og gyllti liturinn hafa verið okkar aðallitir. Flugbransinn í heildinni er mjög blár þannig að það var eftirspurn eftir því að taka fleiri liti inn í litapallettuna. Vörumerkið var hannað árið 2006 og það hefur allt breyst síðan 2006. Það var bara kominn tími á breytingar á útliti félagsins,“ sagði Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair, í samtali við Vísi þegar nýju litirnir voru kynntir. Icelandair Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Icelandair í nýjum litum Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt. 18. desember 2021 13:42 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum á næstunni en þoturnar verða í öllum regnbogans litum. Í gær var birt mynd á Twitter-reikningnum TLspotting, sem sérhæfir sig í að birta myndir af flugvélum. Á myndinni má sjá flugvél Icelandair í flugskýli, nýmálaða í nýjum einkennislitum. Túristi.is greindi fyrst frá. Icelandair new livery...(Source : Unknown) pic.twitter.com/IAO5VNTFoY— TLspotting ✈️ (@TLspotting) January 25, 2022 Tístið hefur vakið töluverða athygli á meðal erlendra flugáhugamanna og skiptast þeir sem svara tístinu nokkurnveginn í tvo hópa. Sumir eru ánægðir á meðan aðrir benda á að hið nýja útlit sé ekki framför. „Trúi ekki að þeir hafi skipt út þessum fallegu einkennislitum fyrir þetta, afsakið, en þetta er hræðilegt,“ skrifar einn í svari við tístinu þar sem hann birtir mynd af flugvél Icelandair í núverandi einkennislitum. „Ég er persónulega ánægður með hið nýja útlit,“ skrifar annar en óhætt er að segja að fleiri hallist að því að hinir nýju einkennislitir séu ekki nógu einkennandi. „Blái, hvíti og gyllti liturinn hafa verið okkar aðallitir. Flugbransinn í heildinni er mjög blár þannig að það var eftirspurn eftir því að taka fleiri liti inn í litapallettuna. Vörumerkið var hannað árið 2006 og það hefur allt breyst síðan 2006. Það var bara kominn tími á breytingar á útliti félagsins,“ sagði Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair, í samtali við Vísi þegar nýju litirnir voru kynntir.
Icelandair Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Icelandair í nýjum litum Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt. 18. desember 2021 13:42 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Icelandair í nýjum litum Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt. 18. desember 2021 13:42