Fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs hafi verið gallað frá upphafi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2021 19:15 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fjármálaráðherra segir uppgreiðslugjöld Íbúðalánasjóðs gallað fyrirkomulag sem kostað hafi ríkissjóð tvö hundruð milljarða milljarða króna. Hann fagnar því hins vegar að búið sé að skera úr um lögmæti gjaldanna. Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóði hafi verið heimilt að innheimta svokölluð uppgreiðslugjöld, og sneri þannig við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Milljarðar voru í húfi fyrir um fjórtán þúsund lántakendur. Hæstiréttur ómerkti hins vegar á sama tíma svipað mál og vísaði því til meðferðar í héraði á ný. Málin fóru fyrir Hæstarétt að kröfu íslenskra stjórnvalda, sem töldu mikilvægt að fá endanlega niðurstöðu í þau hið fyrsta. „Við erum mjög ánægð með það að málið hafi verið tekið fyrir af Hæstarétti án þess að þurfa millilendingu í Landsrétti. Það tryggði að í þessu stóra álitamáli er fengin niðurstaða, að minnsta kosti í öðru málinu, hitt er sent aftur heim í hérað. Það er mikilvægt að fá úr þessu skorið. Það er það sem ég lagði áherslu á allan tímann að fá niðurstöðu í þetta mál,” segir Bjarni Benediktsson. Uppgreiðslugjöldin hafa gert fólki erfitt fyrir að komast út á hinn almenna markað, þar sem vextir hafa verið í sögulegu lágmarki. „Þetta fyrirkomulag var í upphafi gallað. Og það lýsir sér meðal annars í því að ríkissjóður situr uppi með 200 milljarða gat á gamla íbúðalánasjóði, 200 milljarða gat. Þessi uppgreiðslugjöld áttu að koma til móts við það að fólk væri að fá lægri vexti, síðan breytist allt vaxtaumhverfið og allar forsendur. Og sumir losnuðu út án uppgreiðslugjalds á meðan aðrir eru fastir í því fyrirkomulagi,” segir Bjarni. Nú sé loks komin niðurstaða, þó svipað mál fari aftur fyrir héraðsdóm á næstu vikum eða mánuðum. „Ég held að þetta hafi ekki verið nægilega úthugsað fyrirkomulag frá upphafi en nú er niðurstaða fengin í þetta lagalega álitamál.” Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. 11. desember 2020 19:01 Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóði hafi verið heimilt að innheimta svokölluð uppgreiðslugjöld, og sneri þannig við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Milljarðar voru í húfi fyrir um fjórtán þúsund lántakendur. Hæstiréttur ómerkti hins vegar á sama tíma svipað mál og vísaði því til meðferðar í héraði á ný. Málin fóru fyrir Hæstarétt að kröfu íslenskra stjórnvalda, sem töldu mikilvægt að fá endanlega niðurstöðu í þau hið fyrsta. „Við erum mjög ánægð með það að málið hafi verið tekið fyrir af Hæstarétti án þess að þurfa millilendingu í Landsrétti. Það tryggði að í þessu stóra álitamáli er fengin niðurstaða, að minnsta kosti í öðru málinu, hitt er sent aftur heim í hérað. Það er mikilvægt að fá úr þessu skorið. Það er það sem ég lagði áherslu á allan tímann að fá niðurstöðu í þetta mál,” segir Bjarni Benediktsson. Uppgreiðslugjöldin hafa gert fólki erfitt fyrir að komast út á hinn almenna markað, þar sem vextir hafa verið í sögulegu lágmarki. „Þetta fyrirkomulag var í upphafi gallað. Og það lýsir sér meðal annars í því að ríkissjóður situr uppi með 200 milljarða gat á gamla íbúðalánasjóði, 200 milljarða gat. Þessi uppgreiðslugjöld áttu að koma til móts við það að fólk væri að fá lægri vexti, síðan breytist allt vaxtaumhverfið og allar forsendur. Og sumir losnuðu út án uppgreiðslugjalds á meðan aðrir eru fastir í því fyrirkomulagi,” segir Bjarni. Nú sé loks komin niðurstaða, þó svipað mál fari aftur fyrir héraðsdóm á næstu vikum eða mánuðum. „Ég held að þetta hafi ekki verið nægilega úthugsað fyrirkomulag frá upphafi en nú er niðurstaða fengin í þetta lagalega álitamál.”
Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. 11. desember 2020 19:01 Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38
Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. 11. desember 2020 19:01
Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15