Sameinuð verslun Húrra Reykjavíkur opnar Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 10:45 Húrra Reykjavík opnar við Hverfisgötu 18A í dag eftir að hafa verið til húsa við Hverfisgötu 50 og 78 undanfarin ár. Snorri Björns Verslanir Húrra Reykjavíkur hafa sameinast undir einu þaki og opnar ný verslun við Hverfisgötu 18A í dag. Sindri Snær Jensson, einn eigenda Húrra, segir breytingarnar vera í takt við það sem þekkist erlendis. Nýja verslunin er í reisulegu bakhúsi við Hverfisgötu sem hýsti áður verslun NORR11, 101 gallerí, ljósmyndastúdíó Ara Magg og fleira. Þar var einnig bifvélaverkstæði á árum áður. Sindri segir húsnæðið henta vel undir fataverslun, það sé bæði fallegt og staðsetningin skipti miklu máli. Það hafi alltaf verið stefnan að halda sig við Hverfisgötuna. Húrra Reykjavík varð ein þekktasta tískuverslun landsins eftir að karlaverslunin opnaði dyr sínar við Hverfisgötu 50 í september árið 2014. Tveimur árum seinna opnaði kvennaverslunin við Hverfisgötu 78. Merki sem viðskiptavinir þekkja eru á sínum stað í versluninni. Snorri Björns „Pælingin er að taka Húrra-brandið upp á næsta level. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið sundrun þarna á milli, en það var þörf á meiri dýnamík í brandið,“ segir Sindri í samtali við Vísi. Áður skildu rúmlega 250 metrar verslanirnar að en að sögn Sindra er rökrétt skref að sameina þær í eina verslun. Viðskiptavinir hafi ýmist heimsótt báðar verslanir og mikið flæði hafi verið á milli en nú þurfi aðeins að leita á einn stað. Hugmyndin sé þannig að hafa eina vandaða flaggskipsverslun líkt og þekkist hjá vinsælum verslunum í nágrannalöndunum og stefnan er sett hátt: „Við ætlum að gera Húrra að leiðandi verslun í Evrópu." Afgreiðsluborðið setur svip sinn á rýmið en það var áður í kvennaversluninni við Hverfisgötu 78.Snorri Björns Umhverfi sem viðskiptavinir þekkja Framkvæmdir hafa nú staðið yfir nánast frá því að húsnæðið var afhent í byrjun júlímánaðar. Að sögn Sindra er húsnæðið ekki mikið stærra en samanlagt rými hinna tveggja, en lofthæðin setji þó svip sinn á nýju verslunina. Þá verða allar innréttingar úr hinum verslununum endurnýttar svo umhverfið verður kunnuglegt. „Hafsteinn og Karítas hjá HAF Studio hafa aðstoðað okkur við að hanna rýmið. Það eru minimalískar áherslur en þó margt sem sker sig út úr og gleður augað,“ segir Sindri, sem var í óðaönn að leggja lokahönd á rýmið ásamt starfsmönnum þegar blaðamaður náði tali af honum. Þetta er þriðja verslunarrýmið sem Húrra tekur yfir við Hverfisgötu.Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri. Stefnan er nú sett á að veita betri þjónustu og bjóða upp á breiðara vöruúrval svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Verslunin opnar dyr sínar klukkan 11 í dag en hér að neðan má sjá myndir af nýrri verslun Húrra Reykjavíkur. Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri.Snorri Björns HAF Studio aðstoðuðu við að hanna rýmið.Snorri Björns Verslun Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Verslanir Húrra Reykjavíkur hafa sameinast undir einu þaki og opnar ný verslun við Hverfisgötu 18A í dag. Sindri Snær Jensson, einn eigenda Húrra, segir breytingarnar vera í takt við það sem þekkist erlendis. Nýja verslunin er í reisulegu bakhúsi við Hverfisgötu sem hýsti áður verslun NORR11, 101 gallerí, ljósmyndastúdíó Ara Magg og fleira. Þar var einnig bifvélaverkstæði á árum áður. Sindri segir húsnæðið henta vel undir fataverslun, það sé bæði fallegt og staðsetningin skipti miklu máli. Það hafi alltaf verið stefnan að halda sig við Hverfisgötuna. Húrra Reykjavík varð ein þekktasta tískuverslun landsins eftir að karlaverslunin opnaði dyr sínar við Hverfisgötu 50 í september árið 2014. Tveimur árum seinna opnaði kvennaverslunin við Hverfisgötu 78. Merki sem viðskiptavinir þekkja eru á sínum stað í versluninni. Snorri Björns „Pælingin er að taka Húrra-brandið upp á næsta level. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið sundrun þarna á milli, en það var þörf á meiri dýnamík í brandið,“ segir Sindri í samtali við Vísi. Áður skildu rúmlega 250 metrar verslanirnar að en að sögn Sindra er rökrétt skref að sameina þær í eina verslun. Viðskiptavinir hafi ýmist heimsótt báðar verslanir og mikið flæði hafi verið á milli en nú þurfi aðeins að leita á einn stað. Hugmyndin sé þannig að hafa eina vandaða flaggskipsverslun líkt og þekkist hjá vinsælum verslunum í nágrannalöndunum og stefnan er sett hátt: „Við ætlum að gera Húrra að leiðandi verslun í Evrópu." Afgreiðsluborðið setur svip sinn á rýmið en það var áður í kvennaversluninni við Hverfisgötu 78.Snorri Björns Umhverfi sem viðskiptavinir þekkja Framkvæmdir hafa nú staðið yfir nánast frá því að húsnæðið var afhent í byrjun júlímánaðar. Að sögn Sindra er húsnæðið ekki mikið stærra en samanlagt rými hinna tveggja, en lofthæðin setji þó svip sinn á nýju verslunina. Þá verða allar innréttingar úr hinum verslununum endurnýttar svo umhverfið verður kunnuglegt. „Hafsteinn og Karítas hjá HAF Studio hafa aðstoðað okkur við að hanna rýmið. Það eru minimalískar áherslur en þó margt sem sker sig út úr og gleður augað,“ segir Sindri, sem var í óðaönn að leggja lokahönd á rýmið ásamt starfsmönnum þegar blaðamaður náði tali af honum. Þetta er þriðja verslunarrýmið sem Húrra tekur yfir við Hverfisgötu.Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri. Stefnan er nú sett á að veita betri þjónustu og bjóða upp á breiðara vöruúrval svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Verslunin opnar dyr sínar klukkan 11 í dag en hér að neðan má sjá myndir af nýrri verslun Húrra Reykjavíkur. Snorri Björns Herradeildin er á neðri hæð verslunarinnar og kvennadeildin á þeirri efri.Snorri Björns HAF Studio aðstoðuðu við að hanna rýmið.Snorri Björns
Verslun Tíska og hönnun Reykjavík Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira