Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Atli Ísleifsson skrifar 27. maí 2021 08:26 Íslandsbanki er að fullu í eigu íslenska ríkisins en Bankasýsla ríkisins fer með eignarhlut ríkisins í bankanum. Vísir/Vilhelm Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Þetta kemur fram á vef Íslandsbanka, en fyrirhugað útboð mun ná til þegar útgefinna hluta í Íslandsbanka. Útboðið og tímasetning þess er meðal annars háð markaðsaðstæðum, en að öllu óbreyttu gæti útboðið farið fram á öðrum ársfjórðungi 2021. Íslandsbanki er að fullu í eigu íslenska ríkisins en Bankasýsla ríkisins fer með eignarhlut ríkisins í bankanum. Bankasýslan lagði fram tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra í desember 2020 um að hefja sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Eftir meðferð í þinginu tók Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra ákvörðun í lok janúar um að hefja sölumeðferð og var Bankasýslunni falið að annast sölumeðferðina. Um útboðið segir: Af hálfu Bankasýslu ríkisins, fyrir hönd ríkissjóðs (hér eftir „seljandi“), verða boðin til sölu þegar útgefin hlutabréf í Íslandsbanka. Útboðið fer fram annars vegar með almennu útboði á hlutabréfum til fagfjárfesta og almennra fjárfesta á Íslandi og lokuðu útboði til tiltekinna fagfjárfesta í ýmsum öðrum lögsögum. Stjórn bankans mun óska eftir því að allt hlutafé bankans verði tekið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði Nasdaq Iceland. Útboðið mun ná til að lágmarki 25% af útgefnu og útistandandi hlutafé bankans. Seljandi skuldbindur sig til að selja ekki frekari hlut í bankanum í 180 daga eftir fyrsta viðskiptadag hlutabréfanna á Nasdaq Iceland, með fyrirvara um ákveðnar undantekningar, sem eru í samræmi við viðteknar venjur á markaði. Citigroup Global Markets Europe AG, Íslandsbanki hf. og J.P. Morgan AG hafa sameiginlega umsjón með útboðinu og eru leiðandi söluráðgjafar ásamt Barclays Bank Ireland PLC, HSBC Continental Europe, Fossum mörkuðum hf. og Landsbankanum hf. Arion banki hf. og Kvika banki hf. ásamt Arctica Finance hf., Íslenskum fjárfestum hf. og Íslenskum verðbréfum hf. munu einnig hafa aðkomu að útboðinu sem söluráðgjafar. Útboðið er háð samþykki eftirlitsaðila og stjórnvalda. Færust nær heilbrigðara umhverfi á fjármálamarkaði Haft er eftir Bjarna að skráning Íslandsbanka á markað sé mikilvægt skref í þá átt að draga úr umtalsverðu eignarhaldi íslenska ríkisins á fjármálamarkaði og muni veita ríkinu skýrt fordæmi í þá átt að selja það sem eftir stendur af eignarhlut í bankanum. „Með þessum áfanga færumst við nær heilbrigðara umhverfi á fjármálamarkaði, eins og sjá má hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum. Það er ánægjulegt að sjá að sölumeðferðin, sem stýrt er af Bankasýslu ríkisins og ráðgjöfum hennar, gengur vel og hlakka ég til að ljúka henni með góðum árangri.“ Tímamót Hallgrímur Snorrason, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir þetta vera tímamót í sögu Íslandsbanka þegar lagður verður grunnur að dreifðu og almennu eignarhaldi bankans, líkt og verið hefur lengst af í sögu hans. „Frá því að bankinn var endurreistur árið 2008 hefur hann starfað með þeim hætti sem skráð fyrirtæki gera. Innviðir bankans eru því vel þróaðir og uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til skráðra fyrirtækja. Við erum ánægð að bjóða fjárfestum að taka þátt í áframhaldandi vegferð bankans og teljum að skráning á markað sé staðfesting á styrk hans og um leið íslenska bankakerfisins og íslenska hagkerfisins í heild sinni.“ Hagfelld og æskileg skilyrði fyrir hendi Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir að til samræmis við ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra og umsagnir efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar Alþingis, sé hann ánægður að sjá að áætlanir um almennt útboð Íslandsbanka séu að verða að veruleika. „Ráðherra fól Bankasýslu ríkisins ábyrgð og umsjón með söluferlinu og að tryggja ákveðna skilmála útboðs- og úthlutunarreglna. Í eigandastefnu ríkisins kemur fram að markmiðið sé að selja eignarhlut í Íslandsbanka þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru til staðar og það er mat okkar að þau séu nú fyrir hendi.“ Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Efnahagsmál Markaðir Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Íslandsbanka, en fyrirhugað útboð mun ná til þegar útgefinna hluta í Íslandsbanka. Útboðið og tímasetning þess er meðal annars háð markaðsaðstæðum, en að öllu óbreyttu gæti útboðið farið fram á öðrum ársfjórðungi 2021. Íslandsbanki er að fullu í eigu íslenska ríkisins en Bankasýsla ríkisins fer með eignarhlut ríkisins í bankanum. Bankasýslan lagði fram tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra í desember 2020 um að hefja sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka. Eftir meðferð í þinginu tók Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra ákvörðun í lok janúar um að hefja sölumeðferð og var Bankasýslunni falið að annast sölumeðferðina. Um útboðið segir: Af hálfu Bankasýslu ríkisins, fyrir hönd ríkissjóðs (hér eftir „seljandi“), verða boðin til sölu þegar útgefin hlutabréf í Íslandsbanka. Útboðið fer fram annars vegar með almennu útboði á hlutabréfum til fagfjárfesta og almennra fjárfesta á Íslandi og lokuðu útboði til tiltekinna fagfjárfesta í ýmsum öðrum lögsögum. Stjórn bankans mun óska eftir því að allt hlutafé bankans verði tekið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði Nasdaq Iceland. Útboðið mun ná til að lágmarki 25% af útgefnu og útistandandi hlutafé bankans. Seljandi skuldbindur sig til að selja ekki frekari hlut í bankanum í 180 daga eftir fyrsta viðskiptadag hlutabréfanna á Nasdaq Iceland, með fyrirvara um ákveðnar undantekningar, sem eru í samræmi við viðteknar venjur á markaði. Citigroup Global Markets Europe AG, Íslandsbanki hf. og J.P. Morgan AG hafa sameiginlega umsjón með útboðinu og eru leiðandi söluráðgjafar ásamt Barclays Bank Ireland PLC, HSBC Continental Europe, Fossum mörkuðum hf. og Landsbankanum hf. Arion banki hf. og Kvika banki hf. ásamt Arctica Finance hf., Íslenskum fjárfestum hf. og Íslenskum verðbréfum hf. munu einnig hafa aðkomu að útboðinu sem söluráðgjafar. Útboðið er háð samþykki eftirlitsaðila og stjórnvalda. Færust nær heilbrigðara umhverfi á fjármálamarkaði Haft er eftir Bjarna að skráning Íslandsbanka á markað sé mikilvægt skref í þá átt að draga úr umtalsverðu eignarhaldi íslenska ríkisins á fjármálamarkaði og muni veita ríkinu skýrt fordæmi í þá átt að selja það sem eftir stendur af eignarhlut í bankanum. „Með þessum áfanga færumst við nær heilbrigðara umhverfi á fjármálamarkaði, eins og sjá má hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum. Það er ánægjulegt að sjá að sölumeðferðin, sem stýrt er af Bankasýslu ríkisins og ráðgjöfum hennar, gengur vel og hlakka ég til að ljúka henni með góðum árangri.“ Tímamót Hallgrímur Snorrason, stjórnarformaður Íslandsbanka, segir þetta vera tímamót í sögu Íslandsbanka þegar lagður verður grunnur að dreifðu og almennu eignarhaldi bankans, líkt og verið hefur lengst af í sögu hans. „Frá því að bankinn var endurreistur árið 2008 hefur hann starfað með þeim hætti sem skráð fyrirtæki gera. Innviðir bankans eru því vel þróaðir og uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til skráðra fyrirtækja. Við erum ánægð að bjóða fjárfestum að taka þátt í áframhaldandi vegferð bankans og teljum að skráning á markað sé staðfesting á styrk hans og um leið íslenska bankakerfisins og íslenska hagkerfisins í heild sinni.“ Hagfelld og æskileg skilyrði fyrir hendi Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, segir að til samræmis við ákvörðun fjármála- og efnahagsráðherra og umsagnir efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar Alþingis, sé hann ánægður að sjá að áætlanir um almennt útboð Íslandsbanka séu að verða að veruleika. „Ráðherra fól Bankasýslu ríkisins ábyrgð og umsjón með söluferlinu og að tryggja ákveðna skilmála útboðs- og úthlutunarreglna. Í eigandastefnu ríkisins kemur fram að markmiðið sé að selja eignarhlut í Íslandsbanka þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru til staðar og það er mat okkar að þau séu nú fyrir hendi.“
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Efnahagsmál Markaðir Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira