Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. maí 2020 09:38 Fækkun ferðamanna hefur komið illa niður á íslenskum fyrirtækjum, ekki síst fyrirtækjum í ferðaþjónustu eins og gefur að skilja. Þess má vænta að krafa um tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins verði framlengd um mánuð. Vísir/vilhelm Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar vegna kórónuveirufaraldursins. Sé mið tekið af könnun sem SA framkvæmdi meðal forstöðumannanna má ætla að uppsagnir muni ná til um 3,2 prósenta starfsmanna þeirra, sé það heimfært á hagkerfið í heild gæti það samsvarað um 5600 uppsögnum. Könnun SA var framkvæmd dagana 22. apríl til 4. maí. Sé hún borin saman við sambærilega könnun sem samtökin gerðu meðal félagsmanna sinna í lok mars má sjá að umtalsvert meiri svartsýni gætir í svörum forstöðumannanna. Þannig gerðu flestir þeirra ráð fyrir að kreppa vegna kórónuveirunnar myndi standa í á bilinu 3 til 7 mánuði þegar þeir voru spurðir í mars lok. Nýja könnunin sýnir hins vegar að forstöðumennirnir búa sig í dag undir lengri kreppu, að jafnaði gera þeir ráð fyrir að hún muni standa yfir í ár. Kórónuveiran er sögð hafa lækkað tekjur um 70 prósent fyrirtækja í íslensku atvinnulífi í síðasta mánuði, sé hana borinn saman við aprílmánuð í fyrra. Fjórðungur fyrirtækja hafi þannig sé rúmlega 75 prósent tekna sinna fuðra upp og tíunda hvert fyrirtæki horft upp á helmings samdrátt. Mestur samdráttur var meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu. Könnunina, sem Maskína framkvæmdi fyrir SA, má nálgast hér. Spurningar voru lagðar fyrir 1.800 forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA og svöruðu 686, sem gerir 37 prósent svarhlutfall. Starfsmenn fyrirtækjanna sem tóku þátt eru um 40 þúsund sem svarar til tæplega 30 prósent starfsmanna í viðskiptahagkerfinu. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar vegna kórónuveirufaraldursins. Sé mið tekið af könnun sem SA framkvæmdi meðal forstöðumannanna má ætla að uppsagnir muni ná til um 3,2 prósenta starfsmanna þeirra, sé það heimfært á hagkerfið í heild gæti það samsvarað um 5600 uppsögnum. Könnun SA var framkvæmd dagana 22. apríl til 4. maí. Sé hún borin saman við sambærilega könnun sem samtökin gerðu meðal félagsmanna sinna í lok mars má sjá að umtalsvert meiri svartsýni gætir í svörum forstöðumannanna. Þannig gerðu flestir þeirra ráð fyrir að kreppa vegna kórónuveirunnar myndi standa í á bilinu 3 til 7 mánuði þegar þeir voru spurðir í mars lok. Nýja könnunin sýnir hins vegar að forstöðumennirnir búa sig í dag undir lengri kreppu, að jafnaði gera þeir ráð fyrir að hún muni standa yfir í ár. Kórónuveiran er sögð hafa lækkað tekjur um 70 prósent fyrirtækja í íslensku atvinnulífi í síðasta mánuði, sé hana borinn saman við aprílmánuð í fyrra. Fjórðungur fyrirtækja hafi þannig sé rúmlega 75 prósent tekna sinna fuðra upp og tíunda hvert fyrirtæki horft upp á helmings samdrátt. Mestur samdráttur var meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu. Könnunina, sem Maskína framkvæmdi fyrir SA, má nálgast hér. Spurningar voru lagðar fyrir 1.800 forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA og svöruðu 686, sem gerir 37 prósent svarhlutfall. Starfsmenn fyrirtækjanna sem tóku þátt eru um 40 þúsund sem svarar til tæplega 30 prósent starfsmanna í viðskiptahagkerfinu.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira