„Ekki kærkomin hvíld, en mætum nú öflugri til leiks“ Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2021 10:26 Friðrik Rafnsson, leiðsögumaður og þýðandi, var kjörinn nýr formaður Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna á aðalfundi í gær. Vísir/Vilhelm Friðrik Rafnsson var kjörinn nýr formaður Leiðsagnar - Stéttarfélags leiðsögumanna á aðalfundi í gær. Friðrik hefur verið ritari félagsins síðasta árið og tekur við starfinu af Pétri Gauta Valgeirssyni. Tveir voru í framboði til formanns – Friðrik og Óskar Kristjánsson sem hefur verið gjaldkeri félagsins. Friðrik segir í samtali við Vísi að stétt leiðsögumanna hafi verið algerlega lömuð síðasta rúma árið, líkt og margar aðrar stéttir í ferðaþjónustu. „Við sjáum skýr merki þess að þetta sé að breytast. Fólk er farið að bóka sig og það er allt að síga af stað. Við höfum notað tímann mjög vel, í endurskipulagningu innan félagsins og gera okkur klár. Við höfum líka verið að endurmennta og bæta í fróðleikssarpinn. Við erum klár í viðspyrnuna og viljum gera það mjög faglega og vel. Við höfum aðeins verið vör við það – það eru náttúrulega svartir sauðir alls staðar – en það eru einhver fyrirtæki sem vilja fá menn eingöngu í verktöku eða eru með smá tilbrigði til að nýta sér þetta ástand. Svo hefur maður líka heyrt fleiri fréttir sem betur fer að menn vilji faglærða og reynda leiðsögumenn sem taka vel á móti okkar erlendu vinum,“ segir Friðrik. Lykilfólk Friðrik segir leiðsögumenn líta svo á að þeir séu lykilfólk í ferðaþjónustunni. „Við erum gestgjafar. Ef fólk kemur til landsins og leiðsögumaðurinn nær í það út á flugvöll þá er hann sá Íslendingur sem þau eru með í viku, er andlit íslensku þjóðarinnar út á við. Svo eru að sjálfsögðu hótelstarfsmenn, fólk í veitingageira og svo framvegis, en við erum samfellan og berum ansi mikla ábyrgð á að frí þessa fólkjs takist sem best. Þetta er ofboðslega skemmtilegt starf, en í því felst mikil ábyrgð sem við tökum alvarlega. Eftir að hafa, má segja, hlaupið á færibandi í tíu ár, og margir orðnir ansi langþreyttir í bransanum, þá var þetta auðvitað ekki kærkomin hvíld, en mætum nú öflugri til leiks,“ segir Friðrik. Vistaskipti Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Tveir voru í framboði til formanns – Friðrik og Óskar Kristjánsson sem hefur verið gjaldkeri félagsins. Friðrik segir í samtali við Vísi að stétt leiðsögumanna hafi verið algerlega lömuð síðasta rúma árið, líkt og margar aðrar stéttir í ferðaþjónustu. „Við sjáum skýr merki þess að þetta sé að breytast. Fólk er farið að bóka sig og það er allt að síga af stað. Við höfum notað tímann mjög vel, í endurskipulagningu innan félagsins og gera okkur klár. Við höfum líka verið að endurmennta og bæta í fróðleikssarpinn. Við erum klár í viðspyrnuna og viljum gera það mjög faglega og vel. Við höfum aðeins verið vör við það – það eru náttúrulega svartir sauðir alls staðar – en það eru einhver fyrirtæki sem vilja fá menn eingöngu í verktöku eða eru með smá tilbrigði til að nýta sér þetta ástand. Svo hefur maður líka heyrt fleiri fréttir sem betur fer að menn vilji faglærða og reynda leiðsögumenn sem taka vel á móti okkar erlendu vinum,“ segir Friðrik. Lykilfólk Friðrik segir leiðsögumenn líta svo á að þeir séu lykilfólk í ferðaþjónustunni. „Við erum gestgjafar. Ef fólk kemur til landsins og leiðsögumaðurinn nær í það út á flugvöll þá er hann sá Íslendingur sem þau eru með í viku, er andlit íslensku þjóðarinnar út á við. Svo eru að sjálfsögðu hótelstarfsmenn, fólk í veitingageira og svo framvegis, en við erum samfellan og berum ansi mikla ábyrgð á að frí þessa fólkjs takist sem best. Þetta er ofboðslega skemmtilegt starf, en í því felst mikil ábyrgð sem við tökum alvarlega. Eftir að hafa, má segja, hlaupið á færibandi í tíu ár, og margir orðnir ansi langþreyttir í bransanum, þá var þetta auðvitað ekki kærkomin hvíld, en mætum nú öflugri til leiks,“ segir Friðrik.
Vistaskipti Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira