Afborganir húsnæðislána gætu snarhækkað með vaxtahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2021 19:21 Afborganir af húsnæðislánum með breytilega vexti gætu hækkað um tugi þúsunda á mánuði og rúma milljón á ári ef Seðlabankinn dregur allar vaxtalækkanir sínar undanfarin tvö ár til baka og viðskiptabankarnir fylgja þeim hækkunum. Neytendasamtökin segja forsendur vaxtahækkana bankanna óskýrar og ósanngjarnar og undirbúa prófmál. Löngu vaxtalækkunarferli Seðlabankans lauk 19. maí síðast liðinn þegar Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína úr 0;75 prósentum í eitt prósent. Vegna þrálátrar verðbólgu hér innanlands og í útlöndum. Við það tækifæri sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri þetta: „Við höfum skyldur gagnvart fólkinu ílandinu. Að halda stöðugu verðlagi. Halda stöðugleika og það munum við gera." Þannig að ef verðbólga fer ekki að hjaðna á næstu mánuðum gæti þetta verið upphafið að vaxtahækkanaferli? „Já, það er alveg rétt,“ sagði Ásgeir Jónsson hinn 19. maí síðast liðinn. Til að einfalda málið skulum við taka dæmi af meðalháu húsnæðisláni, annars vegar jafngreiðsluláni og hins vegar láni með jöfnum afborgunum. Svona gat dæmið litið út fyrir vaxtahækkanir bankanna í gær miðað við 3,45 prósenta vexti á þrjátíu milljón króna láni til fjörtíu ára með breytilegum vöxtum. Eftir aðeins 0,25 prósentustiga hækkun vaxta banka í gær lítur dæmið hins vegar svona út. Á janfgreiðsluláninu hækka vextir um 4.524 krónur á mánuði eða 3,9 prósent og 6.250 krónur á láni með jöfnum afborgunum eða um það bil 4,2 prósent. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fólk standi saman í að sækja rétt sinn fyrir dómstólum vegna óskýrra og óréttlátra lánaskilmála bankanna.Stöð 2/Sigurjón Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir þau nú leita að prófmálum gegn viðskiptabönkunum þremur. Lánakilmálar bankanna til vaxtahækkana séu óljósir og einhliða. „Bankarnir geta bara án þess að færa sönnur á réttmæti þess hækkað vexti nánast að vild,“ segir Breki. Á undanförnum tveimur árum lækkaði Seðlabankinn meginvexti sína um 3,75 prósentustig, úr 4.5 prósentum í 0,75 prósent. Ef verðbólga lækkar ekki og Seðlabankinn lætur verða af hótun sinni og dregur alla vaxtalækkunina til baka á næstu mánuðum og bankarnir fylgja honum eftir gæti dæmið okkar litið svona út: Greiðslubyrði jafngreiðslulánsinis hækkaði þá um 75.484 krónur á mánuði eða um 65 prósent og á láni með jöfnum afborgunum um 93.750 krónur eða um það bil 63 prósent. Lántakendur ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr. „Annars vegar erum við að leita að þremur prófmálum til að fara í gagnvart þremur bönkum. Hins vegar erum við aðtryggja það að hver og einn lántaki verji rétt sinn og geri kröfu á hendur bönkunum um endurgreiðslu oftekinna gjalda,“ segir Breki Karlsson. Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50 Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. 1. júní 2021 16:45 Hækkun vaxta nú gæti verið byrjunin á vaxtahækkunarferli Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti meira dugi vaxtahækkun hans í dag ekki til að draga úr verðbólgu sem er langt yfir markmiði bankans. Ekki er reiknað með að verðbólgan fari niður að markmiðinu fyrr en um mitt næsta ár. 19. maí 2021 19:20 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Löngu vaxtalækkunarferli Seðlabankans lauk 19. maí síðast liðinn þegar Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína úr 0;75 prósentum í eitt prósent. Vegna þrálátrar verðbólgu hér innanlands og í útlöndum. Við það tækifæri sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri þetta: „Við höfum skyldur gagnvart fólkinu ílandinu. Að halda stöðugu verðlagi. Halda stöðugleika og það munum við gera." Þannig að ef verðbólga fer ekki að hjaðna á næstu mánuðum gæti þetta verið upphafið að vaxtahækkanaferli? „Já, það er alveg rétt,“ sagði Ásgeir Jónsson hinn 19. maí síðast liðinn. Til að einfalda málið skulum við taka dæmi af meðalháu húsnæðisláni, annars vegar jafngreiðsluláni og hins vegar láni með jöfnum afborgunum. Svona gat dæmið litið út fyrir vaxtahækkanir bankanna í gær miðað við 3,45 prósenta vexti á þrjátíu milljón króna láni til fjörtíu ára með breytilegum vöxtum. Eftir aðeins 0,25 prósentustiga hækkun vaxta banka í gær lítur dæmið hins vegar svona út. Á janfgreiðsluláninu hækka vextir um 4.524 krónur á mánuði eða 3,9 prósent og 6.250 krónur á láni með jöfnum afborgunum eða um það bil 4,2 prósent. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir mikilvægt að fólk standi saman í að sækja rétt sinn fyrir dómstólum vegna óskýrra og óréttlátra lánaskilmála bankanna.Stöð 2/Sigurjón Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir þau nú leita að prófmálum gegn viðskiptabönkunum þremur. Lánakilmálar bankanna til vaxtahækkana séu óljósir og einhliða. „Bankarnir geta bara án þess að færa sönnur á réttmæti þess hækkað vexti nánast að vild,“ segir Breki. Á undanförnum tveimur árum lækkaði Seðlabankinn meginvexti sína um 3,75 prósentustig, úr 4.5 prósentum í 0,75 prósent. Ef verðbólga lækkar ekki og Seðlabankinn lætur verða af hótun sinni og dregur alla vaxtalækkunina til baka á næstu mánuðum og bankarnir fylgja honum eftir gæti dæmið okkar litið svona út: Greiðslubyrði jafngreiðslulánsinis hækkaði þá um 75.484 krónur á mánuði eða um 65 prósent og á láni með jöfnum afborgunum um 93.750 krónur eða um það bil 63 prósent. Lántakendur ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr. „Annars vegar erum við að leita að þremur prófmálum til að fara í gagnvart þremur bönkum. Hins vegar erum við aðtryggja það að hver og einn lántaki verji rétt sinn og geri kröfu á hendur bönkunum um endurgreiðslu oftekinna gjalda,“ segir Breki Karlsson.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50 Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. 1. júní 2021 16:45 Hækkun vaxta nú gæti verið byrjunin á vaxtahækkunarferli Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti meira dugi vaxtahækkun hans í dag ekki til að draga úr verðbólgu sem er langt yfir markmiði bankans. Ekki er reiknað með að verðbólgan fari niður að markmiðinu fyrr en um mitt næsta ár. 19. maí 2021 19:20 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna óttast vaxtahækkanaferli Formaður Neytendasamtakanna segir enga leið fyrr neytendur að átta sig á hvort vaxtahækkanir bankanna á húsnæðislánum í gær séu réttmætar. Þær undirstriki mikilvægi þess að fólk taki þátt í hópmálsókn samtakanna gegn bönkunum en nú þegar hafa um þúsund manns skráð sig á málaferlin. 2. júní 2021 11:50
Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. 1. júní 2021 16:45
Hækkun vaxta nú gæti verið byrjunin á vaxtahækkunarferli Seðlabankinn mun ekki hika við að hækka vexti meira dugi vaxtahækkun hans í dag ekki til að draga úr verðbólgu sem er langt yfir markmiði bankans. Ekki er reiknað með að verðbólgan fari niður að markmiðinu fyrr en um mitt næsta ár. 19. maí 2021 19:20