Viðskipti innlent

Íbúfen og Panodil í verslanir á Flúðum og Fáskrúðsfirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sumarbústaðaeigendur á Flúðum geta komist í lausasölulyf í Krambúðinni.
Sumarbústaðaeigendur á Flúðum geta komist í lausasölulyf í Krambúðinni. Vísir/Vilhelm

Samkaup hefur hafið sölu á lausasölulyfjum í þremur verslunum félagsins. Verslanirnar sem um ræðir eru Krambúðin á Flúðum og Laugarvatni, og Kjörbúðin á Fáskrúðsfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum.

„Lausasölulyfin eru nýjasta viðbótin í vöruúrvali verslana á þessum svæðum og kærkomin viðbót fyrir íbúa, sumarbústaðaeigendur og ferðamenn enda engin apótek í þessum þéttbýliskjörnum,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, í tilkynningunni.

Lausasölulyfin sem boðið verður upp á eru meðal annars Panodil stílar, Panodil hot, Panodil freyðitöflur, íbúfen, Paratabs, Lórítin, míxtúra, Histasín og Nicotinell. Sala á lyfjunum er háð undanþágu frá kröfu um lyfsöluleyfi til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun.

„Sala á lausasölulyfjum í þessum þremur verslunum er fyrsta skrefið í að veita viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu. Það er í skoðun hjá okkur að opna fyrir sölu á lausasölulyfjum í öðrum verslunum enda teljum við það samfélagslega skyldu okkar að bjóða viðskiptavinum upp á sem fjölbreyttasta vöruúrvalið ekki síst á þeim stöðum þar sem önnur þjónusta er af skornum skammti,“ segir Gunnar Egill.

Samkaup reka yfir 60 verslanir um land allt undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar, Iceland og Samkaupa.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,91
21
299.001
SKEL
2,42
10
16.966
HAGA
1,63
35
359.242
EIK
0,93
15
350.514

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-3,48
60
559.397
ICESEA
-2,92
13
53.318
SIMINN
-2,73
20
361.506
VIS
-2,25
28
427.197
ARION
-2,15
87
1.048.495
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.