Fleiri fréttir

Gylfi Þór fjárfestir í glænýjum bát

Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður hefur ásamt fjölskyldu sinni fjárfest í glænýjum bát, Huldu GK 17, sem smíðuð var í Hafnarfirði í bátasmiðjunni Trefjum. Báturinn er allur hinn glæsilegasti, um 29,5 brúttótonn, tæpir tólf metrar á lengd og er breiðasti bátur í öllu krókaaflamarkskerfinu.

Perla kveður Landsbankann

Perla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Áhættustýringar Landsbankans, hefur sagt starfi sínu hjá bankanum lausu og hefur látið af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar.

FlyOver Iceland, bensínstöðvarnar og KFC vinsæl meðal ferðagjafahafa

FlyOver Iceland var það fyrirtæki sem hagnaðist mest á ferðagjöfinni svokölluðu en KFC reyndist vinsælasti matsölustaðurinn meðal ferðagjafareigenda. Frestur til að nýta ferðagjöf ársins 2020 rennur út á morgun en þá fá landsmenn nýja ferðagjöf sem gildir út ágúst.

Tekur við stöðu mann­auðs­stjóra Heilsu­verndar

Elín Hjálmsdóttir hefur tekið við starfi mannauðsstjóra hjá Heilsuvernd. Hún mun starfa þvert á öll félög Heilsuverndar, leiða þar mannauðsmál og vinna að frekari uppbyggingu og þróun bæði í innri og ytri starfsemi.

Um tvær milljónir farþega og tuttugu flugfélög

Isavia reiknar með að tvær milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár sem er minna en vonast var eftir. Um tuttugu flugfélög hafa boðað komu sína í sumar og er búist við að fjöldi brottfara á viku rúmlega tvöfaldist milli ára.

Ekki hægt að setja verðmiða á umfjöllun 60 mínútna

Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldgosið í Geldingadölum hefur reynst Íslendingum ómetanleg, að mati Íslandsstofu. Bjart sé yfir ferðaþjónustunni á næstu misserum en mikilvægt að halda rétt á spilunum.

Andrea nýr formaður UAK

Andrea Gunnarsdóttir var kjörin formaður Ungra athafnakvenna (UAK) á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Þar var sömuleiðis ný stjórn kjörin.

Grænt ljós komið á norska yfirtöku Nóa Síríus

Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til íhlutunar vegna kaupa Orkla ASA á 80% eignarhlut í sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi hf. Greint var frá því í byrjun mánaðar að norski matvælarisinn hafi komist að samkomulagi um kaup á öllu hlutafé félagsins en fyrir átti Orkla 20% hlut í sælgætisframleiðandanum.

Ákvað að gera breytingar á lífi sínu þegar tveir vinir kvöddu skyndilega

Þegar tveir fjölskylduvinir kvöddu skyndilega með stuttu millibili var Snæfríður Ingadóttir staðráðin í því að gera breytingar á lífi sínu. Í upphafi ársins 2013 hafði hún sagt starfi sínu lausu sem fréttamaður á RÚV og vildi huga að bókaskrifum og stofnun nýsköpunarfyrirtækis.

Fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis í 22 ár

Tímamót urðu í Kauphöllinni í morgun þegar viðskipti hófust með bréf í Síldarvinnslunni. Þetta er fyrsta skráning sjávarútvegsfyrirtækis á markaðítuttugu og tvö ár og fyrsta skráning í Kauphöllinni fráárinu 2019.

Breki tekur við samskiptasviði OR

Breki Logason hefur tekið við sem forstöðumaður Samskipta- og samfélagssviðs Orkuveitu Reykjavíkur. Hlutverk þess er að sjá um samskipta- og markaðsmál OR og dótturfyrirtækjanna Veitum, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarans og Carbfix.

Verðbólga lækkar milli mánaða

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,0%.

Fjögur ráðin til Pipar\TBWA

Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur ráðið þau Sölku Þorsteinsdóttur, Kristján Gauta Karlsson, Önnu Bergmann og Margréti Ósk Hildi Hallgrímsdóttur til starfa.

Mann­líf kaupir 28 þúsund fylgj­endur Kvenna­blaðsins

Mannlíf hefur keypt Facebook-síðu Kvennablaðsins og hyggst nýta hana til að deila efni sínu á samfélagsmiðlinum. Þetta staðfestir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, í samtali við Vísi en vefmiðilinn lagði upp laupanna á seinasta ári.

Bein út­sending: Við­skipta­þing 2021

Viðskiptaþing 2021 fer fram í dag og verður vefútsending öllum opin milli klukkan níu og tíu. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er: Hugsum stærra - Ísland í alþjóðasamkeppni.

Meirihlutinn fellir grímuna en sprittstandarnir eru komnir til að vera

Framkvæmdastjóri Kringlunnar segist áætla að um fjórðungur viðskiptavina kjósi enn að bera grímu þrátt fyrir að grímuskylda í verslunum hafi verið afnumin. Markaðsstjóri Smáralindar segir það hafa komið á óvart hvað fólk var fljótt að fella grímuna.

Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með

Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur.

Bein út­sending: Setning Ný­sköpunar­vikunnar 2021

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur Nýsköpunarviku í dag klukkan 16 í Grósku í Vatnsmýri. Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 26. maí til 2. júní þar sem fyrirtæki og frumkvöðlar standa fyrir nýsköpunartengdum viðburðum þvert á allar atvinnugreinar.

Kaupa helmings­hlut í Lemon

Hagar hf. og eigendur Djús ehf. hafa náð samkomulagi um kaup Haga á helmingshlut í Djús ehf., sem á og rekur veitingastaði undir merkjum Lemon.

„Hver klukkustund gefur betur í kassann“

Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn.

Kaupa Malbik og völtun

Malbikstöðin og Fagverk hafa keypt Malbik og völtun ehf. sem hefur verið starfrækt í fjörutíu ár.

Uppsagnir hjá Arion banka

Tæplega 20 starfsmönnum Arion banka var sagt upp í dag vegna hagræðingar og þjónustubreytinga á höfuðborgarsvæðinu.

„Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“

Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið.

Stjórn ÍFF stígur fram að kröfu Play

„Ég skal vera fyrstur til að viður­kenna það að þetta er afar ó­heppi­legt,“ sagði Birgir Jóns­son, for­stjóri Play í sam­tali við Vísi í dag um það að Ís­lenska flug­stétta­fé­lagið (ÍFF) hafi ekki viljað gefa upp hverjir skrifuðu undir kjara­samninga við Play fyrir fé­lagið. 

Frið­rik kjörinn nýr for­maður BHM

Friðrik Jónsson hefur verið kjörinn nýr formaður Bandalags háskólamanna til tveggja ára í rafrænni kosningu sem lauk á hádegi í dag.

Þrjár nýjar Boeing Max bætast í flota Icelandair

Þrjá nýjar Boeing 737 Max þotur bætast í flota Icelandair í þessari viku. Tvær þeirra komu til Keflavíkurflugvallar í nótt frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle og sú þriðja er áætluð til landsins á næstu dögum.

Boða rúmlega hundrað manns á námskeið

Á annað hundrað manns, flestir flugfreyjur, hafa verið ráðnir til starfa hjá flugfélaginu Play. Starfsmannanámskeið hefjast á næstu dögum. Forstjóri Play segir engar athugasemdir hafa verið gerðar við kjarasamninga félagsins af hálfu starfsmanna.

Áhugasamir kaupendur grænnar orku knýja dyra hjá Landsvirkjun

Landsvirkjun finnur fyrir stórauknum áhuga á raforkukaupum, meðal annars frá fjárfestum sem hyggja á græna eldsneytisframleiðslu. Forstjórinn segir þó enga ákvörðun liggja fyrir um smíði nýrra virkjana til að mæta eftirspurninni en lýsir vonbrigðum með leyfisferli vegna vindorku.

Íslenska flugstéttarfélagið hafnar „dylgjum og rangfærslum“ ASÍ

Íslenska flugstéttafélagið eða ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess, flugfélagsins Play. Þá harmar félagið og hafnar „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi á fjölmiðla nú fyrir skömmu.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.