Viðskipti innlent

MP banki og Virðing stefna að sameiningu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm/Valgarður
Stjórnir MP banka hf. og Virðingar hf. hafa ákveðið að taka upp formlegar viðræður um sameiningu félaganna. Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að ekki sé hægt að segja til um hve langan tíma viðræðurnar muni taka, en allt kapp verði lagt á að hraða þeim eins og hægt sé.

„Með sameiningu MP banka og Virðingar yrði til öflugt fjármálafyrirtæki sem væri leiðandi á fjárfestingabankamarkaði og einn stærsti aðili í eignastýringu á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.

Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér að neðan:

Stjórnir MP banka hf. og Virðingar hf. hafa ákveðið að taka upp formlegar viðræður um sameiningu félaganna. Með sameiningu MP banka og Virðingar yrði til öflugt fjármálafyrirtæki sem væri leiðandi á fjárfestingabankamarkaði og einn stærsti aðili í eignastýringu á Íslandi. Ekki er hægt að segja til um hve langan tíma viðræður munu taka, en allt kapp verður lagt á að hraða þeim eins og hægt er.

Um Virðingu hf. Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Virðing hefur starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti FME.

Um MP banka hf. MP banki hf. á rætur sínar að rekja til ársins 1999 og starfa um 70 starfsmenn hjá bankanum. MP banki sérhæfir sig í að veita alhliða þjónustu á sviði eignastýringar og fjárfestingarbankastarfsemi ásamt því að veita íslenskum fjárfestum, sparifjáreigendum og atvinnulífi sérhæfða bankaþjónustu. Afkomueiningar MP banka eru eignastýring, banki og markaðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×