Skattaskjólsmálum fer enn fjölgandi 4. september 2012 02:30 Bryndís Kristjánsdóttir Skattaskjólsmálum sem komið hafa til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra fjölgar stöðugt og þau eru nú orðin sjötíu til áttatíu. „Þessi mál hafa verið að berast embættinu jafnt og þétt frá hruni. Mér sýnist enn ekkert lát vera á þessu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Rannsókn er lokið í rúmlega þrjátíu málum. Tæplega þrjátíu önnur eru til rannsóknar og er rannsókn sumra þeirra langt á veg komin. Til viðbótar bíða tíu til tuttugu rannsóknir, að sögn Bryndísar. Embætti skattrannsóknarstjóra telur að í stærstu málunum hafi ekki verið greiddur skattur af milljörðum króna. „Þetta er frá því að vera tiltölulega lágar fjárhæðir upp í milljarða. Í flestum tilvikum er um að ræða aðila sem hafa fjárhagslega burði til að geyma fé í skattaskjólum og stofna félög þar. Slíkt kostar talsvert.“ Bryndís getur þess að af þeim þrjátíu málum sem lokið er hafi verið fallið frá rannsókn í átta tilvikum. Sjö málum hefur verið vísað til sérstaks saksóknara. Búið er að leggja á skatt í langstærstum hluta þeirra mála sem lokið er. Nokkrir tugir mála vegna undanskots frá skatti í sambandi við afleiðuviðskipti og gjaldeyrisbrask hafa verið til rannsóknar og er henni lokið í flestum þeirra. Í þeim málum hefur einnig verið um háar fjárhæðir að ræða, að því er Bryndís greinir frá. Hún segir hluta skattaskjólsmálanna hafa komið upp á yfirborðið í kjölfar kreditkortamálsins svokallaða. „Ríkisskattstjóri óskaði eftir yfirliti frá kreditkortafyrirtækjunum yfir aðila sem væru með erlend kreditkort hér. Meðal þeirra reyndist vera töluverður fjöldi Íslendinga. Það var hins vegar ekki nóg að fá upplýsingar um notkunina á Íslandi. Talið var að ef menn væru að nota nokkrar milljónir hér þá væri notkunin væntanlega ekki minni erlendis.“ Tengsl eru milli sumra skattaskjólsmálanna. „Ýmis gögn og upplýsingar varðandi sum málanna hafa leitt okkur inn í önnur.“ Bryndís segir langflest málanna tengjast Lúxemborg. „Það hefur mikið farið í gegnum skattaskjólsfélög stofnuð þar eða í gegnum bankana þar þótt félögin tengist til dæmis Tortóla eða öðrum skattaskjólum.“ Embætti skattrannsóknarstjóra fær ekki upplýsingar frá Lúxemborg en Bryndís vonast til að breyting verði á. „Það er búið að gera viðbætur við tvísköttunarsamninginn sem ættu að leiða til þess að hægt verði að fá upplýsingar frá tekjuárinu 2011. Við höfum gert samninga ásamt öðrum norrænum ríkjum við mörg af skattaskjólunum. Hins vegar er ágreiningur við til dæmis Bresku Jómfrúareyjarnar um hversu langt aftur samningurinn eigi að gilda. Þeirra skilningur er að hann gildi ekki aftur fyrir gildistöku samningsins.“ Það er ekki bara skortur á upplýsingum sem tafið hefur rannsókn skattaskjólsmálanna heldur einnig skortur á starfsmönnum. „Sá viðbótarmannskapur sem við fengum fyrir þetta ár og síðasta ár hefur skipt sköpum en við þurfum fleiri.“ibs@frettabladid.is Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Skattaskjólsmálum sem komið hafa til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra fjölgar stöðugt og þau eru nú orðin sjötíu til áttatíu. „Þessi mál hafa verið að berast embættinu jafnt og þétt frá hruni. Mér sýnist enn ekkert lát vera á þessu,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. Rannsókn er lokið í rúmlega þrjátíu málum. Tæplega þrjátíu önnur eru til rannsóknar og er rannsókn sumra þeirra langt á veg komin. Til viðbótar bíða tíu til tuttugu rannsóknir, að sögn Bryndísar. Embætti skattrannsóknarstjóra telur að í stærstu málunum hafi ekki verið greiddur skattur af milljörðum króna. „Þetta er frá því að vera tiltölulega lágar fjárhæðir upp í milljarða. Í flestum tilvikum er um að ræða aðila sem hafa fjárhagslega burði til að geyma fé í skattaskjólum og stofna félög þar. Slíkt kostar talsvert.“ Bryndís getur þess að af þeim þrjátíu málum sem lokið er hafi verið fallið frá rannsókn í átta tilvikum. Sjö málum hefur verið vísað til sérstaks saksóknara. Búið er að leggja á skatt í langstærstum hluta þeirra mála sem lokið er. Nokkrir tugir mála vegna undanskots frá skatti í sambandi við afleiðuviðskipti og gjaldeyrisbrask hafa verið til rannsóknar og er henni lokið í flestum þeirra. Í þeim málum hefur einnig verið um háar fjárhæðir að ræða, að því er Bryndís greinir frá. Hún segir hluta skattaskjólsmálanna hafa komið upp á yfirborðið í kjölfar kreditkortamálsins svokallaða. „Ríkisskattstjóri óskaði eftir yfirliti frá kreditkortafyrirtækjunum yfir aðila sem væru með erlend kreditkort hér. Meðal þeirra reyndist vera töluverður fjöldi Íslendinga. Það var hins vegar ekki nóg að fá upplýsingar um notkunina á Íslandi. Talið var að ef menn væru að nota nokkrar milljónir hér þá væri notkunin væntanlega ekki minni erlendis.“ Tengsl eru milli sumra skattaskjólsmálanna. „Ýmis gögn og upplýsingar varðandi sum málanna hafa leitt okkur inn í önnur.“ Bryndís segir langflest málanna tengjast Lúxemborg. „Það hefur mikið farið í gegnum skattaskjólsfélög stofnuð þar eða í gegnum bankana þar þótt félögin tengist til dæmis Tortóla eða öðrum skattaskjólum.“ Embætti skattrannsóknarstjóra fær ekki upplýsingar frá Lúxemborg en Bryndís vonast til að breyting verði á. „Það er búið að gera viðbætur við tvísköttunarsamninginn sem ættu að leiða til þess að hægt verði að fá upplýsingar frá tekjuárinu 2011. Við höfum gert samninga ásamt öðrum norrænum ríkjum við mörg af skattaskjólunum. Hins vegar er ágreiningur við til dæmis Bresku Jómfrúareyjarnar um hversu langt aftur samningurinn eigi að gilda. Þeirra skilningur er að hann gildi ekki aftur fyrir gildistöku samningsins.“ Það er ekki bara skortur á upplýsingum sem tafið hefur rannsókn skattaskjólsmálanna heldur einnig skortur á starfsmönnum. „Sá viðbótarmannskapur sem við fengum fyrir þetta ár og síðasta ár hefur skipt sköpum en við þurfum fleiri.“ibs@frettabladid.is
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira