Viðskipti innlent

Áætla 6,2 milljarða hagnað árið 2013

Orkuveita Reykjavíkur (OR) mun tapa 2,2 milljörðum króna í ár samkvæmt útkomuspá en hagnast um 6,2 milljarða króna á næsta ári. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 og fimm ára áætlun Orkuveitunnar fyrir árin 2014-2018 sem samþykkt var af stjórn hennar á miðvikudag.

Alls þarf OR að greiða um 25 milljarða króna af langtímalánum sínum á árinu 2013. Reiknað er með því að skuldir OR muni allt í allt lækka um átta prósent á næsta ári og verði 210,6 milljarðar króna í lok þess árs.

Hagnaður fyrir fjármagnskostnað, afskriftir og skatta (EBITDA) hefur vaxið mjög síðan „Planið", aðgerðaráætlun OR og eigenda hennar, var kynnt í fyrra. Í þeirri áætlun felast margháttaðar aðgerðir til að bæta sjóðsstreymi OR um 50 milljarða króna fram til ársloka 2016. Í fyrra var EBITDA OR 21,3 milljarðar króna. Útkomuspá fyrir 2012 gerir ráð fyrir að hún verði 3,1 milljarði krónum hærri og áætlun fyrir árið 2013 að hún hækki enn um 1,2 milljarða.- þsj





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×