Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2020 10:18 Fasteignasali hjá Landmark segir að meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. „Það sem kom okkur verulega á óvart á Landmark, við héldum akkúrat að áhrifin yrðu meiri og að það yrði svona enginn nánast í skoðunum, að allar sýningar og slíkt myndi detta niður en það var alls ekki raunin. Við vorum sammála um það að þetta voru ákveðnari kaupendur sem komu til okkar, þeir voru bara að koma markvisst til að kaupa,“ sagði Þórey í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fasteignasala hafa upplifað það í þessu árferði að fólk hafi einfaldlega verið komið til að kaupa og hugsanlegir kaupendur hafi jafnvel verið búnir að taka út teikningar og rýna í allt. „Við erum samt ekki alveg farin að sjá þessi áhrif, hver þau verða, vegna þess að þinglýstir kaupsamningar í dag eru alveg á pari við síðustu mánuði en það eru kaup sem áttu sér stað fyrir þremur til sex mánuðum síðan þannig að við erum ekki alveg farin að sjá það. Þannig að við viljum alltaf frekar horfa í fjölda samþykktra kauptilboða sem fara í gegn hjá okkur á viku og öðrum og það kemur okkur alveg verulega á óvart hvað það er búið að vera fín sala og mikið rennerí.“ Töluverð sala hafi verið á hefðbundnu íbúðarhúsnæði og svo fyrrnefnd aukning í sölu á sumarbústöðum. „Landinn ætlar auðsjáanlega að ferðast innanlands í sumar og búinn að vera með allar klær úti að leita að lóðum og sumarhúsum sem er bara alveg frábært,“ sagði Þórey. Þá hafi ekki endilega verið minni sala heldur hafi fasteignasalar frekar fundið fyrir því að fólk væri örlítið að halda að sér höndum með að setja á sölu á meðan mesti kúfurinn fór yfir. Aðspurð hvort að fasteignaverð gæti núna farið að lækka, meðal annars vegna aukins atvinnuleysis, sagði Þórey að verð eigi mögulega eftir að lækka á þeim svæðum þar sem hækkunin hefur verið hvað mest, eins og til að mynda í miðbænum. Þá hafi nýbyggingar einnig átt undir högg að sækja og kvaðst hún einna helst geta séð það fyrir sér að myndu lækka í verði. Viðtalið við Þóreyju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. „Það sem kom okkur verulega á óvart á Landmark, við héldum akkúrat að áhrifin yrðu meiri og að það yrði svona enginn nánast í skoðunum, að allar sýningar og slíkt myndi detta niður en það var alls ekki raunin. Við vorum sammála um það að þetta voru ákveðnari kaupendur sem komu til okkar, þeir voru bara að koma markvisst til að kaupa,“ sagði Þórey í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir fasteignasala hafa upplifað það í þessu árferði að fólk hafi einfaldlega verið komið til að kaupa og hugsanlegir kaupendur hafi jafnvel verið búnir að taka út teikningar og rýna í allt. „Við erum samt ekki alveg farin að sjá þessi áhrif, hver þau verða, vegna þess að þinglýstir kaupsamningar í dag eru alveg á pari við síðustu mánuði en það eru kaup sem áttu sér stað fyrir þremur til sex mánuðum síðan þannig að við erum ekki alveg farin að sjá það. Þannig að við viljum alltaf frekar horfa í fjölda samþykktra kauptilboða sem fara í gegn hjá okkur á viku og öðrum og það kemur okkur alveg verulega á óvart hvað það er búið að vera fín sala og mikið rennerí.“ Töluverð sala hafi verið á hefðbundnu íbúðarhúsnæði og svo fyrrnefnd aukning í sölu á sumarbústöðum. „Landinn ætlar auðsjáanlega að ferðast innanlands í sumar og búinn að vera með allar klær úti að leita að lóðum og sumarhúsum sem er bara alveg frábært,“ sagði Þórey. Þá hafi ekki endilega verið minni sala heldur hafi fasteignasalar frekar fundið fyrir því að fólk væri örlítið að halda að sér höndum með að setja á sölu á meðan mesti kúfurinn fór yfir. Aðspurð hvort að fasteignaverð gæti núna farið að lækka, meðal annars vegna aukins atvinnuleysis, sagði Þórey að verð eigi mögulega eftir að lækka á þeim svæðum þar sem hækkunin hefur verið hvað mest, eins og til að mynda í miðbænum. Þá hafi nýbyggingar einnig átt undir högg að sækja og kvaðst hún einna helst geta séð það fyrir sér að myndu lækka í verði. Viðtalið við Þóreyju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira