Viðskipti innlent

Bók Arngríms lærða var seld á 330 þúsund

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ari Gísli Bragason sá um uppboðið fyrir hönd bókarinnar.
Ari Gísli Bragason sá um uppboðið fyrir hönd bókarinnar.
Bók Arngríms Jónssonar lærða, SPECIMEN ISLANDIÆ HISTORICVUM, var slegin á 330 þúsund krónur áður en bókauppboði Gallerí Foldar og Bókarinnar lauk fyrir miðnætti í gær. Bókin var prentuð og gefin út í Amsterdam 1643 en síðar bundin inn af Unni Stefánsdóttur sem rak bókbandsstofu í Grjótaþorpinu.

Bækur frá gömlu prentstöðunum á Íslandi seldust einnig á góðu verði og má þar t.d. nefna bækur prentaðar á Hólum í Hjaltadal, Leirárgöðum, Beitistöðum, Hrappsey á Breiðafirði og Viðeyjarklaustri. Þá var ein biblía slegin á 60.000 krónur en hún var prentuð í Viðeyjarklaustri 1841.


Tengdar fréttir

Bjóða 370 ára gamla bók til sölu

Tæplega 370 ára gömul bók eftir Arngrím lærða er núna föl þeim sem er reiðubúinn til að greiða rétt verð fyrir hana. Bókin verður seld á vefnum Uppboð.is, sem stendur til 30. september, en það er fornbókaverslunin Bókin og Gallerí fold sem standa að uppboðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×