Viðskipti innlent

Actavis bætir við rannsóknar- og þróunarbyggingu í Hafnarfirði

Í nýrri byggingu Actavis Sigurður Óli Ólafsson, aðstoðarforstjóri Actavis, Fjalar Kristjánsson, verkefnisstjóri við hönnun og byggingu hins nýja húss, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Hafrún Friðriksdóttir, yfirmaður þróunareininga Actavis í Evrópu.
Í nýrri byggingu Actavis Sigurður Óli Ólafsson, aðstoðarforstjóri Actavis, Fjalar Kristjánsson, verkefnisstjóri við hönnun og byggingu hins nýja húss, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Hafrún Friðriksdóttir, yfirmaður þróunareininga Actavis í Evrópu.

Actavis hefur tekið í notkun nýja rannsóknar- og þróunarbyggingu í Hafnarfirði. Í nýbyggingunni er öll þróunarvinna fyrirtækisins á Íslandi saman komin undir einu þaki. Jafnframt er í byggingunni hluti af starfsemi gæðasviðs Actavis.

Heildarkostnaður við húsbygginguna nemur rúmum 850 milljónum króna. „Hið nýja hús er alls 3.200 fermetrar og er því veruleg viðbót við rannsóknastofur fyrirtækisins. Ráðist var í nýbygginguna í kjölfar sífellt vaxandi þróunarvinnu á vegum Actavis hér á landi,“ segir í tilkynningu. Starfsmenn í nýja húsinu verða rúmlega hundrað talsins. Alls segir Actavis að starfsmenn þróunarsviðsins hér séu yfir 130 talsins.

Actavis sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja, en hjá fyrirtækinu starfa yfir tíu þúsund manns í yfir 30 löndum, þar af um 530 hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×