„Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. maí 2020 13:37 Það er lítið að gera hjá flugvélum Icelandair þessa dagana. Vísir/Vilhelm Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. „Stjórn FFÍ kannaði afstöðu félagsmanna á fundi nú í hádeginu og eru félagsmenn með öllu mótfallnir því að umturna gildandi kjarasamningi á einu bretti og fórna kjörum og réttindum sem tekið hefur áratugi að byggja upp,“ að því er segir í tilkynningu frá félaginu. „Flugfreyjufélagið ítrekar samningsvilja sinn um að koma til móts við Icelandair á meðan núverandi ástand varir og er áfram tilbúið til samtals um sanngjarnar breytingar á gildandi kjarasamningi,“ segir ennfremur. Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands um helgina var farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu, að því er fram kom í athugasemdum FFÍ við tillögurnar sem fréttastofa hefur undir höndum. Samninganefnd félagsins hafnaði tilboðinu en fyrirtækið óskaði eftir því að það yrði lagt fyrir félagsmenn og var það kynnt nú í hádeginu. Það er alveg ljóst að félagsmenn eru mjög ósáttir við þetta og samstaðan er mjög mikil þannig að ég hef fulla trú að við stöndum fyrir þá afstöðu sem félagsmenn okkar eru með og neitum þessu tilboði,“ segir Guðlaug í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. „Stjórn FFÍ kannaði afstöðu félagsmanna á fundi nú í hádeginu og eru félagsmenn með öllu mótfallnir því að umturna gildandi kjarasamningi á einu bretti og fórna kjörum og réttindum sem tekið hefur áratugi að byggja upp,“ að því er segir í tilkynningu frá félaginu. „Flugfreyjufélagið ítrekar samningsvilja sinn um að koma til móts við Icelandair á meðan núverandi ástand varir og er áfram tilbúið til samtals um sanngjarnar breytingar á gildandi kjarasamningi,“ segir ennfremur. Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands um helgina var farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu, að því er fram kom í athugasemdum FFÍ við tillögurnar sem fréttastofa hefur undir höndum. Samninganefnd félagsins hafnaði tilboðinu en fyrirtækið óskaði eftir því að það yrði lagt fyrir félagsmenn og var það kynnt nú í hádeginu. Það er alveg ljóst að félagsmenn eru mjög ósáttir við þetta og samstaðan er mjög mikil þannig að ég hef fulla trú að við stöndum fyrir þá afstöðu sem félagsmenn okkar eru með og neitum þessu tilboði,“ segir Guðlaug í samtali við fréttastofu fyrr í dag.
Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira