Viðskipti innlent

Tæknival tekið til gjaldþrotaskipta

MYND/Pjetur

Tæknival hf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta vegna langvarandi rekstrarerfiðleika og erfiðrar skuldastöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar kemur einnig fram að ljóst sé að félagið geti ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna þegar kröfur falla í gjalddaga og ljóst sé að greiðsluörðugleikar muni ekki líða hjá innan skamms. Skiptastjóri hefur verið skipaður Sigurmar K. Albertsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×