Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2025 15:50 Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum var rekin með hálfs milljarðs króna tapi í fyrra. Félagið hefur aðeins einu sinni áður verið rekið með tapi síðasta aldarfjórðung. Félagið hefur slegið nauðsynlegum fjárfestingum í skipakosti þess á frest vegna áforma stjórnvalda um veiðigjöld. Þetta segir í fréttatilkynningu Vinnslustöðvarinnar vegna aðalfundar félagsins, sem haldinn var í húsakynnum þess í gær. Þar segir að helstu tölur félagsins árið 2024 séu eftirfarandi. Velta samstæðunnar var 177 milljónir evra, eða jafnvirði liðlega 26 milljarða króna. Tap félagsins var 3,5 milljónir evra eða jafnvirði 500 milljóna króna. Bókfærðar heildareignir félagsins námu 422 milljónum evra, eða jafngildi 61 milljarðs króna. Þar af voru heildarskuldir og skuldbindingar félagsins tæpir 44 milljarðar króna. Þetta sé í annað skipti á síðustu 25 árum sem félagið er rekið með tapi. Loðnubresti að kenna Stærsti áhrifaþáttur taprekstrar í fyrra hafi verið loðnubrestur. Því miður hafi raunin orðið sú aftur í ár. Það sé mikið áhyggjuefni fyrir félagið, og um leið allt samfélagið, hversu lítið er vitað um loðnu, hegðun hennar og samspil vistkerfis hafsins. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum, aðallega í nýbyggingu botnfiskvinnslu, hafi aukist verulega eða um 19,4 milljónir evra, jafnvirði 2,9 milljarða króna. Samþykkt hafi verið að ekki yrði greiddur arður til hluthafa í ár. Stjórn félagsins hafi verið endurkjörin. Hana skipi eftirfarandi: Einar Þór Sverrisson, Guðmundur Örn Gunnarsson, Rut Haraldsdóttir, Sigurhanna Friðþórsdóttir og Sigurjón Rúnar Rafnsson. Varamenn séu Eyjólfur Guðjónsson, Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir og Herdís Ásu Sæmundardóttir. Kominn tími á flotann en fjárfestingum frestað Fram hafi komið í ræðu Guðmundar Arnar Gunnarssonar, stjórnarformanns, að verði boðaðar hækkanir á veiðigjöldum að veruleika muni Vinnslustöðin ekki geta fjárfest eins og gert hafi verið á undanförnum árum. „Tími er kominn til að endurnýja verulega skipakost félagsins og liggja fyrir teikningar af nýjum þriggja og fjögurra mílna bátum. Smíði þriggja mílna togbáta hafði verið boðin út og verðtilboð höfðu borist. Skipin voru hönnuð með sama hætti og Breki, með stórri og hæggengri skrúfu sem myndi minnka kolefnisspor útgerðar okkar til muna. Stefnt var að því að semja um smíði skipanna á haustdögum, eða í kjölfar þess að við sæjum fram á loðnukvóta á næsta ári. Þessum áformum hefur nú verið slegið á frest vegna stefnu stjórnvalda um að liðlega tvöfalda veiðigjöld,“ er haft eftir honum. Rétt er að taka fram að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í gær að fallið hefði verið frá áformum um tvöföldun veiðigjalda. Enn standi þó til að hækka veiðigjöld. Loks segir að í lok fundar hafi Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, farið yfir áhrif veiðigjalda á fyrirtækið. Nánar verði fjallað um þá yfirferð á næstu dögum á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu Vinnslustöðvarinnar vegna aðalfundar félagsins, sem haldinn var í húsakynnum þess í gær. Þar segir að helstu tölur félagsins árið 2024 séu eftirfarandi. Velta samstæðunnar var 177 milljónir evra, eða jafnvirði liðlega 26 milljarða króna. Tap félagsins var 3,5 milljónir evra eða jafnvirði 500 milljóna króna. Bókfærðar heildareignir félagsins námu 422 milljónum evra, eða jafngildi 61 milljarðs króna. Þar af voru heildarskuldir og skuldbindingar félagsins tæpir 44 milljarðar króna. Þetta sé í annað skipti á síðustu 25 árum sem félagið er rekið með tapi. Loðnubresti að kenna Stærsti áhrifaþáttur taprekstrar í fyrra hafi verið loðnubrestur. Því miður hafi raunin orðið sú aftur í ár. Það sé mikið áhyggjuefni fyrir félagið, og um leið allt samfélagið, hversu lítið er vitað um loðnu, hegðun hennar og samspil vistkerfis hafsins. Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum, aðallega í nýbyggingu botnfiskvinnslu, hafi aukist verulega eða um 19,4 milljónir evra, jafnvirði 2,9 milljarða króna. Samþykkt hafi verið að ekki yrði greiddur arður til hluthafa í ár. Stjórn félagsins hafi verið endurkjörin. Hana skipi eftirfarandi: Einar Þór Sverrisson, Guðmundur Örn Gunnarsson, Rut Haraldsdóttir, Sigurhanna Friðþórsdóttir og Sigurjón Rúnar Rafnsson. Varamenn séu Eyjólfur Guðjónsson, Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir og Herdís Ásu Sæmundardóttir. Kominn tími á flotann en fjárfestingum frestað Fram hafi komið í ræðu Guðmundar Arnar Gunnarssonar, stjórnarformanns, að verði boðaðar hækkanir á veiðigjöldum að veruleika muni Vinnslustöðin ekki geta fjárfest eins og gert hafi verið á undanförnum árum. „Tími er kominn til að endurnýja verulega skipakost félagsins og liggja fyrir teikningar af nýjum þriggja og fjögurra mílna bátum. Smíði þriggja mílna togbáta hafði verið boðin út og verðtilboð höfðu borist. Skipin voru hönnuð með sama hætti og Breki, með stórri og hæggengri skrúfu sem myndi minnka kolefnisspor útgerðar okkar til muna. Stefnt var að því að semja um smíði skipanna á haustdögum, eða í kjölfar þess að við sæjum fram á loðnukvóta á næsta ári. Þessum áformum hefur nú verið slegið á frest vegna stefnu stjórnvalda um að liðlega tvöfalda veiðigjöld,“ er haft eftir honum. Rétt er að taka fram að Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í gær að fallið hefði verið frá áformum um tvöföldun veiðigjalda. Enn standi þó til að hækka veiðigjöld. Loks segir að í lok fundar hafi Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, farið yfir áhrif veiðigjalda á fyrirtækið. Nánar verði fjallað um þá yfirferð á næstu dögum á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira