Viðskipti innlent

Kortaútgáfa aðgreind í nýju dótturfélagi

Kreditkort hafa tilkynnt um þá ákvörðun sína að færa korta-útgáfu félagsins yfir í dóttur-félag, líkt og greint var frá að stæði til í Fréttablaðinu á fimmtudag. Í tilkynningu félagsins segir að starfsemi Kreditkorts verði í framtíðinni miðuð að færsluhirðingu og þjónustu við útgefendur korta.

Dótturfélagið hefur ekki enn hlotið nafn, en það tekur við allri þjónustu við korthafa félagsins. Hjá félaginu nýja starfa rúmlega 30 manns, en Hafliði Kristjánsson, sem áður var framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Kaupþings banka, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýja félagsins. Hjá Kreditkorti verða eftir breytinguna ríflega 60 störf.

Stjórn Kreditkorts tók ákvörðun um breytinguna, en félagið er að 55 prósentum í eigu Glitnis, 25 prósentum í eigu sparisjóða og 20 prósentum í eigu Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×