Viðskipti innlent

Starfsemi Samskipa undir einu nafni með haustinu

Kátir Samskipamenn Samskip hleyptu af stokkunum tveimur nýjum skipum.
Kátir Samskipamenn Samskip hleyptu af stokkunum tveimur nýjum skipum.

Samskip veitti í gær tveim nýjum kaupskipum móttöku og lagði hornstein að nýjum höfuð­stöðvum í Rotterdam.

Öll flutningastarfsemi Samskipa verður sameinuð undir nafni Samskipa í haust. Hingað til hefur starfsemi flutningafyrirtækjanna Van Dieren Maritime, Seawheel og Geest, sem öll eru í eigu Samskipa, verið rekin undir nafni Geest.

Þetta var tilkynnt í Rotterdam í gær en þar tóku Samskip við tveimur nýjum kaupskipum sem sérsmíðuð eru fyrir félagið til gámaflutninga til Evrópu. Skipin hlutu nöfnin Samskip Pioneer og Samskip Courier.

Gámafloti Samskipa telur nú um þrettán þúsund gáma og eru tuttugu og sjö gámaskip í föstum áætlanasiglingum á vegum félagsins milli Íslands, Bretlands, Írlands, Spánar, Skandinavíu, Eystrasaltslandanna, Rússlands og meginlands Evrópu. Skrifstofur Samskipa eru nú fimmtíu og níu talsins í tuttugu og þremur löndum og starfsmenn um fjórtán hundruð.

Rotterdam-höfn er þungamiðja starfsemi Samskipa og lagði Michael F. Hassing forstjóri hornstein að nýjum höfuðstöðvum Samskipa á gamla hafnarsvæðinu í Rotterdam í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×