Útlit fyrir líflegt ferðasumar Eiður Þór Árnason skrifar 4. júní 2021 12:02 Um þriðjungur Íslendinga ætlar að gista á skipulögðu tjaldsvæði eða í orlofshúsi félagasamtaka á ferðalögum sínum í sumar samkvæmt könnuninni. Vísir/Vilhelm Um níu af hverjum tíu landsmönnum ætla í ferðalag innanlands í sumar þar sem gist er eina nótt eða lengur og ætlar tæplega helmingur að gista á hóteli. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar á vegum Ferðamálastofu. Afstaða fólks til utanlandsferða hefur ekki breyst frá fyrri mælingu sem framkvæmd var í janúar og febrúar, þrátt fyrir að mun stærri hluti þjóðarinnar hafi nú verið bólusettur. Samkvæmt nýju könnuninni hyggjast um 38,3% svarenda ætla að ferðast svipað mikið erlendis í ár og í fyrra, 32,3% meira og 29,3% minna. Tæplega þrír af hverjum fimm ætla að ferðast álíka mikið innanlands og í fyrra, tæplega þriðjungur meira og einn af hverjum tíu minna. Áform um innanlandsferðir hafa lítið breyst frá síðustu könnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Flestir ætla í þrjár ferðir 91,3% svarenda sögðust ætla að ferðast innanlands í sumar og gera landsmenn ráð fyrir að fara í að jafnaði 3,1 ferðalag í sumar. Einn af hverjum tíu ætlar í eina ferð, um fjórðungur í tvær ferðir og tæplega fimmtungur þrjár ferðir. Tæplega tveir af hverjum fimm ætla í fjórar eða fleiri ferðir. Flestir ætla í sumarbústaðaferð eða þrír af hverjum fimm. Þar á eftir koma heimsóknir til vina og ættingja (44%), borgar- og bæjarferðir (44%), ferðir með vinahópi eða klúbbfélögum (36%) og útivistarferðir (32%). Yngra fólk ólíklegra til að gista á hóteli Tæplega helmingur landsmanna ætlar að nýta sér hótelgistingu á ferðalögum innanlands í sumar líkt og áður segir. Þeim mun hærri sem fjölskyldutekjurnar eru því líklegra er fólk að nýta sér hótelgistingu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Yngsti aldurshópurinn virðist ekki ætla að nýta hótelgistingu í sama mæli og þeir sem eldri eru. Um tveir af hverjum fimm ætla að gista hjá vinum og ættingjum eða í sumarhúsi í einkaeign og um þriðjungur ætlar að gista á skipulögðu tjaldsvæði eða í orlofshúsi félagasamtaka. Aðra tegund gistingar ætla landsmenn að nýta í minna mæli. Könnunin var framkvæmd af Gallup dagana 14. til 27. maí og samanstóð af sex spurningum um ferðaáform landsmanna næstu þrjá mánuði. Sömu spurningar voru lagðar fyrir fyrr á árinu. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Afstaða fólks til utanlandsferða hefur ekki breyst frá fyrri mælingu sem framkvæmd var í janúar og febrúar, þrátt fyrir að mun stærri hluti þjóðarinnar hafi nú verið bólusettur. Samkvæmt nýju könnuninni hyggjast um 38,3% svarenda ætla að ferðast svipað mikið erlendis í ár og í fyrra, 32,3% meira og 29,3% minna. Tæplega þrír af hverjum fimm ætla að ferðast álíka mikið innanlands og í fyrra, tæplega þriðjungur meira og einn af hverjum tíu minna. Áform um innanlandsferðir hafa lítið breyst frá síðustu könnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ferðamálastofu. Flestir ætla í þrjár ferðir 91,3% svarenda sögðust ætla að ferðast innanlands í sumar og gera landsmenn ráð fyrir að fara í að jafnaði 3,1 ferðalag í sumar. Einn af hverjum tíu ætlar í eina ferð, um fjórðungur í tvær ferðir og tæplega fimmtungur þrjár ferðir. Tæplega tveir af hverjum fimm ætla í fjórar eða fleiri ferðir. Flestir ætla í sumarbústaðaferð eða þrír af hverjum fimm. Þar á eftir koma heimsóknir til vina og ættingja (44%), borgar- og bæjarferðir (44%), ferðir með vinahópi eða klúbbfélögum (36%) og útivistarferðir (32%). Yngra fólk ólíklegra til að gista á hóteli Tæplega helmingur landsmanna ætlar að nýta sér hótelgistingu á ferðalögum innanlands í sumar líkt og áður segir. Þeim mun hærri sem fjölskyldutekjurnar eru því líklegra er fólk að nýta sér hótelgistingu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Yngsti aldurshópurinn virðist ekki ætla að nýta hótelgistingu í sama mæli og þeir sem eldri eru. Um tveir af hverjum fimm ætla að gista hjá vinum og ættingjum eða í sumarhúsi í einkaeign og um þriðjungur ætlar að gista á skipulögðu tjaldsvæði eða í orlofshúsi félagasamtaka. Aðra tegund gistingar ætla landsmenn að nýta í minna mæli. Könnunin var framkvæmd af Gallup dagana 14. til 27. maí og samanstóð af sex spurningum um ferðaáform landsmanna næstu þrjá mánuði. Sömu spurningar voru lagðar fyrir fyrr á árinu.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira