Viðskipti innlent

Skrefi frá peningalausu hagkerfi

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Haukur segir gaman að taka við nýju starfi af Ragnari Önundarsyni, en þeirra kynni hófust þegar Ragnar réði Hauk til starfa í Iðnaðarbankanum árið 1984.
Haukur segir gaman að taka við nýju starfi af Ragnari Önundarsyni, en þeirra kynni hófust þegar Ragnar réði Hauk til starfa í Iðnaðarbankanum árið 1984.
Nýráðinn forstjóri MasterCard á Íslandi boðar útrás og breytingar. Haukur Oddsson var í viku­byrjun ráðinn forstjóri Borgunar hf., helsta samstarfsaðila MasterCard á Íslandi, og tekur við af Ragnari Önundarsyni sem gegnt hefur starfinu í níu ár.

Haukur segir við mikilli uppstokkun á kortamarkaði að búast og haldi þar áfram breytingar sem þegar hafi orðið, svo sem á eignarhaldi og með færslu útgáfu greiðslukorta úr rekstrinum. Hann segir starfsvettvanginn spennandi enda kortanotkun óvíða meiri. „Hér er nánast peningalaust þjóðfélag, bara hálft prósent af þjóðarframleiðslunni í umferð sem peningar, meðan hlutfallið er til dæmis sjö til átta prósent í Sviss.“

Breytt umhverfi og ný verkefni segir hann því ráða mannaskiptunum. „Óhætt er að segja að þessar breytingar tengjast ekki rannsókn samkeppnisyfirvalda á þessum markaði á nokkurn hátt,“ segir hann, en á þeim vettvangi stendur enn yfir rannsókn sem hófst síðasta sumar. Meðal breytinga sem séu að verða segir Haukur aukna áherslu á útrás.

Sóknarfærin eru að sögn Hauks mörg enda starfsemi kortafyrirtækjanna hér mun metnaðarfyllri en þekkist erlendis. „Gjöld sem hér eru greidd af bæði verslunum og af kort­höfum eru til dæmis með því allra lægsta sem þekkist.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×