Viðskipti innlent

Aðstoðarritstjóri DV hættur störfum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir á hluthafafundi DV á dögunum.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir á hluthafafundi DV á dögunum. Vísir/Anton
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, aðstoðarritstjóri DV, hefur komist að samkomulagi við yfirmenn á DV að hún hætti störfum. Þetta staðfesti hún í samtali við Vísi í dag.

„Við urðum ásátt um starfslok,“ segir Ingibjörg Dögg sem lauk þar með störfum hjá miðlinum í dag. Hún er fimmti starfsmaður DV til að segja upp og þriðji blaðamaðurinn. Áður höfðu Aðalsteinn Kjartansson og Viktoría Hermannsdóttir sagt upp störfum.

Mikil óánægja hefur verið meðal blaðamanna DV þar sem ný stjórn félagsins ætlaði að láta fara fram úttekt á faglegum vinnubrögðum á miðlinum. Blaðamenn DV funduðu með nýjum ritstjóra, Hallgrímur Thorsteinsson, í gærmorgun. Úr varð mikill hitafundur sem lauk um hádegisbil. Fór svo að útgáfu blaðsins sem átti að koma út í dag var frestað til miðvikudags. Héldu umbrotsmenn heim snemma af þeim sökum. Þá var DV.is ekki uppfærður með nýjum fréttum fyrr en seint í gær.

„Það er ótrúlega sorglegt að þetta skuli enda svona. Vonandi heldur DV áfram að rokka,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi.


Tengdar fréttir

DV kemur ekki út á morgun

"Deilurnar í hluthafahópnum hafa verið erfiðar og margir eru sárir vegna yfirlýsinga og framgöngu sumra stjórnarmanna,“ segir Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri blaðsins

Hætt við faglega úttekt á DV

Stjórn útgáfufélags DV hefur fallið frá þeirri ákvörðun að láta skoða sérstaklega faglega þætti ritstjórnar blaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×