Viðskipti innlent

Fyrsti fundur um afnám gjaldeyrishafta

Björn Rúnar Guðmundsson
Björn Rúnar Guðmundsson
Vinnuhópur íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) með þátttöku Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um afnám gjaldeyrishafta fundaði í fyrsta sinn fyrir helgi.

Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu efnahags- og fjármálaráðuneytisins er formaður hópsins. Auk hans sitja í hópnum fyrir hönd íslenskra stjórnvalda Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

„Hópurinn var skipaður fyrr á þessu ári í ljósi þeirra áskorana sem afnám gjaldeyrishafta felur í sér vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu og skuldbindinga vegna EES-samningsins," segir á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins. - óká





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×