Langaði í stríð við eftirlitið en ákvað að láta frekar af störfum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 20:48 Guðmundur Kristjánsson Vísir/vilhelm Guðmundur Kristjánsson segist hafa ákveðið að láta af störfum sem forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Brims í síðustu vikur eftir að Samkeppniseftirlitið tilkynnti honum að það hyggðist rannsaka tiltekin viðskipti Útgerðarfélags Reykjavíkur og tengdra aðila með eignarhluti í Brimi. Guðmundur segist hafa langað að fara í stríð við eftirlitið en ákveðið að skynsamlegast hafi verið að láta af störfum. Þann 30. apríl barst tilkynning til Kauphallar þar sem fram kom að Guðmundur hafði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Brims hf. Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar var hann sagður hætta vegna persónulegra ástæðna. Í gær barst svo tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu þar sem fram kom að það hyggðist rannsaka hvort stofnast hafi til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. vegna tiltekinna viðskipta Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila á árinu 2019 með eignarhluti í Brimi hf. Guðmundur er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti hluthafinn í Brimi. Guðmundur gaf ástæðuna fyrir starfslokunum í Kastljósi kvöldsins og vísaði hann þar í fyrirhugaða rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Sagði hann eftirlitið hafa gert athugasemdir við það undanfarin tvö ár að hann væri forstjóri og á sama tíma stærsti eigandinn í stærsta hluthafanum. „Þegar þeir [Samkeppniseftirlitið] tilkynntu okkur í síðustu viku að þetta væri eiginlega út af mér, raunverulega getur Brim ekki gert neitt á Íslandi því þeir eru alltaf að rannsaka mig, þá taldi ég best fyrir félagið, starfsfólkið og hluthafana að ég færi bara til hliðar. Mig langaði ekki til að fara, ég taldi það bara best,“ sagði Guðmundur. Gagnrýndi hann Samkeppniseftirlitið fyrir að eyða það sem hann teldi vera mikla orku í að rannsaka íslensk útflutningsfyrirtæki sem væru aðallega í samkeppni við erlend fyrirtæki, og að eftirlitið þyrfti að vera skilvirkar. „Mér finnst ekki ásættanlegt að Samkeppniseftirlit geti verið að rannsaka fyrirtæki og persónur svo árum skiptir,“ sagði Guðmundur. Honum hafi langað að fara í stríð við eftirlitið en ákveðið að slíkt væri ekki skynsamlegt. „Mig langaði til að fara í stríð við þá en skynsemin sagði mér að það væri ekki vit í því. Ég er það gamall núna en kannski fyrir mörgum árum hefði ég tekið slaginn við þá. Skynsemin sagði mér að það er betra að fara bara til hliðar, fyrirtækið haldi áfram og halda áfram með lífið.“ Guðmundur mun áfram sitja í stjórn félagsins og er eftir sem áður aðaleigandi stærsta hluthafa sjávarútvegsfyrirtækisins Brims. Sjávarútvegur Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson segist hafa ákveðið að láta af störfum sem forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Brims í síðustu vikur eftir að Samkeppniseftirlitið tilkynnti honum að það hyggðist rannsaka tiltekin viðskipti Útgerðarfélags Reykjavíkur og tengdra aðila með eignarhluti í Brimi. Guðmundur segist hafa langað að fara í stríð við eftirlitið en ákveðið að skynsamlegast hafi verið að láta af störfum. Þann 30. apríl barst tilkynning til Kauphallar þar sem fram kom að Guðmundur hafði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Brims hf. Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar var hann sagður hætta vegna persónulegra ástæðna. Í gær barst svo tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu þar sem fram kom að það hyggðist rannsaka hvort stofnast hafi til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. vegna tiltekinna viðskipta Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila á árinu 2019 með eignarhluti í Brimi hf. Guðmundur er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti hluthafinn í Brimi. Guðmundur gaf ástæðuna fyrir starfslokunum í Kastljósi kvöldsins og vísaði hann þar í fyrirhugaða rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Sagði hann eftirlitið hafa gert athugasemdir við það undanfarin tvö ár að hann væri forstjóri og á sama tíma stærsti eigandinn í stærsta hluthafanum. „Þegar þeir [Samkeppniseftirlitið] tilkynntu okkur í síðustu viku að þetta væri eiginlega út af mér, raunverulega getur Brim ekki gert neitt á Íslandi því þeir eru alltaf að rannsaka mig, þá taldi ég best fyrir félagið, starfsfólkið og hluthafana að ég færi bara til hliðar. Mig langaði ekki til að fara, ég taldi það bara best,“ sagði Guðmundur. Gagnrýndi hann Samkeppniseftirlitið fyrir að eyða það sem hann teldi vera mikla orku í að rannsaka íslensk útflutningsfyrirtæki sem væru aðallega í samkeppni við erlend fyrirtæki, og að eftirlitið þyrfti að vera skilvirkar. „Mér finnst ekki ásættanlegt að Samkeppniseftirlit geti verið að rannsaka fyrirtæki og persónur svo árum skiptir,“ sagði Guðmundur. Honum hafi langað að fara í stríð við eftirlitið en ákveðið að slíkt væri ekki skynsamlegt. „Mig langaði til að fara í stríð við þá en skynsemin sagði mér að það væri ekki vit í því. Ég er það gamall núna en kannski fyrir mörgum árum hefði ég tekið slaginn við þá. Skynsemin sagði mér að það er betra að fara bara til hliðar, fyrirtækið haldi áfram og halda áfram með lífið.“ Guðmundur mun áfram sitja í stjórn félagsins og er eftir sem áður aðaleigandi stærsta hluthafa sjávarútvegsfyrirtækisins Brims.
Sjávarútvegur Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira