Fleiri fréttir

Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun

Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi.

Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu

Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar og að kórónuveirukreppan verði lengri en þeir töldu.

Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja

Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti.

Á­kveðnari fast­eigna­kaup­endur í kórónu­veirufar­aldri

Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum.

Berenice frá Origo til Advania

Berenice Barrios hefur verið ráðin til Advania til að stýra nýju sviði sem annast sölu og ráðgjöf á Microsoft-lausnum.

Segir að svo virðist sem sum fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleiðina til að bjarga árshlutauppgjörum

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, segir að það virðist sem svo að sum fyrirtæki, sem séu alls ekki í alvarlegum rekstrarvanda, hafi nýtt sér hlutabótaleiðina til að bjarga ársfjórðungsuppgjörum og með því ætlað sér að ganga í augum á fjárfestum. Hann segir þó að óvissan hafi verið mikil og því að einhverju leyti skiljanlegt að fyrirtækin hafi sótt í hlutabótaleiðina.

Mikið spurt um kvikmyndatökur á Íslandi

Síminn hefur vart stoppað hjá Íslandsstofu eftir að yfirmaður Netflix tilkynnti að nánast öll framleiðsla kvikmynda hefði stöðvast nema í Suður-Kóreu og á Íslandi. Beðið er eftir leyfi frá yfirvöldum til að hleypa erlendu starfsliði til landsins.

Geti lagt inn at­vinnu­leyfi sitt

Leigubílstjórar sem hafa haft atvinnuleyfi í skemur en tvö ár munu fá heimild að leggja inn atvinnuleyfi sitt samkvæmt nýju frumvarpi samgönguráðherra.

„Bankarnir eru nú hluti af lausninni ekki vandamálinu“

Bankastjóri Arion banka segir efnahagssamdrátt vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum meiri en í fjármálakreppunni árið 2008. Hins vegar sé efnahagslífið mun betur í stakk búið að takast á við kreppuna nú en þá.

Langaði í stríð við eftirlitið en ákvað að láta frekar af störfum

Guðmundur Kristjánsson segist hafa ákveðið að láta af störfum sem forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Brims í síðustu vikur eftir að Samkeppniseftirlitið tilkynnti honum að það hyggðist rannsaka tiltekin viðskipti Útgerðarfélags Reykjavíkur og tengdra aðila með eignarhluti í Brimi.

Landsbankinn tapar 3,6 milljörðum

Landsbankinn tapaði 3,6 milljörðum á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020, samanborið við 6,8 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra.

Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán

Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka.

Sölu á Íslandsbanka slegið á frest

Áformum ríkisins um að selja eignarhluti sína í bönkunum hefur verið frestað sökum efnahagsþrenginga af völdum faraldurs kórónuveiru.

Sjá næstu 50 fréttir