Viðskipti innlent

Eimskip kaupir 60 prósent í kínversku gámageymslufyrirtæki

Magnús Þorsteinsson og Baldur Guðnason í Kína á dögunum.
Magnús Þorsteinsson og Baldur Guðnason í Kína á dögunum. MYND/Þórhallur

Eimskip ætlar að kaupa 60 prósenta hlut í kínverska gámageymslufyrirtækinu Luyi Depot. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 og ræður yfir fimmta stærsta gámageymslusvæðinu í borgini Qingdao en kaupverðið er ekki gefið upp.

Geymslusvæði Luyi Depot er samtals um 110.000 fermetrar. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, segir að stefnt sé að því að byggja upp frekari rekstur í samstarfi við núverandi eigendur. Þeim hafi tekist að byggja upp gott og ört vaxandi félag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×