Viðskipti innlent

Tvöfalt fleiri í þrot

Tvöfalt  fleiri einstaklingar urðu gjaldþrota í Bretlandi í fyrra en árið 2005.
Tvöfalt fleiri einstaklingar urðu gjaldþrota í Bretlandi í fyrra en árið 2005.

Tvöfalt fleiri einstaklingar voru úrskurðaðir gjaldþrota í Bretlandi í fyrra en árið 2005, eða 107.000 á móti 67.500 árið á undan. Fjölmiðlar í Bretlandi segja ástæðuna fyrst og fremst liggja í skuldum almennings, sem hafi skuldsett sig upp fyrir haus á árinu.

Pat Boyden, sérfræðingur hjá PricewaterhouseCoopers, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að þótt líkur séu á að gjaldþrotum fjölgi á þessu ári þá muni það ekki verða jafn snörp fjölgun og í fyrra. Hann áréttar að stýrivaxtahækkanir Englandsbanka hafi ekki gert skuldsettum einstaklingum auðveldara um vik en vextir á skammtímalán eru með hæsta móti í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×