Fleiri fréttir

Líf­eyrissparnaður jókst um nærri 15 prósent

Lífeyrissparnaður landsmanna í formi samtryggingar og séreignar lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila nam 6.037 milljarða króna í árslok 2020. Sparnaðurinn jókst um 14,9 prósent á árinu.

Hlutafjárútboð Play hefst í næstu viku

Hlutafjárútboð Play fyrir skráningu félagsins á First North markaðinn hefst þann 24. júní klukkan 10. Útboðið mun standa yfir í rúman sólarhring en lokað verður fyrir kaup klukkan 16 föstudaginn 25. júní.

Aukning í sumar­húsa­kaupum rakin til far­aldursins

Mikil aukning hefur orðið á sumarhúsakaupum hér á landi. Undirritaðir kaupsamningar um sumarhús voru 129 á fyrsta fjórðungi þessa árs og eru þeir margfalt fleiri en á sama tíma á síðasta ári.

Ráðnar til Góðra sam­skipta

Eva Ingólfsdóttir og Hafdís Rós Jóhannesdóttir hafa verið ráðnar sem ráðgjafar hjá ráðgjafarfyrirtækinu Góðum samskiptum.

Ein af vélum Play orðin leik­hæf

Búið er að mála eina af flugvélum sem prýða mun flota flugfélagsins Play með einkennislitum og merki félagsins. Í dag eru ellefu dagar í fyrsta flug félagsins þann 24. júní til Lundúna.

„Make JL-húsið Great Again“

Rekstur er hafinn á enn einum pílustaðnum á höfuðborgarsvæðinu, sem út af fyrir sig væri ekki í frásögur færandi enda spretta þeir upp eins og gorkúlur nú um mundir.

Bein út­sending: Um­breyting á þjónustu í þágu borgar­búa

Græna plan Reykjavíkurborgar kveður á um að hraða skuli stafrænni umbreytingu með það að markmiði að bæta þjónustu borgarinnar. Ráðstefna Reykjavíkurborgar, Umbreyting á þjónustu í þágu borgarbúa, fer fram í dag milli klukkan níu og tólf og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan.

ÁTVR kvartar formlega undan vefverslunum

ÁTVR hefur tilkynnt sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi um meint brot Bjórlands, Brugghússins Steðja og Sante ehf. Áfengisverslunin telur þessa aðila hafa gerst brotlega við áfengislög.

Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa

Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa.

Streymið allsráðandi á íslenskum tónlistarmarkaði

Um 91 prósent af þeim verðmætum sem skapast vegna einkaneyslu á hljóðritaðri tónlist koma frá streymi. Heildsala tónlistar hérlendis nam rúmum milljarði króna árið 2020 en um er að ræða stærsta árið frá upphafi að nafnvirði.

Systurnar loks lausar allra mála í Sjólaskipamálinu

Systur sem kenndar hafa verið við útgerðina Sjólaskip voru á dögunum sýknaðar af ákæru um skattsvik. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 7. maí en hefur enn ekki verið birtur á vef héraðsdóms. Ríkissaksóknari ætlar ekki að áfrýja dómnum. Málaferlin hafa staðið yfir í áratug.

Fjöldi far­þega milli landa tvö­faldast milli mánaða

Fjöldi farþega í millilandaflugi hjá Icelandair í maí var rúmlega tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Félagið hefur aukið flugframboð sitt að undanförnu í takt við aukna eftirspurn eftir flugi, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu sem vísar til flutningatalna sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag.

Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin

Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings.

Skoða að færa KFC nær Akureyri

Skyndibitakeðjan KFC er nú í viðræðum við fasteignafélagið Klettás um mögulega opnun nýs veitingastaðar við Norðurtorg á Akureyri. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en stjórnendur KFC hafa reynt að nema land fyrir norðan í tuttugu ár.

Útlit fyrir líflegt ferðasumar

Um níu af hverjum tíu landsmönnum ætla í ferðalag innanlands í sumar þar sem gist er eina nótt eða lengur og ætlar tæplega helmingur að gista á hóteli. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar á vegum Ferðamálastofu.

„Þetta hefur farið miklu betur en við reiknuðum með“

Tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna hækkaði um 5,7% í fyrra frá árinu 2019 þrátt fyrir mikinn efnahagssamdrátt og stóraukið atvinnuleysi. Er það sama aukning og sást milli áranna 2018 og 2019. Hagfræðiprófessor segir að staðan hafi reynst mun betri en svartar spár gerðu ráð fyrir.

Stærð ferða­þjónustunnar á­stæða lengra bata­ferlis

Prófessor í hag­fræði við Há­skóla Ís­lands gerir ráð fyrir því að hlutur ferða­þjónustunnar í hag­kerfi landsins sé helsta á­stæða þess að OECD spái Ís­landi svo hægum bata úr efna­hags­kreppu far­aldursins.

Nadine fer til Play

Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni hefur ráðið sig til flugfélagsins Play sem samskiptastjóri fyrirtækisins. Hún hættir störfum á fréttastofunni í sumar.

Ráðin ráð­gjafar hjá Expectus

Edda Valdimarsdóttir Blumenstein, Helgi Logason og Hörður Kristinn Örvarsson hafa öll verið ráðin til starfa hjá ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækinu Expectus sem sérfræðingar.

Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum

Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál.

Milljarðaframkvæmdir við Leifsstöð

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri 20.000 fermetra viðbyggingu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Áætlað er að hún verði tekin í notkun árið 2024 og heildarkostnaður verði 20,8 milljarðar króna. 

Sjá næstu 50 fréttir