Viðskipti innlent

Vegan-smjör innkallað vegna myglu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Tvær framleiðslulotur smjörsins hafa verið innkallaðar.
Tvær framleiðslulotur smjörsins hafa verið innkallaðar.

Matvælastofnun hefur sent út tilkynningu þar sem varað er við neyslu á tveimur lotum af vegan smjöri frá Naturli vegna hættu á mygluvexti. Þar kemur einnig fram að Kjarnavörur hf., innflutningsaðili smjörsins, inkalli það í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF evrópska viðvörunarkerfið um hættuleg matvæli og fóður á markaði og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur:

Vöruheiti: Naturli lífrænt vegan smjör

Þyngd: 225 g

BBD: 22.09.2020 og 23.09.2020

Framleiðandi: Grönvang Food Aps, Vejen, Denmark

Strikamerki: 5701977062118

Dreifing: Hagkaup, Bónus, Krónan, Nettó, Kjörbúðin, Iceland, Fjarðarkaup, Melabúðin og Veganbúðin

Kjarnavörur svara spurningum viðskiptavina um að fá vöruna bætta á netfanginu kjarnavorur@kjarnavorur.is eða í síma 565-1430.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×