Mikið réttlætismál að MS sæti ábyrgð á brotum sínum Árni Sæberg skrifar 2. júní 2021 16:28 Ólafur M. Magnússon er stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku. Stöð 2 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun frávísunarkröfu MS í máli Mjólku gegn MS. Stofnandi Mjólku fagnar úrskurðinum. Málið á sér langa forsögu en Mjólka stefndi MS til greiðslu skaðabóta þann 30. júní 2020. Kröfu sína byggir Mjólka á meintum samkeppnislagabrotum MS í formi markaðsmisnotkunar á árunum 2008 til 2010. Ólafur M. Magnússon, stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku, segir markaðsmisnotkun MS hafa bitnað illa á fyrirtækinu og haft alvarlegar afleiðingar. Mjólka er nú í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en KS á 10% í MS. MS byggði frávísunarkröfu sína á þeim rökum að krafan væri fallin niður sökum fyrningar. Almenna reglan er sú að fyrning leiði frekar til sýknu en frávísunar. Hins vegar eru þess dæmi að málum sé vísað frá vegna fyrningar þar sem lögvarðir hagsmunir eru ekki lengur til staðar. Í úrskurði héraðsdóms segir að vafi leiki á hvenær fyrningarfrestur kröfunnar hófst að líða og því verði málið tekið til efnismeðferðar. MS þegar dæmd sekt vegna markaðsmisnotkunar Með dómi Hæstaréttar frá 4. mars 2021 var MS dæmt til að greiða 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna markaðsmisnotkunar. Í dómi Hæstaréttar segir að félagið hefði selt hrámjólk til tengdra aðila á mun lægra verði en ótengdum aðilum og sú mismunun hafi veitt hinum tengdu aðilum óeðlilegt forskot í samkeppni á markaði. MS ehf. var því talið hafa mismunað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og þannig veikt samkeppnisstöðu þeirra og með því brotið með alvarlegum hætti gegn samkeppnislögum. Mjólkursamsalan hefur verið dæmd til að greiða ríkissjóði 480 milljónir króna. Mjólka hafi rétt fram sáttarhönd Ólafur M. Magnússon, stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku, segir fyrirtækið hafa lýst sig reiðubúið til að ganga að sáttaborðinu til að forðast málarekstur. „Það er skammarleg framganga af hálfu MS að slá á útrétta sáttahönd. Það er okkur því fagnaðarefni að frávísunarkröfu MS sé hafnað og málið fái efnislega meðferð fyrir dómi.“ segir Ólafur um úrskurð héraðsdóms í morgun. Enn fremur segir hann: „Það er því mikið réttlætismál að MS verði látið sæta ábyrgð á brotum sínum, sem á sér áratuga sögu um ofríki gagnvart keppinautum sínum sem flestir hafa lotið í gras vegna þess.“ Aðalmeðferð í málinu fer fram föstudaginn 10. september næstkomandi kl. 09:15 í dómsal 201. Landbúnaður Dómsmál Tengdar fréttir Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19 Mjólka stefnir MS Stofnendur Mjólku hafa stefn Mjólkursamsölunni vegna „langvarandi og alvarlega samkeppnisbrota.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnanda og fyrrum eiganda Mjólku, Ólafi M. Magnússyni. 3. júlí 2020 12:27 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Málið á sér langa forsögu en Mjólka stefndi MS til greiðslu skaðabóta þann 30. júní 2020. Kröfu sína byggir Mjólka á meintum samkeppnislagabrotum MS í formi markaðsmisnotkunar á árunum 2008 til 2010. Ólafur M. Magnússon, stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku, segir markaðsmisnotkun MS hafa bitnað illa á fyrirtækinu og haft alvarlegar afleiðingar. Mjólka er nú í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en KS á 10% í MS. MS byggði frávísunarkröfu sína á þeim rökum að krafan væri fallin niður sökum fyrningar. Almenna reglan er sú að fyrning leiði frekar til sýknu en frávísunar. Hins vegar eru þess dæmi að málum sé vísað frá vegna fyrningar þar sem lögvarðir hagsmunir eru ekki lengur til staðar. Í úrskurði héraðsdóms segir að vafi leiki á hvenær fyrningarfrestur kröfunnar hófst að líða og því verði málið tekið til efnismeðferðar. MS þegar dæmd sekt vegna markaðsmisnotkunar Með dómi Hæstaréttar frá 4. mars 2021 var MS dæmt til að greiða 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna markaðsmisnotkunar. Í dómi Hæstaréttar segir að félagið hefði selt hrámjólk til tengdra aðila á mun lægra verði en ótengdum aðilum og sú mismunun hafi veitt hinum tengdu aðilum óeðlilegt forskot í samkeppni á markaði. MS ehf. var því talið hafa mismunað viðskiptaaðilum sínum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og þannig veikt samkeppnisstöðu þeirra og með því brotið með alvarlegum hætti gegn samkeppnislögum. Mjólkursamsalan hefur verið dæmd til að greiða ríkissjóði 480 milljónir króna. Mjólka hafi rétt fram sáttarhönd Ólafur M. Magnússon, stofnandi og fyrrum eigandi Mjólku, segir fyrirtækið hafa lýst sig reiðubúið til að ganga að sáttaborðinu til að forðast málarekstur. „Það er skammarleg framganga af hálfu MS að slá á útrétta sáttahönd. Það er okkur því fagnaðarefni að frávísunarkröfu MS sé hafnað og málið fái efnislega meðferð fyrir dómi.“ segir Ólafur um úrskurð héraðsdóms í morgun. Enn fremur segir hann: „Það er því mikið réttlætismál að MS verði látið sæta ábyrgð á brotum sínum, sem á sér áratuga sögu um ofríki gagnvart keppinautum sínum sem flestir hafa lotið í gras vegna þess.“ Aðalmeðferð í málinu fer fram föstudaginn 10. september næstkomandi kl. 09:15 í dómsal 201.
Landbúnaður Dómsmál Tengdar fréttir Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19 Mjólka stefnir MS Stofnendur Mjólku hafa stefn Mjólkursamsölunni vegna „langvarandi og alvarlega samkeppnisbrota.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnanda og fyrrum eiganda Mjólku, Ólafi M. Magnússyni. 3. júlí 2020 12:27 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Lokaniðurstaðan 480 milljóna króna sekt Mjólkursamsölunnar Hæstiréttur hefur gert Mjólkursamsölunni (MS) að greiða samtals 480 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. 4. mars 2021 16:19
Mjólka stefnir MS Stofnendur Mjólku hafa stefn Mjólkursamsölunni vegna „langvarandi og alvarlega samkeppnisbrota.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnanda og fyrrum eiganda Mjólku, Ólafi M. Magnússyni. 3. júlí 2020 12:27