Viðskipti innlent

Fjögur ráðin til Pipar\TBWA

Atli Ísleifsson skrifar
Salka Þorsteinsdóttir, Kristján Gauti Karlsson og Anna Bergmann. Sitjandi fyrir framan er Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir.
Salka Þorsteinsdóttir, Kristján Gauti Karlsson og Anna Bergmann. Sitjandi fyrir framan er Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir. Pipar/TBWA

Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur ráðið þau Sölku Þorsteinsdóttur, Kristján Gauta Karlsson, Önnu Bergmann og Margréti Ósk Hildi Hallgrímsdóttur til starfa.

Í tilkynningu kemur fram að þau hafi öll hafið störf hjá stofunni.

„Salka Þorsteinsdóttir er grafískur hönnuður, FÍT. Salka er með B.A í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Hún starfaði áður sem grafískur hönnuður á Íslensku auglýsingastofunni árin 2016-2020.

Kristján Gauti Karlsson er texta- og hugmyndasmiður. Kristján er með B.A. í íslensku frá Háskóla Íslands og starfaði áður sem blaðamaður á Skessuhorni árin 2015-2021.

Anna Bergmann er samfélagsmiðlafulltrúi í efnisframleiðslu. Anna er með B.A. í Fashion Business, Communication and Media frá Istituto Marangoni í Mílanó. Hún hefur bloggað á Trendnet undanfarin 2 ár og starfaði sem markaðsfulltrúi hjá ChitoCare árið 2020.

Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir er grafískur hönnuður, FÍT. Margrét er með B.A. í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Hún var áður sjálfstætt starfandi,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×