Fleiri fréttir

Hall­mundur bætist í eig­enda­hópinn

Hallmundur Albertsson hefur bæst í eigendahóp lögmannsstofunnar Deloitte Legal. Unnið hefur verið að stofnun stofunnar síðustu misserin og er hún með aðild að alþjóðlegu neti Deloitte Legal.

Þrír sérfræðingar ganga til liðs við Attentus

Attentus – mannauður og ráðgjöf hefur fengið til liðs við sig þrjá öfluga sérfræðinga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að mikil aukning hafi verið í úttektum á mannauðsmálum og samskiptum. Nýja fólkið komi inn í öflugt samskiptateymi Attentus, ásamt því að sinna mannauðsráðgjöf og lögfræðiráðgjöf á sviði vinnuréttar.

Yfir nífalt fleiri brottfarir í september

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 108 þúsund í septembermánuði. Horfa þarf nokkur ár aftur í tímann til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í september en um að ræða 969% aukningu milli ára.

Silja Mist fer frá Nóa Síríus til Orku­veitunnar

Silja Mist Sigurkarlsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Orku náttúrunnar og markaðssérfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Hún kemur til fyrirtækisins frá Nóa Síríus þar sem hún hefur gegnt stöðu markaðsstjóra síðustu ár.

Hannes nýr for­maður Fé­lags fast­eigna­sala

Hannes Steindórsson tók við stöðu formanns Félags fasteignasala á aðalfundi félagsins sem haldinn var á dögunum. Hannes tekur við stöðunni af Kjartani Hallgeirssyni sem hafði verið formaður frá árinu 2016.

Vilja fá öflugustu matar­sprota landsins

Þriðja árið í röð stendur Icelandic Startups fyrir viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita sem er sérstaklega ætlaður fyrirtækjum í matvælaiðnaði.

Wind dregur saman seglin og fer úr landi

Rafhlaupahjólaleigan Wind hefur hætt starfsemi hér á landi en rúmt ár er síðan þýska fyrirtækið opnaði þjónustu sína í Reykjavík. Notendur Wind hafa átt í miklum vandræðum að nálgast rafhlaupahjól leigunnar að undanförnu.

Snýr baki við tækninni og fer í brauðið

Gísli Þorsteinsson hefur verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri hjá matvælafyrirtækinu Gæðabakstri-Ömmubakstri. Hann starfaði um árabil sem markaðstjóri tæknifyrirtækisins Origo. 

Birna Ósk hættir hjá Icelandair Group

Birna Ósk Einarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu á næstunni.

Engar eignir í þrota­búi rekstrar­fé­lags Secret Sol­stice

Engar eignir fundust í þrotabúi Solstice Productions ehf. sem hélt tónlistarhátíðina Secret Solstice tónlistarhátíðina í Laugardalnum í nokkur ár og Guns N' Roses tónleika hér á landi árið 2018. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí í fyrra.

Flugið geti skilað marg­faldri loðnu­ver­tíð í út­flutnings­tekjum

Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum.

Bláa lónið um­hverfis­fyrir­tæki ársins

Bláa lónið var útnefnt umhverfisfyrirtæki ársins við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í gær. Þá hlaut heimsendingaþjónustan Aha.is viðurkenningu fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála.

Áframhaldandi skortur á íbúðarhúsnæði sem kyndir undir verðbólgu

Ekki er útlit fyrir að dragi úr umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á næstu misserum. Seðlabankastjóri vonar hins vegar að lækkun veðheimilda og vaxtahækkanir muni draga úr miklum hækkunum á verði íbúðarhúsnæðis sem kynnt hafa undir verðbólgu í landinu.

Farþegum Icelandair hefur fjölgað um 9% á árinu

Icelandair flutti níu prósent fleiri farþega á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Tæplega sextánfalt fleiri farþegar voru í millilandaflugi nú í september en í fyrra.

Fjögur ís­lensk sprota­fyrir­tæki fengið inn­spýtingu

Fjögur íslensk sprotafyrirtæki – Overtune, Kosmi, The One Company og Standby Deposits – hafa á síðustu mánuðum fengið innspýtingu úr vísíssjóðnum Brunni vaxtarsjóði II. Trúnaður ríkir um stærð fjármögnunar gagnvart einstaka sprotafyrirtækjum, en áður hefur verið fjallað um 330 milljóna króna fjármögnun hjá Smitten Dating (The One Company) sem Brunnur tók þátt í ásamt erlendum fjárfestum.

Seðla­bankinn hækkar enn stýri­vexti

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent.

HBO Max kemur til Íslands á næsta ári

Streymisveita HBO, HBO Max, verður opnuð víða um Evrópu í þessum mánuði. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum verður streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en á næsta ári.

Sjá næstu 50 fréttir