Fleiri fréttir Viðskipti stöðvuð í Kauphöllinni Alvarleg truflun varð í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands klukkan 14:48 í dag og voru öll viðskipti stöðvuð í kjölfarið. Ekki er nákvæmlega vitað hvað olli truflunninni sem varð í samnorrænu Saxes viðskiptakerfi kauphallarinnar. Kauphallir á Norðurlöndunum nota sama kerfi og kom truflunin upp í kerfi þeirra sömuleiðis. 7.6.2006 15:15 Eigendur Pennans kaupa hlut í AN Office Eigendur Pennans hafa fest kaup á 73 prósent hlut í lettneska rekstarvörufyrirtækinu AN Office, (Aigas Nams) sem er þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrasaltssvæðinu. Velta AN Office var um 1,5 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári. 7.6.2006 14:33 Kortanotkun eykst á milli ára Kreditkortavelta heimilanna var 19,9 prósentum meiri á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs og debetkortavelta jókst um 10,3 prósent frá sama tíma í fyrra. 7.6.2006 10:14 Viðbragða er þörf Vaxtaálag á skuldabréf stóru viðskiptabankanna jókst á eftirmörkuðum í Evrópu í gærmorgun eftir að Standard & Poors breytti horfum í lánshæfismati ríkisins. Bankarnir telja áhrifin þó meiri til skemmri tíma þótt búast megi við einhverju bakslagi í umræðu um íslenskt efnahagslíf. 7.6.2006 06:00 4 prósentum fleiri gistinætur Gistinætur á hótelum í apríl voru 80.300 eða 3.000 fleiri en á sama tíma fyrir ári sem jafngildir 4 prósenta aukningu á milli ára. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Austurlandi þar sem gistinætur fóru úr 1.800 í 2.200 milli ára. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum úr 5.800 í 6.500, sem jafngildir 13 prósenta aukningu. 6.6.2006 09:55 Óbreytt lánshæfismat Glitnis Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s tilkynnti í gær að lánshæfismat Glitnis (A-/Stable/A-2) héldist óbreytt þrátt fyrir að lánshæfismatsfyrirtækið hefði breytt horfum fyrir íslenska ríkið í neikvæðar úr stöðugum (Lánshæfiseinkunn íslenska lýðveldisins í erlendri mynt'AA-/A-1+'; í íslenskum krónum 'AA+/A-1+'). 6.6.2006 09:45 Áætlaður kostnaður helmingaður Fyrirtækið Opin kerfi átti lægsta boð uppsetningu símstöðva og búnaðar sem byggir á internetstöðlum fyrir skrifstofu Landsvirkjunar á Akureyri, í Laxárstöð og Kárahnjúkastöð, tæpar 3,7 milljónir króna. 3.6.2006 07:00 Breytingar í stjórn Wyndeham Stjórn breska prentfyrirtækisins Wyndeham, sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar, hefur látið af störfum og ný stjórn tekin við. Nýir stjórnarmenn eru stjórnarmenn í Dagsbrún. 2.6.2006 17:14 Skýrr og Teymi sameinast Ákveðið hefur verið að Skýrr hf. og Teymi ehf. verði sameinuð undir nafni Skýrr hf. Formlegur sameiningardagur hefur ekki enn verið ákveðinn. Skýrr og Teymi eru dótturfélög Kögunar hf. sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar hf., en Dagsbrún er skráð í Kauphöll Íslands. 2.6.2006 05:45 Tap Flögu minnkar Flaga Group hf. tapaði 877 þúsund Bandaríkjadölum, jafnvirði 63 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 228 þúsund dölum eða tæpum 16,4 milljónum krónum minna tap en á sama tímabili fyrir ári. Þá nam tap fyrirtækisins fyrir skatta rúmri 1,1 milljón dala, jafnvirði 79 milljóna króna, sem er 350 þúsund dölum eða 25,1 milljón króna minna tap en fyrir ári. 2.6.2006 05:30 Starfsemi Samskipa undir einu nafni með haustinu Samskip veitti í gær tveim nýjum kaupskipum móttöku og lagði hornstein að nýjum höfuðstöðvum í Rotterdam. Öll flutningastarfsemi Samskipa verður sameinuð undir nafni Samskipa í haust. Hingað til hefur starfsemi flutningafyrirtækjanna Van Dieren Maritime, Seawheel og Geest, sem öll eru í eigu Samskipa, verið rekin undir nafni Geest. 2.6.2006 05:30 Tíu ára áætlun VÍS lauk á tæpum tveimur árum Þegar Finnur Ingólfsson kom til starfa hjá VÍS seint árið 2002 var félagið metið á tólf milljarða króna. Virði VÍS eignarhaldsfélags í dag er tæpir 66 milljarðar króna eftir að greint var frá því að Exista hefði eignast félagið að fullu. 2.6.2006 05:15 Skýrr og Teymi sameinast Ákveðið hefur verið að Skýrr hf. og Teymi ehf. verði sameinuð undir nafni Skýrr hf. Formlegur sameiningardagur hefur ekki enn verið ákveðinn. Skýrr og Teymi eru dótturfélög Kögunar hf. sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar hf., en Dagsbrún er skráð í Kauphöll Íslands. 1.6.2006 10:51 Breytingar hjá Kaupþing banka Heikki Niemela, forstjóri Kaupþings banka í Finnlandi, hefur verið ráðinn í nýtt starf innan bankans og mun flytjast til Lundúna í Bretlandi. Tommi Salunen hefur verið ráðinn forstjóri Kaupthing Bank Oyj, dótturfélags Kaupþings banka hf. í Finnaldi og tekur við starfinu 1. júlí næstkomandi. 31.5.2006 11:59 Exista eignast VÍS Kaupþing banki seldi í morgun Exista ehf. 24 prósenta hlut bankans í VÍS eignarhaldsfélaginu hf. Við kaupin verður Exista eigandi alls hlutafjár í VÍS, sem á 100 prósent hlutafjár í Vátryggingafélagi Íslands hf. 31.5.2006 11:08 Vörskiptahalli í apríl tvöfalt meiri en í fyrra Vöruskiptahallinn vil útlönd nam tæpum 10 milljörðum króna í apríl, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Það er hátt í tvöfalt meiri halli en í sama mánuði í fyrra. 31.5.2006 10:57 Stela fyrir milljarða Fyrirtæki hér eru eins og í ríkjum Asíu og Austur-Evrópu hvað hugbúnaðarstuld varðar. Kallað er eftir hugarfarsbreytingu svo við komumst í flokk með Norðurlöndunum. 31.5.2006 07:00 Ekki friðvænlegt í Straumi Yfirtökunefnd mun skoða hvort yfirtökuskylda kunni að hafa myndast í Straumi-Burðarási eftir að félag Björgólfsfeðga og tengdir aðilar eignuðust meirihluta í Gretti, sem er einn stærsti hluthafinn í Straumi. Samson Global Holding, annað félag Björgólfsfeðga, heldur þessu til viðbótar utan um fimmtungshlut í Straumi. 31.5.2006 06:00 Stofna dreifingarfyrirtæki í Danmörku Post Danmark og 365 Media Scandinavia, dótturfélag Dagsbrúnar, hafa komist að samkomulagi um stofnun sameiginlegs dreifingarfyrirtækis í Danmörku. 30.5.2006 06:00 Hagnaður Fiskmarkaðar Íslands 39,6 milljónir Fiskmarkaður Íslands hf. hagnaðist um 39,6 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Velta félagsins, sem rekur uppboðsmarkað fyrir fisk m.a. í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Rifi, Arnarstapa, Akranesi, Reykjavík, Þorlákshöfn, nam 207,3 milljónum króna á tímabilinu. 29.5.2006 11:47 Samið um dreifingu Nyhedsavisen Post Danmark og 365 Media Scandinavia, dótturfélag Dagsbrúnar munu koma á fót sameiginlegu dreifingarfyrirtæki í Danmörku. Fyrsta verkefni fyrirtækisins verður að annast dreifingu Nyhedsavisen á landsvísu, með sér-stakri áherslu á Kaupmannahafnarsvæðið, Óðinsvé og Árósa. 29.5.2006 09:44 Ópera fjárfestingar kaupa í Gretti Ópera fjárfestingar ehf, gerði í dag kaupsamning við Sund ehf. um kaup á 15,55 prósentum hlutafjár í Fjárfestingafélaginu Gretti hf, sem er hluthafi í Straumi Burðarási Fjárfestingabanka hf. Ópera fjárfestingar ehf. er í jafnri eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. 26.5.2006 14:18 Glitnir kaupir sænskt verðbréfafyrirtæki Glitnir banki hf. hefur skrifað undir samning við Invik & Co. AB, sem er skráð í sænsku kauphöllinni, um kaup á öllum hlutum í sænska verðbréfafyrirtækinu Fischer Partners Fondkommission AB („Fischer Partners“). Kaupverð er 3,7 milljarðar íslenskra króna. Fischer Partners er með 4,4 prósenta markaðshlutdeild á norræna verðbréfamarkaðnum og styrkir það stöðu Glitnis á norrænum verðbréfamarkaði. 24.5.2006 13:06 Hugsanleg verðlækkun á íbúðarhúsnæði Innlánsstofnanir lánuðu tæpa 8 milljarða króna til íbúðakaupa í síðasta mánuði. Sé leiðrétt fyrir fjölda viðskiptadaga í mars og apríl vegna páskahátíðar dragast lánin saman um 7 prósent á milli mánaða. Greiningardeild Glitnis banka segir að af þessu megi ráð að farið sé að hægja á þessari tegund útlána. Þá telur deildin að á seinni hluta ársins megi jafnvel sjá verðlækkun á íbúðarhúsnæði. 24.5.2006 11:45 Tap Vestmannaeyjabæjar 424 milljónir króna Vestmannaeyjabær skilaði 424,4 milljóna króna tapi á síðasta ári. Þetta er 113,5 milljónum krónum meira tap en árið á undan þegar það nam rúmum 310, 8 milljónum króna. Fjárhagsáætlun bæjarins gerði hins vegar fyrir 199 milljóna króna tapi. 24.5.2006 10:59 Vilja stíga stærri skref Bankarnir skila tillögum um framtíð Íbúðalánasjóðs á næstu dögum. Mikið ber í milli þeirra og stýrihóps félagsmálaráðherra. Bankarnir vilja ganga lengra í breytingum á sjóðnum. 24.5.2006 09:00 Alfesca hagnaðist um 524.000 evrur Hagnaður Alfesca nam 524.000 evrum, rétt rúmlega 48,1 milljón íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Tekjur námu 126,6 milljón evrum en það er 11,4 prósent aukning frá sama tíma fyrir ári. Þá nam hagnaður á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins 2005-2006 samtals 12,6 milljón evrum en sala á sama tímabili nam 475,7 milljón evrum, sem er 7,6 prósenta aukningu frá sama tíma í fyrra. 22.5.2006 13:33 Apple-verslun opnar í Finnlandi Öflun ehf., sem rekur Apple-verslanir á Norðurlöndum, opnaði 13. Apple-verslunina í Helsinki í Finnlandi í dag. Þetta er önnur verslun fyrirtækisins í landinu. Mikil spenna var vegna opnunarinnar og biðu um 300 manns fyrir utan verslunina eftir því að hún opnaði. Með því var fyrra met slegið hvað varðar aðsókn og veltu á opnunardegi. 19.5.2006 16:01 Tap Spalar 81 milljón Spölur ehf., sem rekur Hvalfjarðargöng, tapaði 81 milljón króna á sex mánaða tímabili frá 1. október í fyrra til 31. mars á þessu ári. Tapið á sama tíma í fyrra og hitteðfyrra nam 188 milljónum króna. Í sex mánaða uppgjör fyrirtækisins kemur fram að tap á öðrum ársfjórðungi fyrirtækisins, frá 1. janúar á þessu ári til 31. mars síðastliðins, nam 63 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra nam það 326 milljónum króna. 730 þúsund ökutæki fóru í gegnum Hvalfjarðargöng á tímabilinu. 19.5.2006 13:47 Húsnæðisverð hækkar enn Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1 prósent á milli mars og apríl. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,7 prósent en verð á sérbýli hækkaði um 2,5 prósent á milli mánaða. 19.5.2006 13:08 Hagnaður FL Group 5,8 milljarðar króna Hagnaður FL Group nam rúmum 5,8 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 25 milljónir króna árið á undan. Fyrir skatta nam hagnaður samstæðunnar rúmum 6,6 milljörðum króna. Árið á undan nam hagnaðurinn 25 milljónum króna. 18.5.2006 17:02 Verðbólga hér einu prósenti yfir EES Samræmd vísitala neysluverðs í ríkjunum á Evrópska efnahagssvæðinu var 102,1 stig í apríl og hækkaði um 0,7 prósent frá mars. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 102,7 stig, hækkaði um 0,8 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. 18.5.2006 09:17 Endurvakið traust Í viðtali á fréttavef Bloomberg segir Paul Rawkins, sérfræðingur Fitch Ratings, að bankarnir hér hafi brugðist á viðeigandi hátt við áhyggjum sem uppi hafa verið um skuldasöfnun þeirra. 18.5.2006 06:00 Tap Vopnafjarðarhrepps 35,1 milljón króna Vopnafjarðarhreppur skilaði 35,1 milljóna krónu tapi á síðasta ári, að því er fram kemur í samanteknum ársreikningi sveitarfélagsins fyrir A og B hluta. A hluti rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins var hins vegar jákvæður um 6,8 milljónir króna. Rekstrartekjur námu 403,6 milljónum á síðasta ári. Þar af námu rekstrartekjur A hluta 299,4 milljónum króna. 17.5.2006 16:05 Heildarafli skipa minni í ár Heildarafli íslenskra skipa í síðasta mánuði, metinn á föstu verði, var 17,6 prósentum minni en á sama tíma í fyrra. Aflinn nam 80.105 tonnum samanborið við 117.612 tonn í apríl í fyrra. Að sögn Hagstofunnar hefur aflinn dregist saman um 15,5 prósent á milli ára, sé hann metinn á föstu verði. Heildaraflinn fyrstu fjóra mánuði ársins var 469.282 tonn en hann var 870.117 tonn í fyrra. 16.5.2006 09:52 Engar athugasemdir vegna yfirtökutilboðs Yfirtökunefnd gerir ekki athugasemdir við yfirtökutilboð Skoðunar ehf, sem er félag í 100 prósent eigu Dagsbrúnar, í Kögun hf. Skoðun ehf. keypti 51 prósent hlutafjár í Kögun hf. 22. mars síðastliðinn og í kjölfarið gerði félagið öllum hluthöfum í Kögun hf. yfirtökutilboð í hluti þeirra í félaginu. Gildistími þess er frá 18. apríl til 16 maí en tilboðið hljóðar upp á 75 krónur á hlut. 12.5.2006 16:46 FlyMe horfir til Sterling Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe hefur í hyggju að kaupa eða renna saman við danska lággjaldaflugfélagið Sterling og norska flugfélagið Norwegian. Þetta segir danska dagblaðið Jyllands-Posten og bætir við að ef af sameiningu flugfélaganna verður þá muni það verða eitt af stærstu lággjaldaflugfélögum Norðurlanda. 11.5.2006 15:55 Vísitala neysluverð hækkaði um 1,45 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,45 prósent á milli mánaða og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,48 prósent frá því í apríl. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hækkaði verð á ferðum og flutningum um 5,2 prósent, þar af bensín um 6,5 prósent. Verð á mjólk og mjólkurvörum lækkaði hins vegar um 5,5 prósent á milli mánaða. 11.5.2006 09:05 Færri íbúðalán Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu alls 3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þar af voru rúmlega 2,8 milljarðar sem tilheyra almennum lánum og tæpar 200 milljónir sem tilheyra leiguíbúðalánum. Þetta er samdráttur á milli mánaða og sama tíma í fyrra en það sem af er árinu hafa umsvif á fasteignamarkaði verið minni en á sama tíma í fyrra. 10.5.2006 10:34 Dagsbrún tapaði 195 milljónum króna Dagsbrún hf. tapaði 195 milljónum króna í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 199 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta nam 662 milljónum króna en var 727 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2005. Þá námu rekstrartekjur Dagsbrúnar hf. 4,88 milljörðum króna en það er aukning um 43 prósent. 9.5.2006 17:01 Mjúk lending sögð líklegust Mjúk lending hagkerfisins er langlíklegust, segir Leif Beck Fallesen, ritstjóri og framkvæmdastjóri Danska viðskiptablaðsins Börsen. Fallesen flutti erindi á ársfundi Útflutningsráðs Íslands sem haldinn var í Salnum í Kópavogi í gær. 6.5.2006 06:00 Spá 1,1 prósents verðbólgu í maí Greiningardeild Landsbankans spáir 1,1 prósents verðbólgu í endurskoðaðri verðbólguspá sinni fyrir maí. Fyrri spá deildarinnar hljóðaði upp á 0,8 prósenta hækkun. Nýr grunnur vísitölunnar hefur einnig áhrif til hækkunnar vísitölunnar. 5.5.2006 17:07 Eigið fé neikvætt hjá RÚV Eigið fé Ríkisútvarpsins (RÚV) var neikvætt um 186,2 milljónir í lok síðasta árs en það nam 10,2 milljónum við upphaf árs. Í ársuppgjöri RÚV fyrir síðasta ár segir að stofnunin standi á tímamótum. Stjórnvöld áformi að breyta því í hlutafélag um mitt þetta árið. Samhliða því verða eignastaða þess metin og eiginfjarstaðan bætt með framlagi úr ríkissjóði. 5.5.2006 14:08 Kögun tapaði 100 milljónum Kögun hf. og dótturfélög fyrirtækisins töpuðu 100 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 195 prósenta viðsnúningur frá síðasta ári þegar fyrirtækið skilaði 105 milljóna króna hagnaði. Tap Kögunar fyrir skatta nam 120 milljónum króna. Kögun hf. verður skráð úr Kauphöll Íslands gangi yfirtökutilboð Skoðunar ehf. í fyrirtækið eftir. 5.5.2006 10:52 Seðlabankinn segir vandasama siglingu framundan Seðlabanki Íslands sendi í gær frá sér skýrslu um fjármálastöðugleika hér. Davíð Oddsson Seðlabankastjóri segist vilja sjá meiri merki um að dragi úr útlánum viðskiptabankanna og að staða Íbúðalánasjóðs sé óviðunandi. Á heildina litið segir bankinn stöðuna þó góða. 5.5.2006 07:45 Sjá næstu 50 fréttir
Viðskipti stöðvuð í Kauphöllinni Alvarleg truflun varð í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands klukkan 14:48 í dag og voru öll viðskipti stöðvuð í kjölfarið. Ekki er nákvæmlega vitað hvað olli truflunninni sem varð í samnorrænu Saxes viðskiptakerfi kauphallarinnar. Kauphallir á Norðurlöndunum nota sama kerfi og kom truflunin upp í kerfi þeirra sömuleiðis. 7.6.2006 15:15
Eigendur Pennans kaupa hlut í AN Office Eigendur Pennans hafa fest kaup á 73 prósent hlut í lettneska rekstarvörufyrirtækinu AN Office, (Aigas Nams) sem er þriðja stærsta rekstrarfyrirtækið á Eystrasaltssvæðinu. Velta AN Office var um 1,5 milljarðar íslenskra króna á síðasta ári. 7.6.2006 14:33
Kortanotkun eykst á milli ára Kreditkortavelta heimilanna var 19,9 prósentum meiri á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs og debetkortavelta jókst um 10,3 prósent frá sama tíma í fyrra. 7.6.2006 10:14
Viðbragða er þörf Vaxtaálag á skuldabréf stóru viðskiptabankanna jókst á eftirmörkuðum í Evrópu í gærmorgun eftir að Standard & Poors breytti horfum í lánshæfismati ríkisins. Bankarnir telja áhrifin þó meiri til skemmri tíma þótt búast megi við einhverju bakslagi í umræðu um íslenskt efnahagslíf. 7.6.2006 06:00
4 prósentum fleiri gistinætur Gistinætur á hótelum í apríl voru 80.300 eða 3.000 fleiri en á sama tíma fyrir ári sem jafngildir 4 prósenta aukningu á milli ára. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Austurlandi þar sem gistinætur fóru úr 1.800 í 2.200 milli ára. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum úr 5.800 í 6.500, sem jafngildir 13 prósenta aukningu. 6.6.2006 09:55
Óbreytt lánshæfismat Glitnis Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s tilkynnti í gær að lánshæfismat Glitnis (A-/Stable/A-2) héldist óbreytt þrátt fyrir að lánshæfismatsfyrirtækið hefði breytt horfum fyrir íslenska ríkið í neikvæðar úr stöðugum (Lánshæfiseinkunn íslenska lýðveldisins í erlendri mynt'AA-/A-1+'; í íslenskum krónum 'AA+/A-1+'). 6.6.2006 09:45
Áætlaður kostnaður helmingaður Fyrirtækið Opin kerfi átti lægsta boð uppsetningu símstöðva og búnaðar sem byggir á internetstöðlum fyrir skrifstofu Landsvirkjunar á Akureyri, í Laxárstöð og Kárahnjúkastöð, tæpar 3,7 milljónir króna. 3.6.2006 07:00
Breytingar í stjórn Wyndeham Stjórn breska prentfyrirtækisins Wyndeham, sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar, hefur látið af störfum og ný stjórn tekin við. Nýir stjórnarmenn eru stjórnarmenn í Dagsbrún. 2.6.2006 17:14
Skýrr og Teymi sameinast Ákveðið hefur verið að Skýrr hf. og Teymi ehf. verði sameinuð undir nafni Skýrr hf. Formlegur sameiningardagur hefur ekki enn verið ákveðinn. Skýrr og Teymi eru dótturfélög Kögunar hf. sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar hf., en Dagsbrún er skráð í Kauphöll Íslands. 2.6.2006 05:45
Tap Flögu minnkar Flaga Group hf. tapaði 877 þúsund Bandaríkjadölum, jafnvirði 63 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 228 þúsund dölum eða tæpum 16,4 milljónum krónum minna tap en á sama tímabili fyrir ári. Þá nam tap fyrirtækisins fyrir skatta rúmri 1,1 milljón dala, jafnvirði 79 milljóna króna, sem er 350 þúsund dölum eða 25,1 milljón króna minna tap en fyrir ári. 2.6.2006 05:30
Starfsemi Samskipa undir einu nafni með haustinu Samskip veitti í gær tveim nýjum kaupskipum móttöku og lagði hornstein að nýjum höfuðstöðvum í Rotterdam. Öll flutningastarfsemi Samskipa verður sameinuð undir nafni Samskipa í haust. Hingað til hefur starfsemi flutningafyrirtækjanna Van Dieren Maritime, Seawheel og Geest, sem öll eru í eigu Samskipa, verið rekin undir nafni Geest. 2.6.2006 05:30
Tíu ára áætlun VÍS lauk á tæpum tveimur árum Þegar Finnur Ingólfsson kom til starfa hjá VÍS seint árið 2002 var félagið metið á tólf milljarða króna. Virði VÍS eignarhaldsfélags í dag er tæpir 66 milljarðar króna eftir að greint var frá því að Exista hefði eignast félagið að fullu. 2.6.2006 05:15
Skýrr og Teymi sameinast Ákveðið hefur verið að Skýrr hf. og Teymi ehf. verði sameinuð undir nafni Skýrr hf. Formlegur sameiningardagur hefur ekki enn verið ákveðinn. Skýrr og Teymi eru dótturfélög Kögunar hf. sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar hf., en Dagsbrún er skráð í Kauphöll Íslands. 1.6.2006 10:51
Breytingar hjá Kaupþing banka Heikki Niemela, forstjóri Kaupþings banka í Finnlandi, hefur verið ráðinn í nýtt starf innan bankans og mun flytjast til Lundúna í Bretlandi. Tommi Salunen hefur verið ráðinn forstjóri Kaupthing Bank Oyj, dótturfélags Kaupþings banka hf. í Finnaldi og tekur við starfinu 1. júlí næstkomandi. 31.5.2006 11:59
Exista eignast VÍS Kaupþing banki seldi í morgun Exista ehf. 24 prósenta hlut bankans í VÍS eignarhaldsfélaginu hf. Við kaupin verður Exista eigandi alls hlutafjár í VÍS, sem á 100 prósent hlutafjár í Vátryggingafélagi Íslands hf. 31.5.2006 11:08
Vörskiptahalli í apríl tvöfalt meiri en í fyrra Vöruskiptahallinn vil útlönd nam tæpum 10 milljörðum króna í apríl, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Það er hátt í tvöfalt meiri halli en í sama mánuði í fyrra. 31.5.2006 10:57
Stela fyrir milljarða Fyrirtæki hér eru eins og í ríkjum Asíu og Austur-Evrópu hvað hugbúnaðarstuld varðar. Kallað er eftir hugarfarsbreytingu svo við komumst í flokk með Norðurlöndunum. 31.5.2006 07:00
Ekki friðvænlegt í Straumi Yfirtökunefnd mun skoða hvort yfirtökuskylda kunni að hafa myndast í Straumi-Burðarási eftir að félag Björgólfsfeðga og tengdir aðilar eignuðust meirihluta í Gretti, sem er einn stærsti hluthafinn í Straumi. Samson Global Holding, annað félag Björgólfsfeðga, heldur þessu til viðbótar utan um fimmtungshlut í Straumi. 31.5.2006 06:00
Stofna dreifingarfyrirtæki í Danmörku Post Danmark og 365 Media Scandinavia, dótturfélag Dagsbrúnar, hafa komist að samkomulagi um stofnun sameiginlegs dreifingarfyrirtækis í Danmörku. 30.5.2006 06:00
Hagnaður Fiskmarkaðar Íslands 39,6 milljónir Fiskmarkaður Íslands hf. hagnaðist um 39,6 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Velta félagsins, sem rekur uppboðsmarkað fyrir fisk m.a. í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Rifi, Arnarstapa, Akranesi, Reykjavík, Þorlákshöfn, nam 207,3 milljónum króna á tímabilinu. 29.5.2006 11:47
Samið um dreifingu Nyhedsavisen Post Danmark og 365 Media Scandinavia, dótturfélag Dagsbrúnar munu koma á fót sameiginlegu dreifingarfyrirtæki í Danmörku. Fyrsta verkefni fyrirtækisins verður að annast dreifingu Nyhedsavisen á landsvísu, með sér-stakri áherslu á Kaupmannahafnarsvæðið, Óðinsvé og Árósa. 29.5.2006 09:44
Ópera fjárfestingar kaupa í Gretti Ópera fjárfestingar ehf, gerði í dag kaupsamning við Sund ehf. um kaup á 15,55 prósentum hlutafjár í Fjárfestingafélaginu Gretti hf, sem er hluthafi í Straumi Burðarási Fjárfestingabanka hf. Ópera fjárfestingar ehf. er í jafnri eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. 26.5.2006 14:18
Glitnir kaupir sænskt verðbréfafyrirtæki Glitnir banki hf. hefur skrifað undir samning við Invik & Co. AB, sem er skráð í sænsku kauphöllinni, um kaup á öllum hlutum í sænska verðbréfafyrirtækinu Fischer Partners Fondkommission AB („Fischer Partners“). Kaupverð er 3,7 milljarðar íslenskra króna. Fischer Partners er með 4,4 prósenta markaðshlutdeild á norræna verðbréfamarkaðnum og styrkir það stöðu Glitnis á norrænum verðbréfamarkaði. 24.5.2006 13:06
Hugsanleg verðlækkun á íbúðarhúsnæði Innlánsstofnanir lánuðu tæpa 8 milljarða króna til íbúðakaupa í síðasta mánuði. Sé leiðrétt fyrir fjölda viðskiptadaga í mars og apríl vegna páskahátíðar dragast lánin saman um 7 prósent á milli mánaða. Greiningardeild Glitnis banka segir að af þessu megi ráð að farið sé að hægja á þessari tegund útlána. Þá telur deildin að á seinni hluta ársins megi jafnvel sjá verðlækkun á íbúðarhúsnæði. 24.5.2006 11:45
Tap Vestmannaeyjabæjar 424 milljónir króna Vestmannaeyjabær skilaði 424,4 milljóna króna tapi á síðasta ári. Þetta er 113,5 milljónum krónum meira tap en árið á undan þegar það nam rúmum 310, 8 milljónum króna. Fjárhagsáætlun bæjarins gerði hins vegar fyrir 199 milljóna króna tapi. 24.5.2006 10:59
Vilja stíga stærri skref Bankarnir skila tillögum um framtíð Íbúðalánasjóðs á næstu dögum. Mikið ber í milli þeirra og stýrihóps félagsmálaráðherra. Bankarnir vilja ganga lengra í breytingum á sjóðnum. 24.5.2006 09:00
Alfesca hagnaðist um 524.000 evrur Hagnaður Alfesca nam 524.000 evrum, rétt rúmlega 48,1 milljón íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Tekjur námu 126,6 milljón evrum en það er 11,4 prósent aukning frá sama tíma fyrir ári. Þá nam hagnaður á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins 2005-2006 samtals 12,6 milljón evrum en sala á sama tímabili nam 475,7 milljón evrum, sem er 7,6 prósenta aukningu frá sama tíma í fyrra. 22.5.2006 13:33
Apple-verslun opnar í Finnlandi Öflun ehf., sem rekur Apple-verslanir á Norðurlöndum, opnaði 13. Apple-verslunina í Helsinki í Finnlandi í dag. Þetta er önnur verslun fyrirtækisins í landinu. Mikil spenna var vegna opnunarinnar og biðu um 300 manns fyrir utan verslunina eftir því að hún opnaði. Með því var fyrra met slegið hvað varðar aðsókn og veltu á opnunardegi. 19.5.2006 16:01
Tap Spalar 81 milljón Spölur ehf., sem rekur Hvalfjarðargöng, tapaði 81 milljón króna á sex mánaða tímabili frá 1. október í fyrra til 31. mars á þessu ári. Tapið á sama tíma í fyrra og hitteðfyrra nam 188 milljónum króna. Í sex mánaða uppgjör fyrirtækisins kemur fram að tap á öðrum ársfjórðungi fyrirtækisins, frá 1. janúar á þessu ári til 31. mars síðastliðins, nam 63 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra nam það 326 milljónum króna. 730 þúsund ökutæki fóru í gegnum Hvalfjarðargöng á tímabilinu. 19.5.2006 13:47
Húsnæðisverð hækkar enn Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1 prósent á milli mars og apríl. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,7 prósent en verð á sérbýli hækkaði um 2,5 prósent á milli mánaða. 19.5.2006 13:08
Hagnaður FL Group 5,8 milljarðar króna Hagnaður FL Group nam rúmum 5,8 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 25 milljónir króna árið á undan. Fyrir skatta nam hagnaður samstæðunnar rúmum 6,6 milljörðum króna. Árið á undan nam hagnaðurinn 25 milljónum króna. 18.5.2006 17:02
Verðbólga hér einu prósenti yfir EES Samræmd vísitala neysluverðs í ríkjunum á Evrópska efnahagssvæðinu var 102,1 stig í apríl og hækkaði um 0,7 prósent frá mars. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 102,7 stig, hækkaði um 0,8 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. 18.5.2006 09:17
Endurvakið traust Í viðtali á fréttavef Bloomberg segir Paul Rawkins, sérfræðingur Fitch Ratings, að bankarnir hér hafi brugðist á viðeigandi hátt við áhyggjum sem uppi hafa verið um skuldasöfnun þeirra. 18.5.2006 06:00
Tap Vopnafjarðarhrepps 35,1 milljón króna Vopnafjarðarhreppur skilaði 35,1 milljóna krónu tapi á síðasta ári, að því er fram kemur í samanteknum ársreikningi sveitarfélagsins fyrir A og B hluta. A hluti rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins var hins vegar jákvæður um 6,8 milljónir króna. Rekstrartekjur námu 403,6 milljónum á síðasta ári. Þar af námu rekstrartekjur A hluta 299,4 milljónum króna. 17.5.2006 16:05
Heildarafli skipa minni í ár Heildarafli íslenskra skipa í síðasta mánuði, metinn á föstu verði, var 17,6 prósentum minni en á sama tíma í fyrra. Aflinn nam 80.105 tonnum samanborið við 117.612 tonn í apríl í fyrra. Að sögn Hagstofunnar hefur aflinn dregist saman um 15,5 prósent á milli ára, sé hann metinn á föstu verði. Heildaraflinn fyrstu fjóra mánuði ársins var 469.282 tonn en hann var 870.117 tonn í fyrra. 16.5.2006 09:52
Engar athugasemdir vegna yfirtökutilboðs Yfirtökunefnd gerir ekki athugasemdir við yfirtökutilboð Skoðunar ehf, sem er félag í 100 prósent eigu Dagsbrúnar, í Kögun hf. Skoðun ehf. keypti 51 prósent hlutafjár í Kögun hf. 22. mars síðastliðinn og í kjölfarið gerði félagið öllum hluthöfum í Kögun hf. yfirtökutilboð í hluti þeirra í félaginu. Gildistími þess er frá 18. apríl til 16 maí en tilboðið hljóðar upp á 75 krónur á hlut. 12.5.2006 16:46
FlyMe horfir til Sterling Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe hefur í hyggju að kaupa eða renna saman við danska lággjaldaflugfélagið Sterling og norska flugfélagið Norwegian. Þetta segir danska dagblaðið Jyllands-Posten og bætir við að ef af sameiningu flugfélaganna verður þá muni það verða eitt af stærstu lággjaldaflugfélögum Norðurlanda. 11.5.2006 15:55
Vísitala neysluverð hækkaði um 1,45 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,45 prósent á milli mánaða og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,48 prósent frá því í apríl. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hækkaði verð á ferðum og flutningum um 5,2 prósent, þar af bensín um 6,5 prósent. Verð á mjólk og mjólkurvörum lækkaði hins vegar um 5,5 prósent á milli mánaða. 11.5.2006 09:05
Færri íbúðalán Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu alls 3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þar af voru rúmlega 2,8 milljarðar sem tilheyra almennum lánum og tæpar 200 milljónir sem tilheyra leiguíbúðalánum. Þetta er samdráttur á milli mánaða og sama tíma í fyrra en það sem af er árinu hafa umsvif á fasteignamarkaði verið minni en á sama tíma í fyrra. 10.5.2006 10:34
Dagsbrún tapaði 195 milljónum króna Dagsbrún hf. tapaði 195 milljónum króna í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 199 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta nam 662 milljónum króna en var 727 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2005. Þá námu rekstrartekjur Dagsbrúnar hf. 4,88 milljörðum króna en það er aukning um 43 prósent. 9.5.2006 17:01
Mjúk lending sögð líklegust Mjúk lending hagkerfisins er langlíklegust, segir Leif Beck Fallesen, ritstjóri og framkvæmdastjóri Danska viðskiptablaðsins Börsen. Fallesen flutti erindi á ársfundi Útflutningsráðs Íslands sem haldinn var í Salnum í Kópavogi í gær. 6.5.2006 06:00
Spá 1,1 prósents verðbólgu í maí Greiningardeild Landsbankans spáir 1,1 prósents verðbólgu í endurskoðaðri verðbólguspá sinni fyrir maí. Fyrri spá deildarinnar hljóðaði upp á 0,8 prósenta hækkun. Nýr grunnur vísitölunnar hefur einnig áhrif til hækkunnar vísitölunnar. 5.5.2006 17:07
Eigið fé neikvætt hjá RÚV Eigið fé Ríkisútvarpsins (RÚV) var neikvætt um 186,2 milljónir í lok síðasta árs en það nam 10,2 milljónum við upphaf árs. Í ársuppgjöri RÚV fyrir síðasta ár segir að stofnunin standi á tímamótum. Stjórnvöld áformi að breyta því í hlutafélag um mitt þetta árið. Samhliða því verða eignastaða þess metin og eiginfjarstaðan bætt með framlagi úr ríkissjóði. 5.5.2006 14:08
Kögun tapaði 100 milljónum Kögun hf. og dótturfélög fyrirtækisins töpuðu 100 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 195 prósenta viðsnúningur frá síðasta ári þegar fyrirtækið skilaði 105 milljóna króna hagnaði. Tap Kögunar fyrir skatta nam 120 milljónum króna. Kögun hf. verður skráð úr Kauphöll Íslands gangi yfirtökutilboð Skoðunar ehf. í fyrirtækið eftir. 5.5.2006 10:52
Seðlabankinn segir vandasama siglingu framundan Seðlabanki Íslands sendi í gær frá sér skýrslu um fjármálastöðugleika hér. Davíð Oddsson Seðlabankastjóri segist vilja sjá meiri merki um að dragi úr útlánum viðskiptabankanna og að staða Íbúðalánasjóðs sé óviðunandi. Á heildina litið segir bankinn stöðuna þó góða. 5.5.2006 07:45