Segir starfsfólk Icelandair vera lausnina, ekki vandamálið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2020 12:02 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu. Hann spyr hvort að það séu frekar stjórnendurnir sem séu fyrirstaðan. Í gær var greint frá bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, til starfsmanna þar sem hann sagði að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. Lækka yrði launakostnað og að samningaviðræður við flugstéttir innan félagsins mættu vera á betri stað. Fjárfestar gerðu kröfu um nýja langtímasamninga við flugstéttir sem gætu gert félagið samkeppnishæft á næstu árum. Í stöðuuppfærslu á Facebook gefur Ragnar Þór lítið fyrir þessar skýringar Boga og segir að miðað við mörg samtöl við stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna, sem er næst stærsti eigandi Icelandair og ætla megi að eigi í viðræðum um framtíð Icelandair, hafi stjórn sjóðsins ekki farið fram á að endursemja þurfi við starfsfólk félagsis svo það verði samkeppnishæft við önnur flugfélög. „Ég get þó nánast fullyrt að lífeyrissjóðirnir opna ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfsfólki að afsala sér grundvallar réttindum,“ skrifar Ragnar og spyr hvort að stjórnendur félagsins sé helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair. Hann segist vera orðinn þreyttur á því að starfsfólkið sé gert að vandamáli þegar illa gengur þegar aðrar skýringar blasi við. Þá telur hann líkegt að Icelandair verði bjargað fari allt á versta veg, það sé ekki slæmur kostur. „En hvernig sem það verður gert munum við tryggja að réttindi og samningar við starfsfólkið verði virt svo sómi sé af. Vil að lokum senda starfsfólki Icelandair baráttukveðjur. Þið eruð lausnin ekki vandamálið,“ skrifar Ragnar Þór. Icelandair Kjaramál Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, virðist ekki vera kátur með þá upplifun forstjóra Icelandair að helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair sé starfsfólkið sem starfi hjá fyrirtækinu. Hann spyr hvort að það séu frekar stjórnendurnir sem séu fyrirstaðan. Í gær var greint frá bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, til starfsmanna þar sem hann sagði að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. Lækka yrði launakostnað og að samningaviðræður við flugstéttir innan félagsins mættu vera á betri stað. Fjárfestar gerðu kröfu um nýja langtímasamninga við flugstéttir sem gætu gert félagið samkeppnishæft á næstu árum. Í stöðuuppfærslu á Facebook gefur Ragnar Þór lítið fyrir þessar skýringar Boga og segir að miðað við mörg samtöl við stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna, sem er næst stærsti eigandi Icelandair og ætla megi að eigi í viðræðum um framtíð Icelandair, hafi stjórn sjóðsins ekki farið fram á að endursemja þurfi við starfsfólk félagsis svo það verði samkeppnishæft við önnur flugfélög. „Ég get þó nánast fullyrt að lífeyrissjóðirnir opna ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfsfólki að afsala sér grundvallar réttindum,“ skrifar Ragnar og spyr hvort að stjórnendur félagsins sé helsta fyrirstaðan fyrir björgun Icelandair. Hann segist vera orðinn þreyttur á því að starfsfólkið sé gert að vandamáli þegar illa gengur þegar aðrar skýringar blasi við. Þá telur hann líkegt að Icelandair verði bjargað fari allt á versta veg, það sé ekki slæmur kostur. „En hvernig sem það verður gert munum við tryggja að réttindi og samningar við starfsfólkið verði virt svo sómi sé af. Vil að lokum senda starfsfólki Icelandair baráttukveðjur. Þið eruð lausnin ekki vandamálið,“ skrifar Ragnar Þór.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira