Viðskipti innlent

Gera ráð fyrir 0,5% hækkun neysluverðvísitölu

Greining Glitnis reiknar með að vísitala neysluverðs hækki um 0,5% milli september og október en Hagstofa Íslands birtir vísitöluna í fyrramálið. Í verðbólguspá sem birt var 24. september gerði Greiningin ráð fyrir 0,5% hækkun í október og telur ekki ástæðu til að endurskoða þá spá.

Fjallað er um málið í Morgunkorni Glitnis og þar segir að gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga hækka úr 4,2% í 4,5%. "Við gerum jafnframt ráð fyrir að ársverðbólga muni hækka lítillega milli mánaða það sem eftir er árs og vera nálægt 5% í upphafi næsta árs." segir í Morgunkorninu.

"Hækkun húsnæðisverðs og verðhækkun á fötum og skóm mun leiða hækkun vísitölunnar að þessu sinni. Húsnæðisverð hefur hækkað töluvert það sem af er ári og gerum við ráð fyrir að það muni hækka hægar á næstu mánuðum en það hefur gert á fyrri hluta ársins. Útsölum á sumarfatnaði lauk í ágúst og olli koma vetrarfatnaðar í verslanir 13,5% verðhækkun á fötum og skóm í september..."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×