Blússandi góðæri hjá íslenskum kaupmönnum Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2020 09:00 Ekki er að sjá nein kreppumerki í búðum, þar er rífandi gangur og Íslendingar versla nánast eins og enginn sé morgundagurinn. „Já, það heyrist bara í þeim sem kvarta,“ segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Verslun gengur sem aldrei fyrr. Innanlandskortavelta í júlí var jafn mikil og í desember síðastliðnum. Sem er jafnan söluhæsti mánuðurinn í verslun. Andrés segir að þetta megi sjá í niðurstöðum Rannsóknarseturs verslunarinnar sem mælir sérstaklega kortaveltu frá mánuði til mánaðar og bera saman milli ára og ólíkra tímabila. Með öðrum orðum, verslun á Íslandi blómstrar sem aldrei fyrr. Brjálað að gera í búðum Blaðamaður Vísis gerði sér ferð í bæði Costco og Kringluna í gær og var þar múgur og margmenni, um miðjan virkan dag. Biðröð var í Costco og öll bílastæði full, bæði þar og í verslunarmiðstöðinni. Enginn er búmaður nema barmi sér en ekki gefur heyrst mikið í kaupmönnum landsins í því fári sem nú ríkir vegna Covid-19 og erfiðleikum ríkissjóðs og ýmissa atvinnugreina vegna ástandsins. En búðir og verslanir virðast margar hverjar fullar af viðskiptavinum. Andres Magnússon hjá Samtökum verslunar og þjónustu dregur ekki fjöður yfir það að allar aðstæður eru afar hagstæðar íslenskri verslun.Vísir/Baldur Hrafnkell Andrés segir að á þessu séu skýringar. „Við erum sem ferðamenn að eyða 150 til 200 milljörðum, eftir því hvernig er reiknað, í útlöndum. Sú eyðsla fer ekki fram í útlöndum nú af augljósum ástæðum.“ Allar aðstæður hagstæðar verslun Andrés segir kaupmátt háan og hafi sennilega aldrei verið eins hár á Íslandi og í dag. „Þó þessi vetur verði að öllu óbreyttu erfiður er staðan hjá fólki sem hefur örugga afkomu í því umhverfi sem við búum við; lágir vextir, lá verðbólga og hár kaupmáttur, umgjörðin sem verslunin þarf að hafa til að vel gangi,“ segir Andrés. Og sú umgjörð er til staðar. Þetta er stóra myndin. „Við höfum sagt blákalt frá því að Ísland opnaði aftur, slakað á þessum miklu hömlum sem voru um miðjan mars, strax eftir páska, að það hefur verið ágætis gangur í viðskiptum sem að okkur snúa.“ Hálfgerð Þorláksmessustemmning var í Costco í gær, um miðjan virkan dag var þar röð inn í búðina sem náði út á gangstétt. Enda er það svo að kortaveltan í júlí er á pari við þá sem var í desember í fyrra. Verslun gengur vel, sem aldrei fyrr en þó með þeirri undantekningu að þeir sem reka verslun sem höfðar einkum til erlendra ferðamanna gengur miður af augljósum ástæðum. Eins dauði annars brauð Er á meðan er? „Já,“ segir Andrés sem vill þó halda því til haga að það sé sannarlega kreppa og stór hópur fólks eigi í miklum erfiðleikum. Hann vill ekki draga neina fjöður yfir það. „En það er fjarri lagi að allt sé að fara til andskotans á Íslandi. Þetta færir okkur heim sanninn um það að allt umhverfið í kringum okkur er afar hagfellt. Fyrir launamanninn og verslunina þar með. Það er samasemmerki milli þess hvernig kaupmátturinn er í landinu og hvernig versluninni í landinu vegnar.“ Spurður segist Andrés aldrei vilja orða það svo að kórónuveirufaraldurinn sé happdrættisvinningur fyrir íslenska verslun. „En það er til málsháttur sem er eitthvað á þá leið að eins dauði sé annars brauð,“ segir Andrés. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
„Já, það heyrist bara í þeim sem kvarta,“ segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Verslun gengur sem aldrei fyrr. Innanlandskortavelta í júlí var jafn mikil og í desember síðastliðnum. Sem er jafnan söluhæsti mánuðurinn í verslun. Andrés segir að þetta megi sjá í niðurstöðum Rannsóknarseturs verslunarinnar sem mælir sérstaklega kortaveltu frá mánuði til mánaðar og bera saman milli ára og ólíkra tímabila. Með öðrum orðum, verslun á Íslandi blómstrar sem aldrei fyrr. Brjálað að gera í búðum Blaðamaður Vísis gerði sér ferð í bæði Costco og Kringluna í gær og var þar múgur og margmenni, um miðjan virkan dag. Biðröð var í Costco og öll bílastæði full, bæði þar og í verslunarmiðstöðinni. Enginn er búmaður nema barmi sér en ekki gefur heyrst mikið í kaupmönnum landsins í því fári sem nú ríkir vegna Covid-19 og erfiðleikum ríkissjóðs og ýmissa atvinnugreina vegna ástandsins. En búðir og verslanir virðast margar hverjar fullar af viðskiptavinum. Andres Magnússon hjá Samtökum verslunar og þjónustu dregur ekki fjöður yfir það að allar aðstæður eru afar hagstæðar íslenskri verslun.Vísir/Baldur Hrafnkell Andrés segir að á þessu séu skýringar. „Við erum sem ferðamenn að eyða 150 til 200 milljörðum, eftir því hvernig er reiknað, í útlöndum. Sú eyðsla fer ekki fram í útlöndum nú af augljósum ástæðum.“ Allar aðstæður hagstæðar verslun Andrés segir kaupmátt háan og hafi sennilega aldrei verið eins hár á Íslandi og í dag. „Þó þessi vetur verði að öllu óbreyttu erfiður er staðan hjá fólki sem hefur örugga afkomu í því umhverfi sem við búum við; lágir vextir, lá verðbólga og hár kaupmáttur, umgjörðin sem verslunin þarf að hafa til að vel gangi,“ segir Andrés. Og sú umgjörð er til staðar. Þetta er stóra myndin. „Við höfum sagt blákalt frá því að Ísland opnaði aftur, slakað á þessum miklu hömlum sem voru um miðjan mars, strax eftir páska, að það hefur verið ágætis gangur í viðskiptum sem að okkur snúa.“ Hálfgerð Þorláksmessustemmning var í Costco í gær, um miðjan virkan dag var þar röð inn í búðina sem náði út á gangstétt. Enda er það svo að kortaveltan í júlí er á pari við þá sem var í desember í fyrra. Verslun gengur vel, sem aldrei fyrr en þó með þeirri undantekningu að þeir sem reka verslun sem höfðar einkum til erlendra ferðamanna gengur miður af augljósum ástæðum. Eins dauði annars brauð Er á meðan er? „Já,“ segir Andrés sem vill þó halda því til haga að það sé sannarlega kreppa og stór hópur fólks eigi í miklum erfiðleikum. Hann vill ekki draga neina fjöður yfir það. „En það er fjarri lagi að allt sé að fara til andskotans á Íslandi. Þetta færir okkur heim sanninn um það að allt umhverfið í kringum okkur er afar hagfellt. Fyrir launamanninn og verslunina þar með. Það er samasemmerki milli þess hvernig kaupmátturinn er í landinu og hvernig versluninni í landinu vegnar.“ Spurður segist Andrés aldrei vilja orða það svo að kórónuveirufaraldurinn sé happdrættisvinningur fyrir íslenska verslun. „En það er til málsháttur sem er eitthvað á þá leið að eins dauði sé annars brauð,“ segir Andrés.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira