Fleiri fréttir

Gengi krónunnar þarf að veikjast

Greiningardeild Arion banka telur að gengi krónunnar þurfi að veikjast áfram svo hægt sé að skapa nægan gjaldeyri til að greiða af erlendum lánum í framtíðinni. Þróun í vöru- og þjónustujöfnuði að undanförnu rennir stoðum undir þessar vangaveltur.

Arion banki hagnaðist um 11,2 milljarða króna

Afkoma Arion banka á fyrri helmingi ársins 2012 var jákvæð um 11,2 milljarða króna eftir skatta samanborið við 10,2 milljarða króna á árinu 2011. Arðsemi eigin fjár var 18,8% samanborið við 20,3% á sama tímabili árið 2011. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka vegna hálfsuppgjörs bankans.

Markaðssetja íslenskar heilsuvörur í Kína

Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur hafið samstarf við íslensk útflutningsfyrirtæki um markaðssetningu og sölu á íslenskum heilsuvörum í Kína. Fram kemur í tilkynningu frá Alvogen að samstarfsaðilarnir búist við því að árlegt söluverðmæti varanna verði um 700 milljónir króna.

Skuldirnar vegna kaupa á Símanum að sliga Skipti

Fjármagnskostnaður Skipta, móðurfélags Símans, Mílu og Skjás miðla, skerðir samkeppnishæfni og fjárfestingagetu félagsins. Forstjóri þess segir þetta ekki ganga upp til lengri tíma og að endurfjármögnun félagsins sé "mjög aðkallandi“.

Lánveitingin gat ráðið úrslitum um rekstrarhæfi Glitnis

"Rannsókn er haldin slíkum annmörkum að úr því verður ekki bætt undir rekstri málsins,“ sagði Óttar Pálsson, verjandi Lárusar Welding, í málflutningi um frávísunarkröfu ákæru á hendur Lárusi og Guðmundi Hjaltasyni í Vafningsmálinu.

Skúli Mogensen: WOW mun sækja fram og er komið til að vera

"Við ætlum okkur að sækja fram, og efla okkar starfsemi enn frekar fyrir næsta sumar," segir Skúli Mogensen, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri WOW air. Félag hans, Títan fjárfestingafélag, hefur lagði WOW nýlega til viðbótar fjármagn, um 500 milljónir króna, til þess að styrkja stöðu félagsins og efla vöxt þess, að sögn Skúla.

Lárus Welding fyrir rétti í dag

Sakborningar í Vafningsmálinu svokallaða, þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, mæta fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag, þegar málflutningur fer þar fram.

Þjónustujöfnuður í fyrra var 41,6 milljarðar í plús

Í fyrra var seld þjónusta til útlanda fyrir 344,3 milljarða króna en keypt var þjónusta frá útlöndum fyrir 302,7 milljarða króna. Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 41,6 milljarða króna en var hagstæður um 34,8 milljarða kr. á árinu 2010 á gengi hvors árs.

Vöruskiptajöfnuðurinn snarlækkar frá fyrra ári

Afgangur af vöruskiptum í júlí nam 2,4 milljörðum króna. Vörur voru fluttar út fyrir 47,4 milljarða króna og inn fyrir 45 milljarða króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í júlí í fyrra var 9,2 milljarða króna afgangur af vöruskiptum.

Þjónustujöfnuðurinn hagstæður um tæpa 16 milljarða

Útflutningur á þjónustu á öðrum ársfjórðungi 2012 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 101,7 milljarðar kr. en innflutningur á þjónustu 85,8 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á öðrum ársfjórðungi var því jákvæður um 15,9 milljarða króna.

Töluvert dregur úr hagnaði Spalar

Hagnaður Spalar, sem rekur Hvalfjarðargöngin, eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam 33,9 milljónum kr. Þetta er töluvert minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 53,1 milljón kr.

Mega krókveiða makríl lengur

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð sem heimilar bátum sem veitt hafa úr krókapottinum að stunda veiðar í tíu daga eftir að búið er að veiða þau 845 tonn sem ætluð voru til veiðanna.

Reginn hagnaðist um tæpan milljarð

Fasteignafélagið Reginn hagnaðist um tæpan milljarð kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er mun betri útkoma en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam 66 milljónum króna.

Bankar hagnast um tólf milljarða hvor

Viðskipti Íslandsbanki og Landsbankinn högnuðust samtals um 23,5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Hagnaður Íslandsbanka nam 11,6 milljörðum króna en Landsbankans 11,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri bankanna sem birt var í gær. Arion banki mun birta sitt uppgjör í dag.

Hagnaður olíufélagsins N1 nam 624 milljónum

Hagnaður olíufélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 624 milljónum kr. en þær voru tæpir 5,5 milljarðar kr. á sama tímabili í fyrra. Munurinn liggur aðallega í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins í fyrra, ,eða svokallaðri skuldahreinsun, sem gaf af sér 4,8 milljarða kr.

Íhuga mál vegna fasteignagjaldanna

Portus ehf., rekstrarfélag Hörpu, íhugar að sækja rétt sinn fyrir dómsstólum vegna álagningar fasteignagjalda. Fyrirtækið hefur fengið lögfræðiálit sem sýnir, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, fram á ólögmæti álagningarinnar.

Einu skipi verður lagt í hagræðingarskyni

Síldarvinnslan í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum. Kaupverðið er trúnaðarmál, en kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Heildaraflinn jókst um 8%

Heildarafli íslenskra skipa var tæp 1.149 þúsund tonn á síðasta ári. Það er aukning um 85 þúsund tonn frá árinu 2010, sem jafngildir átta prósentum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni.

Enn hækkar gengi bréfa Icelandair

Gengi bréfa Icelandair hækkaði um 0,28 prósent í dag og stendur gengi bréfa félagsins nú í 7,1. Gengi bréfa félagsins hefur hækkað mikið undanfarin ár en fyrir tæplega þremur árum var það 2,5, þegar það var endurskipulagt og nýjir hluthafar komu að félagið. Þeir fjárfestar sem keyptu hlutafé á genginu 2,5 hafa því hagnast vel á fjárfestingu sinni.

Skattahækkun á ferðaþjónustu gengur ekki upp

Ferðaþjónustan ræður ekki við hækkun á virðisaukaskatti í ferðaðþjónustu og mun lenda í miklum rekstrarerfiðleikum ef af henni verður. Þetta segir Alexander Eðvardsson sérfræðingur á hjá KPMG sem skoðað hefur rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu, en afkoman í greininni er ekki nægilega góð, þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna. Aldrei hafa komið fleiri ferðamenn til landsins á ári en í fyrra, en þeir voru 565 þúsund. Allt stefnir í að ferðamennirnir verði fleiri á þessu ári.

Landsbankinn hagnaðist um 11,9 milljarða

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 11,9 milljarða króna eftir skatta á fyrri hluta árs 2012. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi var þó mun minni en á þeim fyrsta og skýrist það fyrst og fremst af gjaldfærslu í rekstri bankans vegna endurmats á eignum Spkef. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.

Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum

Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni.

Skipti töpuðu 2,6 milljörðum króna

Tap Skipta á fyrri hluta árs nam 2,6 milljörðum króna sem skýrist einkum af fjármagnskostnaði og virðisrýrnun. Tap á sama tímabili árið 2011 var 1,9 milljarðar króna, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu til Kauphallarinnar. Sala jókst um 4% og nam 14,1 milljörðum króna samanborið við 13,5 milljarða á sama tímabili árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 3,4 milljörðum króna samanborið við 3,5 milljarða fyrir sama tímabil 2011. EBITDA hlutfall var 23,6%.

Veiðigjöld 6 prósent af rekstrarhagnaði

Veiðigjöld HB Granda, næst stærsta útgerðarfyrirtækis Íslands á eftir Samherja, námu um 1,8 milljónir milljónum evra á fyrri helmingi ársins, eða sem nemur ríflega 270 milljónum króna. Þetta nemur um sex prósentum af rekstrarhagnaði fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA-hagnaði), en hann nam 28,7 milljónum evra, eða sem nemur 4,4 milljörðum króna. Það er besta rekstrarafkoma í sögu fyrirtækisins, á tveimur ársfjórðungum.

Fyrirhuguð hækkun muni stórskaða ferðaþjónustuna

Enduskoðunarfyrirtækið KPMG segir að fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu muni stórskaða greinina. Athugun fyrirtækisins leiddi í ljós að hótelrekstur hér á landi er mjög þungur, og staðan er verri á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni.

Aflaverðmætið jókst um 15,7% í fyrra

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um 15,7% í fyrra miðað við árið á undan. Þetta kemur fram í ritinu "Afli, aflaverðmæti og ráðstöfun afla 2011“ sem Hagstofan hefur gefið út.

Helmingi færri gjaldþrot í júlí

Alls voru 43 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í júlí, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það er meira en helmingsfækkun frá fyrri mánuði því þá voru 97 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í júlí í fyrra. Fyrstu 7 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 615, en það er um 34% fækkun frá

FME endurskoðar reglur um hæfismat stjórnenda

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur, í kjölfar nýfallins úrskurðar Persónuverndar, hafið endurskoðun á reglum eftirlitsins um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja. Einnig verður endurskoðað það eyðublað sem Fjármálaeftirlitið notast við til að afla upplýsinga í tengslum við mat á fjárhagslegu sjálfstæði viðkomandi aðila. Vonast er til að þeirri vinnu ljúki á næstu vikum.

Íbúðir í fjölbýli hækka í verði

Verð á íbúðum í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1% í ágúst miðað við júlí, að því er fram kemur í tölum Hagstofu.

OR vill selja sitt Magmabréf að verðmæti 8,3 milljarðar

Orkuveita Reykjavíkur (OR) leitar nú að kaupenda að skuldabréfi sem fyrirtækið fékk frá Magma Energy þegar Orkuveitan seldi hlut sinn í HS Orku árið 2009. Skuldabréfið er tæplega 68 milljóna dollara virði eða sem svarar til 8,3 milljarða króna.

Skúli Mogensen tekur við sem forstjóri WOW air

Skúli Mogensen mun taka við sem forstjóri WOW air af Baldri Baldurssyni núverandi forstjóra. Þessi breyting gerist samhliða því að Títan, fjárfestingafélag Skúla, leggur inn 500 milljóna króna aukahlutafé til að efla rekstur fyrirtækisins.

HB Grandi segist tapa yfir þremur milljörðum á veiðileyfagjaldinu

Tekjur af rekstri HB Granda námu 93,3 milljónum evra á fyrri hluta ársins en voru 76,3 milljónir evra árið áður. EBITDA var 28,7 milljónir evra en var 25,2 milljónir árið áður og er bættur árangur fyrst og fremst skýrður með góðri afkomu loðnuvertíðar. Tap tímabilsins nemur hins vegar 1,5 m€, þar af er gjaldfærsla vegna virðisrýrnunar aflaheimilda 21,6 m€. Árið áður var hagnaður 15,7 m€, eftir því sem fram kemur í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Bréf Össurar lækkuðu um tvö prósent - veltan um 90 milljónir

Gengi bréfa Össurar lækkaði um 1,97 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 199. Velta í viðskiptum með bréfin nam 9,3 milljónum króna. Gengi bréfa Icelandair lækkaði um 0,28 prósent í viðskiptum upp á 7,7 milljónir. Gengi bréfa félagsins er nú 7,08. Mesta veltan var með bréf Haga, eða sem nam 41 milljón. Gengi bréfa félagsins lækkaði um 0,83 prósent eða niður í 18.

Hagvöxtur mælist 1,7 prósent í Bandaríkjunum

Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 1,7 prósent á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Það er heldur meiri hagvöxtur en flestir sérfræðingur höfðu reiknað með en 1,5 prósent hagvexti á tímabilinu, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hagvöxturinn er þó minni en hann var á fyrsta þremur mánuðum ársins, en þá mældist hagvöxturinn um tvö prósent miðað við sama tímabil árið á undan.

Hagnaður Eimskips 1,2 milljarðar - Eignir upp á 44 milljarða

Rekstrarhagnaður (EBITDA) nam 19,0 milljónum evra, eða sem nemur um 2,9 milljörðum króna, samanborið við 17,9 milljónir evra fyrir sama tímabilið árið áður. Hagnaður eftir skatta fyrir fyrstu sex mánuði ársins nam 8,0 milljónum evra, eða um 1,2 milljarði króna.

Fótboltakappi opnar ísbúð með Emmessís í Belgíu

Knattspyrnukappinn Stefán Gíslason opnaði nýlega ásamt komu sinni, Hörpu Lind Harðardóttur, ísbúðina YoConcept í belgíska bænum Leuven þar sem boðið er upp á íslenskan jógúrtís frá Emmessís.

Ikea gæti komið að hóteli við Hörpu

Inter Hospitality Holding, dótturfélag sænska húsgagnaframleiðandans Ikea sem staðsett er í Liecthenstein, verður mögulega á meðal eigenda hótelsins sem fyrirhugað er að rísi við hlið Hörpu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Félagið er í samstarfi við World Leisure Investment, sem keypti byggingarréttinn á lóðinni við hlið Hörpu, um að fjárfesta í 100 hótelum víðs vegar um Evrópu. Ein þeirra borga sem koma til greina er Reykjavík.

Skattlagning á áunnin sparnað yrði stjórnarskrárbrot

Hugmyndir um að skattleggja áunninn séreignarsparnað standast engan veginn gagnvart ákvæðum stjórnarskrár Íslands um jafnræði og mannréttindi, friðhelgi eignarréttar og skattamál. Þetta er niðurstaða álitsgerðar sem Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttar-lögmaður vann að ósk Landssamtaka lífeyrissjóða vegna hugmynda sem fram hafa komið um að breyta skattlagningu séreignarsparnaðar og skattleggja þegar uppsafnaða inneign en ekki við útgreiðslur.

Kaupfélag malar áfram gull

Tæplega 2,5 milljarða króna hagnaður var af rekstri Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og dótturfélaga þess á árinu 2011. Samtals hefur félagið hagnast um sjö milljarða króna á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi KS sem skilað var inn til ársreikningaskrár fyrr í þessum mánuði.

Jón í Jónshúsi telur að kráin hans Jónasar muni lifa af

Þrátt fyrir mikla erfiðleika, telur Jón Runólfsson í Jónshúsi í Kaupmannahöfn að hin sögufræga krá Hviids Vinstue við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn muni lifa af. Kráin berst nú í bökkum og framtíð hennar er óljós vegna breytinga á neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar sem raskar aðgengi að kránni. Eins og margir vita er kráin Íslendingum að góðu kunn, enda sótti skáldið Jónas Hallgrímsson þangað mikið á árum sínum í Kaupmannahöfn.

Sjá næstu 50 fréttir