Fleiri fréttir

Erla Björg nýr fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar

Erla Björg Gunnarsdóttir er nýr fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Hún tekur við af Hrund Þórsdóttur sem lét af störfum í gær. Erla hefur unnið á fréttastofunni frá 2013 og var starfandi fréttastjóri á tímabili.

Orkuskipti: Hvað þarf til?

Opinn ársfundur Samorku verður haldinn í dag. Fundurinn hefst klukkan níu og er í beinni útsendingu hér á Vísi.

Stutt sumar hjá Icelandair

Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst.

Telja lán með breytilegum vöxtum ólögleg

Neytendasamtökin hafa krafið stóru bankana þrjá um að þeir breyti skilmálum lána með breytilegum vöxtum. Samkvæmt lögfræðiáliti sem samtökin öfluðu standast skilmálar og framkvæmd slíkra lána ekki lög.

Marel kaupir þýskt fyrir­tæki

Marel hefur tilkynnt um kaup á þýska félaginu TREIF Maschinenbau GmbH sem sérhæfir sig í skurðtæknilausnum í matvælaiðnaði.

Innáskiptingar hjá Síldarvinnslunni

Síldarvinnslan hefur ráðið rekstrarstjóra útgerðar, uppsjávarfrystingar og fiskimjölsverksmiðju auk þess sem nýir menn eru í brúnni í viðhaldsmálum í fiskiðjuverinu og við stjórnun verksmiðjunnar á Seyðisfirði.

Guð­mundur nýr stjórnar­for­maður CRI

Guðmundur Þóroddsson er nýr stjórnarformaður íslenska tæknifyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI) en aðalfundur félagsins fór fram undir lok nýliðins ágústmánaðar.

Kveikur seldur til Danmerkur fyrir tugi milljóna króna

Verðlaunahesturinn Kveikur frá Stangarlæk 1 hefur verið seldur til Danmerkur fyrir metfé. Eigendurnir segjast munu sakna hans en ákvörðunin hafi verið tekin eftir að Landsmótinu á Hellu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Segir erfitt að keppa við niður­greiddan sam­göngu­máta

Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur.

Vegan-smjör innkallað vegna myglu

Matvælastofnun hefur sent út tilkynningu þar sem varað er við neyslu á tveimur lotum af vegan smjöri frá Naturli vegna hættu á mygluvexti.

Ekki hægt að líta á sölutrygginguna sem aðstoð ríkisins við Icelandair

Ekki er hægt að líta á sölutryggingu tveggja ríkisbanka á hlutafjárútboði Icelandair sem auka aðstoð ríkisins við flugfélagið að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það kunni að vera að sölutrygging á sex milljörðum króna sé fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana sem eigi mikið undir að rekstur Icelandair verði tryggður.

Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair

Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins.

23 fjölmiðlar skipta 400 milljónum á milli sín

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur samþykkt tillögur fjölmiðlanefndar um sérstakan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónaveiru. 23 fjölmiðlar uppfylltu skilyrði og skipta með sér milljónunum 400.

Vilja að þingmenn upplýsi um vildarpunktastöðu sína

Samtök skattgreiðenda óska eftir því að hver einasti þingmaður gefi upp möguleg hagsmunatengsl sín við Icelandair, áður en gengið verður til atkvæða um samþykkja eigi að veita Icelandair Group ríkisábyrgð á 16,5 milljarða lánalínu til félagsins.

5G í loftið hjá Voda­fone

Vodafone hóf í dag uppbyggingu á 5G-kerfi á Íslandi en fyrsti sendir fyrirtækisins er staðsettur við höfuðstöðvar þess á Suðurlandsbraut.

Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair

Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair.

Sjá næstu 50 fréttir