Ókostir evrunnar óljósari en áður Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. janúar 2007 08:30 Dr. Jón Þór Sturluson Jón Þór, sem er dósent og forstöðumaður meistaranáms við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, bendir á nýja grein sem vegur að gildi sjálfstæðrar peningastefnu. MYND/GVA Flökt framleiðsluspennu hefur minnkað í öllum evrulöndum utan Þýskalands, samkvæmt nýlegri rannsókn Mafi-Kreft og Sobels sem dr. Jón Þór Sturluson, dósent og forstöðumaður meistaranáms Háskólans í Reykjavík, vitnaði í á morgunverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga fyrir skömmu. Hann benti líka á rannsóknir sem benda til þess að virk peningastefna kunni að auka á hagsveiflur fremur en að draga úr þeim. Jón Þór slær þó allnokkra varnagla við niðurstöðurnar og bendir á að aðrir þættir en gjaldmiðillinn gætu haft áhrif á framleiðsluspennu í löndunum. Hann segir þó tekið á slíkri gagnrýni í rannsókninni og meðal annars bent á að hagsveiflur hafi ekki minnkað að sama skapi í þeim löndum Evrópusambandsins sem kusu að standa utan við Myntbandalag Evrópu, svo sem Bretlandi og Svíþjóð. „Nokkur lækkun átti sér stað í Danmörku en engan veginn af sömu stærðargráðu og í evrulöndunum. Það bendir því fátt til þess að minnkandi hagsveiflur eigi sér sameiginlegar orsakir í öllum löndum Evrópusambandsins.“ Þá bendir hann á að höfundarnir hafi endurtekið samanburðinn miðað við mismunandi forsendur um viðmiðunartímabil og niðurstöðurnar hafi ekki reynst viðkvæmar fyrir slíku. „Í þriðja lagi eru aðrar breytur skoðaðar, svo sem flökt á hlutabréfamörkuðum, sem ætti að nokkru leyti að fylgja flökti í efnahagslífinu almennt, án þess að niðurstöðurnar breytist í grundvallaratriðum,“ segir hann. Jón Þór segir ljóst að virk peningastefna hafi burði til þess að bregðast hraðar og betur við tilteknum skellum sem hagkerfið verði fyrir en hlutleysisstefna líkt og sú sem peningastefnumenn aðhyllist. „Ef við á hinn bóginn viðurkennum að íhlutunarvald stjórnvalda í peningamálum geti einnig verið uppspretta óstöðugleika er heildarniðurstaða skipulags peningamála á stöðugleika ekki augljós. Þó svo að hlutleysisstefna hindri snörp viðbrögð við hagskellum er líklegt að slík stefna dragi úr líkum á að alvarlegir skellir komi upp yfir höfuð.“ Gallar myntsamruna fyrir lítið opið hagkerfi eins og okkar segir Jón Þór að séu að sjálfstæði peningastefnunnar sé fórnað, þótt vissulega hafi hann sett nokkurt spurningarmerki við hvort það væri í raun galli. Þá kallaði evruupptaka á hægari aðlögun raunlauna auk þess sem hún gæti ýkt hagsveiflur og kallað á dýpri efnahagskreppur ef til þeirra kæmi. Þá gæti myntsamruni aukið tímabundið atvinnuleysi. Um leið segir Jón Þór rannsóknir sýna viðskiptalegan ávinning landsins af evruaðild. Rannsókn Rose frá árinu 2000 sýni að þátttaka í myntsamstarfi auki almennt utanríkiviðskipt um 100 til 300 prósent. Það sé þó kannski óraunhæf aukning enda hafi allur heimurinn, þar á meðal þróunarlönd, verið undir í rannsókninni. Rannsókn Beedons og Þórarins G. Péturssonar frá 2005 bendi hins vegar til þess að utanríkisviðskipti Íslands gætu vaxið um 60 prósent, værum við aðilar að evru og Evrópusambandi. Þá sagði hann að varanleg aukning landsframleiðslu myndi vera um fjögur prósent. „Sem er náttúrlega mun stærri tala en nokkru sinni hefur verið nefnd sem aðgöngumiðinn að Evrópusambandinu. Og ef svo færi að Bretland, Danmörk og Svíþjóð tækju upp evru, sem ekki er ólíklegt til lengri tíma litið, þá yrðu þessar tölur mun hærri.“ „Viðskiptalífið er komið á flug í umræðu um evruna og margir virðast skynja umræðuna þannig að verið sé að benda á einhverjar töfralausnir. Ég held reyndar að leitun sé að þeim manni sem haldið hafi því fram,“ segir hann og áréttar að með mögulegri evruaðild sé horft til allrar framtíðar og alls ekki sé um að ræða mögulega lausn á skammtíma hagstjórnarvanda. „Þar eru grundvallar-sjónarmið, bæði kostir og gallar sem hafa þarf í huga og við erum ekkert að flýta okkur að taka slíka ákvörðun.“ Á morgunverðarfundi Þó svo að stjórnvöldum hafi tekist óhönduglega að beisla þensluna sem birtist hvoru tveggja í hárri verðbólgu og vöxtum og að síðan verðbólgumarkmið var tekið upp fyrir fimm árum hafi verðbólgan lengst af verið fyrir ofan vikmörk segir Jón Þór aðstæður hafa verið nokkuð sérstakar og væntanlega tímabundnar. Því væri ekki rétt að afgreiða núgildandi kerfi á grundvelli nýfenginnar reynslu eingöngu. „Sterkar vísbendingar um að dregið geti úr hagsveiflu lands eins og Íslands sem býr til tiltölulega sértæka skelli við upptöku evru eru þó athugunar virði. Að minnsta kosti eru ókostir þess að taka upp evruna, frá sjónarhóli hagstjórnar, engan veginn eins skýrir og áður hefur verið haldið fram. Hið öndverða er jafnvel hugsanlegt, að upptaka evrunnar á Íslandi yrði til þess að draga úr hagsveiflum hér á landi.“ Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Flökt framleiðsluspennu hefur minnkað í öllum evrulöndum utan Þýskalands, samkvæmt nýlegri rannsókn Mafi-Kreft og Sobels sem dr. Jón Þór Sturluson, dósent og forstöðumaður meistaranáms Háskólans í Reykjavík, vitnaði í á morgunverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga fyrir skömmu. Hann benti líka á rannsóknir sem benda til þess að virk peningastefna kunni að auka á hagsveiflur fremur en að draga úr þeim. Jón Þór slær þó allnokkra varnagla við niðurstöðurnar og bendir á að aðrir þættir en gjaldmiðillinn gætu haft áhrif á framleiðsluspennu í löndunum. Hann segir þó tekið á slíkri gagnrýni í rannsókninni og meðal annars bent á að hagsveiflur hafi ekki minnkað að sama skapi í þeim löndum Evrópusambandsins sem kusu að standa utan við Myntbandalag Evrópu, svo sem Bretlandi og Svíþjóð. „Nokkur lækkun átti sér stað í Danmörku en engan veginn af sömu stærðargráðu og í evrulöndunum. Það bendir því fátt til þess að minnkandi hagsveiflur eigi sér sameiginlegar orsakir í öllum löndum Evrópusambandsins.“ Þá bendir hann á að höfundarnir hafi endurtekið samanburðinn miðað við mismunandi forsendur um viðmiðunartímabil og niðurstöðurnar hafi ekki reynst viðkvæmar fyrir slíku. „Í þriðja lagi eru aðrar breytur skoðaðar, svo sem flökt á hlutabréfamörkuðum, sem ætti að nokkru leyti að fylgja flökti í efnahagslífinu almennt, án þess að niðurstöðurnar breytist í grundvallaratriðum,“ segir hann. Jón Þór segir ljóst að virk peningastefna hafi burði til þess að bregðast hraðar og betur við tilteknum skellum sem hagkerfið verði fyrir en hlutleysisstefna líkt og sú sem peningastefnumenn aðhyllist. „Ef við á hinn bóginn viðurkennum að íhlutunarvald stjórnvalda í peningamálum geti einnig verið uppspretta óstöðugleika er heildarniðurstaða skipulags peningamála á stöðugleika ekki augljós. Þó svo að hlutleysisstefna hindri snörp viðbrögð við hagskellum er líklegt að slík stefna dragi úr líkum á að alvarlegir skellir komi upp yfir höfuð.“ Gallar myntsamruna fyrir lítið opið hagkerfi eins og okkar segir Jón Þór að séu að sjálfstæði peningastefnunnar sé fórnað, þótt vissulega hafi hann sett nokkurt spurningarmerki við hvort það væri í raun galli. Þá kallaði evruupptaka á hægari aðlögun raunlauna auk þess sem hún gæti ýkt hagsveiflur og kallað á dýpri efnahagskreppur ef til þeirra kæmi. Þá gæti myntsamruni aukið tímabundið atvinnuleysi. Um leið segir Jón Þór rannsóknir sýna viðskiptalegan ávinning landsins af evruaðild. Rannsókn Rose frá árinu 2000 sýni að þátttaka í myntsamstarfi auki almennt utanríkiviðskipt um 100 til 300 prósent. Það sé þó kannski óraunhæf aukning enda hafi allur heimurinn, þar á meðal þróunarlönd, verið undir í rannsókninni. Rannsókn Beedons og Þórarins G. Péturssonar frá 2005 bendi hins vegar til þess að utanríkisviðskipti Íslands gætu vaxið um 60 prósent, værum við aðilar að evru og Evrópusambandi. Þá sagði hann að varanleg aukning landsframleiðslu myndi vera um fjögur prósent. „Sem er náttúrlega mun stærri tala en nokkru sinni hefur verið nefnd sem aðgöngumiðinn að Evrópusambandinu. Og ef svo færi að Bretland, Danmörk og Svíþjóð tækju upp evru, sem ekki er ólíklegt til lengri tíma litið, þá yrðu þessar tölur mun hærri.“ „Viðskiptalífið er komið á flug í umræðu um evruna og margir virðast skynja umræðuna þannig að verið sé að benda á einhverjar töfralausnir. Ég held reyndar að leitun sé að þeim manni sem haldið hafi því fram,“ segir hann og áréttar að með mögulegri evruaðild sé horft til allrar framtíðar og alls ekki sé um að ræða mögulega lausn á skammtíma hagstjórnarvanda. „Þar eru grundvallar-sjónarmið, bæði kostir og gallar sem hafa þarf í huga og við erum ekkert að flýta okkur að taka slíka ákvörðun.“ Á morgunverðarfundi Þó svo að stjórnvöldum hafi tekist óhönduglega að beisla þensluna sem birtist hvoru tveggja í hárri verðbólgu og vöxtum og að síðan verðbólgumarkmið var tekið upp fyrir fimm árum hafi verðbólgan lengst af verið fyrir ofan vikmörk segir Jón Þór aðstæður hafa verið nokkuð sérstakar og væntanlega tímabundnar. Því væri ekki rétt að afgreiða núgildandi kerfi á grundvelli nýfenginnar reynslu eingöngu. „Sterkar vísbendingar um að dregið geti úr hagsveiflu lands eins og Íslands sem býr til tiltölulega sértæka skelli við upptöku evru eru þó athugunar virði. Að minnsta kosti eru ókostir þess að taka upp evruna, frá sjónarhóli hagstjórnar, engan veginn eins skýrir og áður hefur verið haldið fram. Hið öndverða er jafnvel hugsanlegt, að upptaka evrunnar á Íslandi yrði til þess að draga úr hagsveiflum hér á landi.“
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira