Viðskipti innlent

Veitingamenn ósáttir við valdmannslega heimsókn skattstjóra

Jakob Bjarnar skrifar
Fámennt hefur verið á veitingastöðum í miðborginni á Covid-tímum. Það er að breytast og meðal fyrstu gesta eftir að opnunartímar voru lengdir voru starfsmenn skattsins, ýmsum veitingamanninum til armæðu.
Fámennt hefur verið á veitingastöðum í miðborginni á Covid-tímum. Það er að breytast og meðal fyrstu gesta eftir að opnunartímar voru lengdir voru starfsmenn skattsins, ýmsum veitingamanninum til armæðu. vísir/vilhelm

Útsendarar Ríkisskattstjóra mættu á nokkra vel valda veitingastaði í miðborginni í gærkvöldi og kröfðust þess að fá að sjá posastrimla.

Vísir hefur rætt við veitingamenn sem eru heldur óhressir með þessa heimsókn en starfsmenn skattsins tóku rúnt á staðina. Vildu athuga hvort sjóðastaða stemmdi við posana og hvort starfsmenn væru skráðir.

Um er að ræða hefðbundið eftirlit en það breytir ekki því að veitingamönnum mörgum finnst þetta lýsa heldur miklu tillitsleysi í sinn garð. Eins og fram hefur komið hafa þeir mátt lepja dauðann úr skel á tímum Covid; með allskyns takmörkunum á opnunartíma og fjölda gesta. Sumir hafa þurft að loka og er því ekki feitan gölt að flá.

Einn veitingamaður sem Vísir ræddi við sagði að hann hafi ekkert að fela og sé hlynntur aðgerðum gegn skattsvikum. Hann hafi átt gott spjall nú í morgun við starfsmann skattsins og sé sáttur. En þetta sé hins vegar spurning um tímasetningu. Beint ofan í Covid-ið. Hvort þetta væri virkilega nauðsynlegt nú loksins þegar starfsemin er að rúlla af stað; að mæta á háannatíma og nánast vera með hálfgerðan dólg fyrir framan viðskiptavinina.


Tengdar fréttir

Allt annað líf að fá að standa ber­skjaldaður andspænis kúnnunum

Ætla má að veitinga­húsa- og bar­eig­endur landsins hafi margir hverjir séð til­efni til að gleðjast í dag yfir boðuðum til­slökunum á sótt­varna­reglum. Það er Björn Árna­son, eig­andi Skúla Craft Bar, að minnsta kosti en hann segir það muna öllu að fá að af­greiða fólk grímu­laus.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
4,85
10
186.889
HAGA
3,25
8
53.775
ICESEA
1,17
4
13.994
FESTI
0,99
1
20.400
ARION
0,92
12
280.261

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-0,44
5
154.353
BRIM
0
2
6.000
REGINN
0
1
10.500
KVIKA
0
8
80.126
SVN
0
7
81.558
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.