Nýherji kaupir TM Software Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. október 2007 06:00 Þórður Sverrisson forstjóri Nýherja Gefið verður út nýtt hlutafé að nafnvirði 55 milljónir króna á genginu 22 til þess að fjármagna að hluta kaup Nýherja á TM Software. Gengi bréfanna hækkaði um 4,1 prósent í gær og endaði í 22,90 krónum á hlut. Fréttablaðið/E.Ól. Nýherji hefur samið um kaup á 77 prósentum af hlutafé í upplýsingatæknifyrirtækinu TM Software (TMS) af Straumi, FL Group og Tryggingamiðstöðinni. Hluturinn kostar 1,3 milljarða króna, en miðað er við að heildarverð hlutabréfa í TMS sé 1,7 milljarðar. Straumur hafði milligöngu um kaupin, en þau eru háð bæði niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykkis samkeppnisyfirvalda. Að sögn Þórðar Sverrissonar, forstjóra Nýherja, verður TMS rekið sem dótturfélag Nýherja, en velta samstæðunnar eftir kaupin verður um 13 milljarðar króna og starfsmenn um 750 talsins. Í tilkynningu um kaupin kemur fram að hjá TMS starfi 280 manns og að tekjur fyrirtækisins á árinu séu áætlaðar um 2,5 milljarðar króna. „Veltuaukningin nemur um 25 prósentum, en af því TMS er þjónustufyrirtæki bætist þarna við töluvert af starfsfólki,“ segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja. Hann segir félagið tilbúið að kaupa þá hluti sem eftir standa á sömu kjörum og samið var um nú. „En svo er hluthöfum náttúrulega frálst að eiga áfram hlut sinn í TM Software. Þeir ráða því.“ Þórður segir markmiðið með kaupunum að styrkja stöðu Nýherjasamstæðunnar á sviði rekstrarþjónustu, hýsingar og þróunar sérhæfðra hugbúnaðarlausna. „Með kaupum býðst viðskiptavinum fullkomin heildarþjónusta á sviði upplýsingatækni. Kaupin styrkja stöðu félagsins og til verður fremsta hýsingarfyrirtæki og öflugasta upplýsingatæknifyrirtæki landsins.“ Nýherji ráðgerir að gefa út nýtt hlutafé, 55 milljónir króna að nafnverði, til þess að fjármagna kaupin að hluta. Hlutaféð verður boðið til kaups á genginu 22 krónur á hlut og eru því 1.210 milljónir króna fjármagnaðar með sölu hlutafjár. Greiðsla fyrir þau 77 prósent sem keypt hafa verið er því að 32,35 prósentum greidd með hlutabréfum í Nýherja en 67,65 prósentum í peningum. „Áformað er að verja allt að 25 milljónum að nafnverði hlutafjár til að greiða hluthöfum í TMS en 30 milljónir verða boðnar núverandi hluthöfum í Nýherja,“ segir í tilkynningu. Eftirstöðvar kaupverðsins verða fjármagnaðar með lánsfé og úr sjóðum félagsins. Gengi bréfa Nýherja hækkaði um rúm fjögur prósent í Kauphöll Íslands í gær og enduðu í 22,9 krónum á hlut. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Nýherji hefur samið um kaup á 77 prósentum af hlutafé í upplýsingatæknifyrirtækinu TM Software (TMS) af Straumi, FL Group og Tryggingamiðstöðinni. Hluturinn kostar 1,3 milljarða króna, en miðað er við að heildarverð hlutabréfa í TMS sé 1,7 milljarðar. Straumur hafði milligöngu um kaupin, en þau eru háð bæði niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykkis samkeppnisyfirvalda. Að sögn Þórðar Sverrissonar, forstjóra Nýherja, verður TMS rekið sem dótturfélag Nýherja, en velta samstæðunnar eftir kaupin verður um 13 milljarðar króna og starfsmenn um 750 talsins. Í tilkynningu um kaupin kemur fram að hjá TMS starfi 280 manns og að tekjur fyrirtækisins á árinu séu áætlaðar um 2,5 milljarðar króna. „Veltuaukningin nemur um 25 prósentum, en af því TMS er þjónustufyrirtæki bætist þarna við töluvert af starfsfólki,“ segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja. Hann segir félagið tilbúið að kaupa þá hluti sem eftir standa á sömu kjörum og samið var um nú. „En svo er hluthöfum náttúrulega frálst að eiga áfram hlut sinn í TM Software. Þeir ráða því.“ Þórður segir markmiðið með kaupunum að styrkja stöðu Nýherjasamstæðunnar á sviði rekstrarþjónustu, hýsingar og þróunar sérhæfðra hugbúnaðarlausna. „Með kaupum býðst viðskiptavinum fullkomin heildarþjónusta á sviði upplýsingatækni. Kaupin styrkja stöðu félagsins og til verður fremsta hýsingarfyrirtæki og öflugasta upplýsingatæknifyrirtæki landsins.“ Nýherji ráðgerir að gefa út nýtt hlutafé, 55 milljónir króna að nafnverði, til þess að fjármagna kaupin að hluta. Hlutaféð verður boðið til kaups á genginu 22 krónur á hlut og eru því 1.210 milljónir króna fjármagnaðar með sölu hlutafjár. Greiðsla fyrir þau 77 prósent sem keypt hafa verið er því að 32,35 prósentum greidd með hlutabréfum í Nýherja en 67,65 prósentum í peningum. „Áformað er að verja allt að 25 milljónum að nafnverði hlutafjár til að greiða hluthöfum í TMS en 30 milljónir verða boðnar núverandi hluthöfum í Nýherja,“ segir í tilkynningu. Eftirstöðvar kaupverðsins verða fjármagnaðar með lánsfé og úr sjóðum félagsins. Gengi bréfa Nýherja hækkaði um rúm fjögur prósent í Kauphöll Íslands í gær og enduðu í 22,9 krónum á hlut.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira