Viðskipti innlent

„Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótel-og gistiþjónustu segir bráðvanta fólk í ferðaþjónustugeirann.
Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótel-og gistiþjónustu segir bráðvanta fólk í ferðaþjónustugeirann. Vísir

Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið.

„Það heitir Geldingadalur og eldfjallið þar heldur áfram að gjósa og við líka eftir að hafa séð það og farið eins nálægt og við þorðum.  Þetta sagði Bill Whitaker fréttamaður í 13 mínútna umfjöllun um eldgosið á Reykjanesi í þættinum  60 Minutes  en þátturinn var sýndur síðasta sunnudagskvöld í Bandaríkjunum og verður síðar á Stöð 2.

Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir þetta gríðarlega landkynningu.

„Ferðaþjónustan er að taka við sér hraðar en en við höfðum þorað að vona . Svona þættir  eins og 60 Minutes  og Good Morning America hafa báðir verið með glæsilega umfjöllun um eldgosið og  þetta vekur svo gríðarlega athygli á okkur,“ segir Kristófer.

Hann segir bráðvanta fólk til starfa í ferðaþjónustunni. Til að mynda vanti CenterHotels um 200 starfsmenn á næstu vikum og mánuðum en Kristófer er eigandi hótelsins. 

„Það bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu og Það er ekki hlaupið að því að fá það núna. Því miður eru margir farnir úr landi eða vinna annars staðar og svo er þetta ekki besti tíminn til að ráða inn fólk. Við höfum að sjálfsögðu alltaf fyrst samband við Vinnumálastofnun en þrátt fyrir að starfsfólk þar sé að gera sitt allra besta væri gott að ferlið gengi aðeins hraðar fyrir sig,“ segir Kristófer. 

Hann segir að það þurfi að ráða gríðarmarga fyrir haustið.

„Ef við reiknum með að nálgast svipaða stöðu og við vorum í næsta haust þá þurfum við að ráða inn þúsundir í geirann,“ segir Kristófer að lokum. 


Tengdar fréttir

Dol­fallinn yfir gosinu í 60 Minu­tes

Fréttamaðurinn Bill Whitaker fjallar um eldgosið í Geldingadölum í nýju innslagi í 60 Minutes eftir að hafa gert sér sérstaka ferð til landsins til að kynna sér eldsumbrotin. Kunnugleg andlit eru í innslaginu, til að mynda okkar helstu jarð- og eldfjallafræðingar.

Methelgi í komu ferðamanna og hraðpróf til skoðunar

Búist er við methelgi í komu farþegaflugvéla um helgina og gætu ferðamenn þurft að bíða klukkustundunum saman á meðan landamæraverðir fara yfir vottorð þeirra allra. Heilbrigðisráðherra segir svokölluð hraðpróf vera til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×