Viðskipti innlent

Átta þúsund dósir seljast á hverjum degi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Víða hafa risið verslanir sem selja einungis nikótínpúða.
Víða hafa risið verslanir sem selja einungis nikótínpúða. Stöð 2

Algjör sprenging hefur orðið í sölu á tóbakslausum nikótínpúðum og samkvæmt markaðsáætlun stærsta innflytjandans er áætlað að daglega seljist átta þúsund dósir. Í árslok 2020 er gert ráð fyrir að mánaðarsala verði um 250 þúsund dósir.

Sala ÁTVR á íslensku neftóbaki hefur dregist saman um 48 prósent á þessu ári. Ástæðan er líklega aukin sala á tóbakslausum nikótínpúðum sem hafa hrúgast inn á íslenskan markað á undanförnum mánuðum.

Sífellt bætast við sölustaðir níkótínpúða en þeir eru seldir í matvöruverslunum, á bensínstöðvum og svo hafa víða risið verslanir sem selja einungis nikótínpúða.

Í markaðsáætlun eins stærsta innflytjanda á nikótínpúðum hér landi er áætlað að sala neftóbaks hafi dregist saman um allt að 45 prósent í lok árs. Út frá því er áætlað að markaðsstærð nikótínpúða sé 1,8 milljónir dósa á ári eða því sem nemur 112.000 til 150.000 dósum á mánuði.

Þá kemur fram í markaðsáætluninni að fjöldi fólks hafi skipt út rafrettum og sígarettum fyrir nikótínpúða. Út frá því er áætlað að stærð markaðar nikótínpúða stefni í að verða um 200.000 til 250.000 dósir á mánuði í árslok 2020 eða 3 milljónir dósa árlega. Það þýðir að daglega seljist ríflega 8000 þúsund dósir.

Landlæknisembættið hefur áhyggjur af notkun púðanna meðal ungs fólk.

„Þetta er áhyggjuefni að ungt fólk sé að verða háð nikótíni. Við höfum engi lög eða reglur sem ná utan um þessa vöru og við þurfum lög sem taka á aðgengi, aldurstakmarki, hámarksstyrkleika nikótíns,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis.

Embættið hafi nú þegar kallað eftir regluverki frá heilbrigðisráðuneytinu. Grunur sé um að notkun sé allt of mikil meðal ungmenna. „Það er bara það sem maður sér í samfélaginu,“ segir Viðar.

Nú sé beðið er eftir niðurstöðum rannsókna. Í hverri nikótínpúðadós eru um 20 púðar og hver púði inniheldur á bilinu 6-15 millígrömm af níkótíni.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×