Varalitavísitalan vekur spurningar um bata hagkerfisins Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 3. september 2012 21:58 Íslenska hagkerfið virðist vera á hægri uppleið þó enn sé langt í land, samkvæmt óhefðbundnum vísitölum. Innflutningur á varalit náði hámarki í fyrra en notkun á „K"-orðinu svokallaða hefur minnkað verulega frá hruni. Óhefðbundnir mælikvarðar á borð við verð á Big Mac hamborgurum og Ikea bókahillum um allan heim geta oft birt hagnýtar upplýsingar um stöðu hagkerfa. Þá hafa ýmsar kenningar verið gerðar um hegðun fólks í kreppu og góðæri. Til dæmis að breidd binda minnki í kreppu en aukist síðan aftur þegar hagkerfið réttir úr kútnum og getur lakkrísbindabylgja undanfarna ára kannski ýtt undir þá kenningu. Sem dæmi um óhefðbundinn hagvísi er varalitavísitalan sem byggir á því að konur fari að kaupa varalit í staðinn fyrir kjóla og skó í kreppu sem ætti að skila sér í aukinni sölu á varalit. Innflutningur á varalit til Íslands, tók stökk árið 2008 en fór síðan aftur minnkandi, annað og stærra stökk átti sér svo stað í fyrra sem bendir kannski til þess að kreppan er ekki enn afstaðin. Annað dæmi er svokölluð nærbuxnavísitala, sem byggir á því að með því fyrsta sem karlmenn hætta að kaupa í kreppu sé nýjar nærbuxur. Samkvæmt innflutningstölum virðist þetta hins vegar ekki hafa verið raunin á Íslandi, heldur þvert á móti jókst sala á nærbuxum karla um helming árið 2009 og hefur haldið áfram að aukast síðan, möguleg skýring gæti þó verið að færri hafa farið til útlanda í nærbuxnakaup. Þá má nefna K-orðs vísitöluna en hún gengur út á að telja hversu oft orðið kreppa kemur fyrir í fjölmiðlum. Orðið var á allra vörum hrunárið 2008 en hefur síðan farið ört fækkandi í umfjöllun sem gæti verið vísbending um betri tíð framundan. Einn hefðbundinn hagvísir er innflutningur á fólksbílum. Tæplega nítján þúsund bílar voru fluttir inn árið 2007 en einungis 2500 árið 2009. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs er hins vegar búið að flytja inn fleiri bíla en allt árið í fyrra og því mögulegt að kaupgleðin sé að færast yfir landann á ný. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Íslenska hagkerfið virðist vera á hægri uppleið þó enn sé langt í land, samkvæmt óhefðbundnum vísitölum. Innflutningur á varalit náði hámarki í fyrra en notkun á „K"-orðinu svokallaða hefur minnkað verulega frá hruni. Óhefðbundnir mælikvarðar á borð við verð á Big Mac hamborgurum og Ikea bókahillum um allan heim geta oft birt hagnýtar upplýsingar um stöðu hagkerfa. Þá hafa ýmsar kenningar verið gerðar um hegðun fólks í kreppu og góðæri. Til dæmis að breidd binda minnki í kreppu en aukist síðan aftur þegar hagkerfið réttir úr kútnum og getur lakkrísbindabylgja undanfarna ára kannski ýtt undir þá kenningu. Sem dæmi um óhefðbundinn hagvísi er varalitavísitalan sem byggir á því að konur fari að kaupa varalit í staðinn fyrir kjóla og skó í kreppu sem ætti að skila sér í aukinni sölu á varalit. Innflutningur á varalit til Íslands, tók stökk árið 2008 en fór síðan aftur minnkandi, annað og stærra stökk átti sér svo stað í fyrra sem bendir kannski til þess að kreppan er ekki enn afstaðin. Annað dæmi er svokölluð nærbuxnavísitala, sem byggir á því að með því fyrsta sem karlmenn hætta að kaupa í kreppu sé nýjar nærbuxur. Samkvæmt innflutningstölum virðist þetta hins vegar ekki hafa verið raunin á Íslandi, heldur þvert á móti jókst sala á nærbuxum karla um helming árið 2009 og hefur haldið áfram að aukast síðan, möguleg skýring gæti þó verið að færri hafa farið til útlanda í nærbuxnakaup. Þá má nefna K-orðs vísitöluna en hún gengur út á að telja hversu oft orðið kreppa kemur fyrir í fjölmiðlum. Orðið var á allra vörum hrunárið 2008 en hefur síðan farið ört fækkandi í umfjöllun sem gæti verið vísbending um betri tíð framundan. Einn hefðbundinn hagvísir er innflutningur á fólksbílum. Tæplega nítján þúsund bílar voru fluttir inn árið 2007 en einungis 2500 árið 2009. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs er hins vegar búið að flytja inn fleiri bíla en allt árið í fyrra og því mögulegt að kaupgleðin sé að færast yfir landann á ný.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira