Fleiri fréttir

„Pína eða sjálfsagt framlag?“

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga standa fyrir hádegisverðarfundi um skattlagningu í ferðaþjónustu á Grand Hótel á morgun klukkan 12.

SA fullyrða að verð muni lækka

Samtök atvinnulífsins telja að reynsla af lækkun á virðisaukaskatti sýni að slíkt muni skila sér út í verðlag.

Svipmynd Markaðarins: Starfaði hjá AGS í Washington D.C.

Lilja D. Alfreðsdóttir var nýverið ráðin verkefnisstjóri í forsætisráðuneytinu á grundvelli vistaskiptasamnings við Seðlabanka Íslands. Hún er með meistaragráðu frá Columbia University og BA í stjórnmálafræði.

Laun hækkuðu um 1,9 prósent

Á milli ára hafa laun hækkað um 5,4 prósent að meðaltali. Þá 5,8 prósent á almennum markaði og 4,6 hjá opinberum starfsmönnum.

Bann á hvalabjór enn til skoðunar í kerfinu

Atvinnuvegaráðuneytið hefur enn ekki úrskurðað um lagagrundvöll ákvörðunar um að banna sölu á Hvalabjór Steðja. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra heimilaði sölu á bjórnum í janúar síðastliðnum og varan kláraðist viku síðar.

Sparifé 30 þúsund Íslendinga úr hættu

Samkomulagið gerir erlenda tryggingafélaginu Allianz og viðskiptavinum þess hér á landi kleift að viðhalda óbreyttu samningssambandi og kemur þannig í veg fyrir mögulegt tjón neytenda

Herferð gegn tekjulágum og atvinnulausum

Forystumenn innan Starfsgreinasambandsins segja ríkisstjórnina í herferð gegn tekjulágu fólki og atvinnulausum. Verkalýðsfélögin eru að hefja undirbúning að gerð nýs kjarasamnings og segja að fjárlagafrumvarpið trufli þá vinnu verulega.

Afþreying kostar skildinginn

Veturinn er að ganga í garð og eykst þá þörfin fyrir almenning að lyfta sér upp í skammdeginu. Það getur aftur á móti kostað skildinginn fyrir hina hefðbundnu fjögurra manna vísitölufjölskyldu að njóta afþreyingar á höfuðborgarsvæðinu.

Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að hækkun virðisaukaskatts á matvæli væri aðför að láglaunafólki fyrir þremur árum. Bjarni Benediktsson sagði fyrir fimm árum að skattkerfið á Íslandi yrði sífellt líkara því sem gerist á Norðurlöndunum. Nái fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu fram að ganga verður skattaumhverfið hér á landi enn líkara því sem gerist í Skandinavíu.

Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari

Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýndir virðisaukaskattsbreytingar sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Bækur hækka væntanlega í verði en flatskjáir lækka í verði. Bókaútgefundur og rithöfundar eru uggandi yfir stöðu lesturs á Íslandi.

Gagnaverið að fyllast af Bitcoin-námuvélum

Advania hefur samið um að leigja yfir tuttugu fyrirtækjum aðstöðu í gagnaveri í Reykjanesbæ undir Bitcoin-námastarfsemi. Þar eru yfir 2.500 tölvur sem nota 8,5 MW. Gagnaverið reis á sex vikum.

Klinkið: Evrópa ætti að auka gagnsæi á raforkumarkaðnum

Ola Borten Moe fyrrverandi olíu- og orkmálaráðherra Noregs er ungur að árum, fæddur árið 1976, en er samt talsvert reynslumikill í norskum stjórnmálum. Sem þingmaður norska Miðflokksins varð hann olíu- og orkumálaráðherra Noregs í ríkisstjórn Jens Stoltenbergs og sat í embætti frá 2011-2013, fram að síðustu kosningum.

Heilbrigðisþjónusta á netinu

Heilbrigðislausnasvið TM Software hefur þróað Veru – heilsuvef, í samstarfi við Embætti landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Vill hefja flug til Bandaríkjanna næsta vor

WOW air ætlar að hefja áætlunarflug til Bandaríkjanna næsta vor og hefur fengið til þess tvær Airbus A321-þotur. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi flugfélagsins, útilokar ekki að aðrir fjárfestar komi inn í félagið.

100 ára afmæli kosningarétts kvenna kostar 104 milljónir

Á fjörlögum ársins 2015 er gert ráð fyrir 60 milljónum króna í hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Á fjárlögum yfirstandandi árs var gert ráð fyrir 44 milljónum króna í undirbúning hátíðarhalda.

Í beinni: Arðsemi orkuútflutnings

Ola Borten Moe, fyrrverandi olíu- og orkumálaráðherra Noregs, er sérstakur gestur opins fundar VÍB um framtíð orkuútflutnings.

Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðs

Bjarni Benediktsson segir að ríkisstjórnin muni selja hlut ríksins í Landsbankanum á næstu tveimur árum, ef rétt verð fáist. Af orðum Bjarna við kynningu á fjárlögum ársins 2015 má merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus.

Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent

Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka.

Flúor í grasi lækkar um fimmtung

Meðaltal flúormengunar í Reyðarfirði í sumar var 30,8 µg samanborið við 37,8 µg sumarið 2013 og 52 µg sumarið 2012.

Mótmæla þörf rafrænna skilríkja

Neytendasamtökin krefjast þess að fyrst hægt var að sækja um höfuðstólalækkun með veflykli Ríkisskattstjóra, verði hægt að staðfesta lækkunina með sama hætti.

Sjá næstu 50 fréttir