Viðskipti innlent

Skýrr og Teymi sameinast

Þórólfur Árnason Forstjóri Skýrr segir mikinn feng í starfsfólki Teymis.
Þórólfur Árnason Forstjóri Skýrr segir mikinn feng í starfsfólki Teymis. Mynd/GVA

Ákveðið hefur verið að Skýrr hf. og Teymi ehf. verði sameinuð undir nafni Skýrr hf. Formlegur sameiningardagur hefur ekki enn verið ákveðinn. Skýrr og Teymi eru dótturfélög Kögunar hf. sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar hf., en Dagsbrún er skráð í Kauphöll Íslands.

Sigþór Samúelsson, frakvæmdastjóri Teymis, segir í tilkynningu að fyrirtækin hafi átt samstarf um árabil, verið lengi í eigu sömu aðila og deilt húsnæði. Samlegðaráhrif séu því mikil. Þá segir Þórólfur Árnason að með samrunanum fái Skýrr frábært fólk til liðs við fyrirtækið sem mikill fengur sé í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×